Fréttablaðið - 17.09.2003, Page 16
Árleg jeppaferð Land Rovereigenda var farin síðastliðinn
laugardag og var ferðinni heitið í
Kerlingarfjöll. Um 180 til 200
manns tóku þátt í ferðinni og óku
af stað á 65 til 70 jeppum og jepp-
lingum.
Arnar Einarsson fararstjóri
segir að ferðin hafi heppnast
mjög vel: „Fólk var mjög ánægt
en veðrið hefði reyndar mátt vera
aðeins betra. Það hafði samt lítil
áhrif á þá sem mættu.“
Jeppalestin ók í heilu lagi í
gegnum Mosfellsbæ og síðan um
Þingvelli og Laugarvatn. Því
næst var stoppað við Geysi og
þar skiptist hópurinn upp.
Stærri bílarnir fóru Hruna-
mannaafrétt, sem er leið austan
við Hvítá. Minni bílarnir fóru
aftur á móti Haukadalsleið og
inn á Kjalveg. Síðan hittust
jeppalestirnar tvær í Kerlingar-
fjöllum þar sem B&L bauð upp á
ljúffengan grillmat. ■
17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR
Margrét Eir Hjartardóttir, söng-og leikkona, hefur lengi ekið
um á hvítri Toyota Corolla. Hug-
mynd hennar um draumabílinn er
hins vegar nokkuð fastmótuð: „Ef
mig langaði virkilega í nýjan bíl og
peningar væru ekki vandamál væri
ég til í að fá mér gæðabíl eins og
svartan Jagúar. Þetta eru vandaðir
bílar og svo finnst mér nafnið „kúl“.
Ég er ljón og er því svolítið kisuleg
og myndi keyra um á stórri kisu.“
Margrét segist einnig vel geta
hugsað sér að aka um á góðri bjöllu:
„Ég rokka svolítið á milli þess að
vera klassapía og jaðarlistamaður
og finnst gaman að vera í báðum
hlutverkum. Ég væri til í að hafa
bjölluna í hamingjusömum lit,
kannski rauða eða bláa. Síðan er
mikið atriði að hafa góðar græjur í
bílnum.“
Margrét segist lítið gefin fyrir
jeppa: „Þeir taka bara svo mikið
pláss. Það er þegar búið að keyra
einu sinni á mig, það var jeppi sem
stakk svo af þannig að mér ekkert
rosalega hlýtt til þeirra þessa dag-
ana. Mér finnst líka svolítið mikið af
þeim.“
Margrét telur að bíladraumórar
sínir gætu vel ræst í fjarlægri
framtíð: „Ég held ég hafi aldrei sest
upp í Jagúar en ég veit samt að
þetta er ekkert það fjarlægur
draumur þó hann sé það kannski í
dag. Eftir svona 20 ár verður maður
kannski kominn á svona bíl.“ ■
Ráðstefna Bindindisfélags ökumanna:
Konur valda jafnmörg-
um slysum og karlar
Bindindisfélag ökumannafagnar 50 ára afmæli á þessu
ári. Af því tilefni efndi félagið til
norrænnar ráðstefnu þar sem
flutt voru erindi um umferðarör-
yggi, atferli manna í umferðinni
og ölvunarakstur.
Dr. Valdimar Briem sálfræð-
ingur flutti þar fyrirlestur sem
fjallaði um sálræna þætti í atferli
ökumanna. „Þetta er rannsóknar-
verkefni sem ég hef verið að
vinna að með tveimur íslenskum
sálfræðingum,“ segir Valdimar.
„Í fyrri hluta fyrirlestursins tók
ég saman slysaskýrslur síðustu
10 ára, hvenær dagsins slysin
urðu og bar þær saman við hve
margir væru úti að aka á þessum
tímum. Í síðari hlutanum kannaði
ég sálræna þætti í atferli ungra
ökumanna. Þar kom í ljós að ung-
ir ökumenn á aldrinum 17 til 24
ára mismeta oft aksturshæfni
sína og lenda fyrir vikið í fleiri
slysum en aðrir. Þar eru karlar í
örlitlum meirihluta.“
Að sögn Valdimars lenda karl-
ar og konur eldri en 24 ára hins
vegar hlutfallslega jafn oft í um-
ferðarslysum þó að umferðar-
brot karla séu helmingi fleiri.
Ástæðan er sú að þarna er tekið
með í reikninginn að karlar eru
tvisvar sinnum oftar í umferð-
inni en konur. „Þá er það spurn-
ingin um ástæðuna fyrir því,“
segir Valdimar. „Karlar virðast
vilja upplifa meiri spennu og
taka meiri áhættu en konurnar.
Þeir nota bílinn til þess að fá út-
rás. Þeir vilja oft sýna hvað þeir
eru klárir.“
Valdimar og félagar rannsök-
uðu tilurð smáóhappa og stærri
óhappa í umferðinni í tengslum
við persónuleika ökumanna. Til-
tölulega lítil tengsl voru á milli
smáóhappa og persónuleika.
Mest voru þó tengslin hjá konun-
um. Samkvæmt niðurstöðum úr
500 manna úrtaki Valdimars er
helsta ástæðan sú að konum þyk-
ir síður gaman að aka bíl. Fyrir
vikið eru þær sennilega ekki með
hugann við aksturinn og aka oft
hægar og það getur hugsanlega
valdið smáóhöppum.
Hvað varðar stærri óhöpp er
spennusókn og reiði ökumanna
talin helsta ástæðan. Meiri til-
hneiging er til að karlar lendi í
slíkum slysum. Margir þeirra
sem lenda í slíkum óhöppum hafa
einnig lent í þeim áður og afleið-
ingin gæti orðið sú að þeim finn-
ist ekki eins gaman að aka bíl.
Einnig eru konur sem hafa lent í
alvarlegum óhöppum gagnrýnni
á eigin aksturshæfni en karlar og
getur það haft áhrif á einbeitingu
þeirra í akstri.
freyr@frettabladid.is
Jeppaferð á Kerlingarfjöll:
Heppnaðist mjög vel
Draumabíllinn:
Vill keyra á stórri kisu
UMFERÐ
Lítil tengsl eru milli smáóhappa og persónuleika fólks.
M
YN
D
/G
O
LL
I
BÍLALEST
Land Rover-bílalestin var löng enda voru 65 til 70 jeppar í ferðinni.
Saab 95
03/98 blár ssk.
ek. 71 þ. km
V. kr. 1.790.000
Tilboð
kr. 1.590.000 stgr.
Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur
Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888
www.bilasalarvk.is
Jeep Grand
Cherokee LTD
06/95 ssk. svartur
ek. 110 þ. km
V. kr 1.350.000
Tilboð
kr 1.200.000 stgr.
Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur
Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888
www.bilasalarvk.is
DR. VALDI-
MAR BRIEM
Flutti áhuga-
verðan fyrir-
lestur um síð-
ustu helgi um
sálræna þætti
í atferli öku-
manna.
SPORTLEGUR BENZ
Þessi nýi Mercedes-Benz SLR McLaren
sportbíll var til sýnis á bílasýningu í Frank-
furt fyrir skömmu. Vakti hann mikla athygli
fjölmiðla fyrir glæsilegt útlit.
MARGRÉT
VIÐ BÍLINN SINN
Hefur keyrt lengi um á
hvítri Toyota Corolla en
draumurinn er að aka
um á svörtum Jagúar.
VOLKSWAGEN RÚGBRAUÐ
Starfsmaður setur saman „rúgbrauðið“.
Volkswagen „rúgbrauð“:
Frá Brasilíu
BRASILÍA, AP Engin háþróuð vél-
menni eða tæki setja saman eða
gera lokaprófun á nýjustu
Volkswagen „rúgbrauðs“-bílunum
í verksmiðju fyrirtækisins í Sao
Paulo í Brasilíu. Starfsmennirnir
sjálfir prófa bílana með því að
skella hurðunum og fara vandlega
yfir þá með höndunum.
Brasilía er eini staðurinn þar
sem þessir fornfrægu bílar eru
framleiddir en 1.200 slíkir eru
framleiddir þar ár hvert. ■
AP
/M
YN
D