Fréttablaðið - 17.09.2003, Side 31
Ínógu er að snúast hjá EinariKarli Haraldssyni, varaþing-
manni Samfylking-
arinnar og fjöl-
miðlafulltrúa þjóð-
kirkjunnar. Hann
er á leið til Mósam-
bík og Malaví til að
athuga með hjálp-
arstarf á stöðunum
og svo þykir nokkuð ljóst að hann
setjist á þing strax
í þingbyrjun í októ-
ber. Mörður Árna-
son alþingismaður
mun vera á leið á
Allsherjarþing
Sameinuðu þjóð-
anna og hleypur
Einar Karl í skarðið fyrir hann á
Alþingi á meðan. ■
Í Borgarnes er klukkustundarakstur. Það er mátulegt,“ segir
Kjartan Ragnarsson leikstjóri,
sem lagt hefur hugmyndir sínar
um landnámssafn í Brákarey í
Borgarnesi fyrir bæjaryfirvöld í
Borgarbyggð. Hefur hugmynd
hans verið vel tekið og verður vet-
urinn tekinn í hugmyndavinnu og
síðan taka framkvæmdir vonandi
við.
„Borgarnes er kjörinn staður
fyrir svona safn. Í Brákarey er
nóg af húsum sem nýta mætti í
þetta; gamalt bifreiðaverkstæði,
sláturhús og fleira,“ segir Kjart-
an, sem sér fyrir sér sögu land-
náms á Íslandi með sérstaka
áherslu á Skallagrím á Borg og
Egil son hans. Er Kjartan ekki síst
með Vesturfarasafnið á Hofsósi í
huga þegar kemur að landnáms-
safninu í Borgarnesi; þar er
dramatísk uppsetning á broti úr
lífi þjóðarinnar: „Dramatíkin er
ekki minni í landnáminu,“ segir
Kjartan, sem lengi hefur unnið
sem leiðsögumaður fyrir erlenda
ferðamenn og þá alltaf þurft að
hefja hverja ferð á sömu ræðunni
um tilurð þjóðarinnar. Það er
þessi stutta ræða sem Kjartan vill
nú sjóngera í nýju landnámssafni
í Borgarnesi. Segja sögu sem
spannar í raun aðeins 50 ár en er
undirstaða þess lífs sem lifað er í
landinu í dag:
„Heimamenn hafa tekið vel í
þessa hugmynd mína og núna ætl-
um við að nota veturinn í hug-
myndavinnu,“ segir Kjartan, sem
er sannfærður um að landnema-
safnið eigi eftir að selja sig sjálft.
Nú sé bara að framkvæma. ■
MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003
Landnám
KJARTAN RAGNARSSON
■ Leikstjórinn vill reisa landnámssafn í
Borgarnesi og myndgera söguna með
myndarlegum hætti í samvinnu við bæj-
aryfirvöld í Borgarbyggð.
Leikstjóri vill
Landnemasafn
Birgitta Haukdal hefur slitiðsambandi sínu við trommu-
leikara Írafárs en hljómsveitin
mun þó starfa áfram:
„Þetta er allt í góðum gír og
engin hætta á að hljómsveitin
hætti,“ segir Sigurður Samúelsson,
bassaleikari Írafárs og starfsmað-
ur á umboðsskrifstofunni Concert,
sem er með Írafár á sinni könnu.
„Það er einstaklingsbundið hvern-
ig fólk tekur á svona hlutum en
þau hafa gert þetta vel.“
Birgitta Haukdal, söngkona
Írafárs, og Jóhann Backmann,
trommuleikari sveitarinnar, hafa
verið saman svo árum skiptir.
Hafa þau verið sem eitt í hljóm-
sveitinni og staðið fyrir sam-
heldni jafnt á sviði sem utan þess.
Skilnaður þeirra kemur því sem
reiðarslag fyrir fjölmarga aðdá-
endur sveitarinnar. Ástæðulaust
er þó að örvænta; Írafár heldur
áfram. ■
KJARTAN RAGNARSSON
Horfir til Borgarness með stórbrotna hug-
mynd í farteskinu.
ÍRAFÁR
Söngvari og trommuleikari slíta sambandi.
Skilnaður
skekur Írafár
Tónlist
ÍRAFÁR
■ Ástæðulaust er að örvænta því ein
vinsælasta hljómsveit Íslands heldur
áfram þrátt fyrir skilnað Birgittu og
Jóhanns Backmann trommuleikara.
FR
ÉT
AB
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ Fyrsti kossinn
„Það var þegar ég hitti fyrstu æskuástina á
leikskólanum tíu ára gamall. Ég gleymi þeim
kossi aldrei,“ segir Jói Fel bakarameistari um
fyrsta kossinn sinn.
Fréttiraf fólki
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A