Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 6
6 20. september 2003 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78.39 -0.56% Sterlingspund 127.43 0.17% Dönsk króna 11.91 -0.43% Evra 88.53 -0.39% Gengisvístala krónu 125,90 -0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 993 Velta 31.215 m ICEX-15 1.826 0,34% Mestu viðskiptin Sjóvá-Almennar hf 9.291.074.502 Íslandsbanki hf. 9.009.298.316 Fjárfestingarfél. Straumur 4.042.096.617 Mesta hækkun Marel hf. 4,10% Síldarvinnslan hf. 3,85% Samherji hf. 2,08% Mesta lækkun Nýherji hf. -3,16% Fiskmarkaður Íslands hf. -2,56% Jarðboranir hf. -1,18% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.613,0 -0,5% Nasdaq* 1.896,5 -0,7% FTSE 4.257,0 -1,3% DAX 3.590,3 -0,6% NK50 1.419,4 0,1% S&P* 1.034,2 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvaða tveir utanríkisráðherrarkomust ekki í minningarathöfn um Önnu Lindh vegna veðurs? 2Hver er helsti forvígismaður Knatt-spyrnuakademíu Íslands? 3Eftir hvern er leikritið Pabbastrákur? Svörin eru á bls. 38 LUNDÚNIR, AP Breski Verkamanna- flokkurinn tapaði þingsæti í tákn- rænum aukakosningum í kjör- dæminu Brent í norðurhluta Lundúna. Sarah Teather, fram- bjóðandi Frjálslyndra demókrata, sigraði frambjóðanda Verka- mannaflokksins með 1.118 at- kvæða mun en frambjóðandi Íhaldsflokksins hlaut lítið fylgi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Verkamannaflokkurinn missir þingsæti í aukakosningum. Þykja úrslitin til marks um dvín- andi vinsældir Tonys Blairs for- sætisráðherra vegna Íraksstríðs- ins. Teather þakkaði sigurinn því að Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra, hefði lagst gegn því að ráðist yrði inn í Írak. Boðað var til aukakosning- anna í kjölfar andláts Pauls Dais- leys, þingmanns Verkamanna- flokksins, sem vann sætið með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða í kosningunum árið 2001. Þó Verkamannaflokkurinn hafi misst Lundúnakjördæmið Brent heldur hann sterkri stöðu sinni í breska þinginu með yfir 400 þingsæti af 659. ■ Grænfriðungar boða aðra heimsókn HVALVEIÐAR „Viðbrögð Íslendinga hafa verið afar jákvæð á öllum þeim stöðum sem við höfum heim- sótt,“ sagði Frode Pleym, talsmað- ur Grænfriðunga, á blaðamanna- fundi, en skip samtakanna er komið aftur til Reykjavíkur eftir hringferð um landið. Í ferðinni var komið við á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði og Horna- firði. „Tæplega sex þúsund manns, félagar í Grænfriðungum, hafa óskað frekari upplýsinga um land- ið, hætti Íslendingar hvalveiðum. Gróft áætlað þýðir það 400-600 milljónir í tekjur fyrir efnahag Ís- lands ef allt þetta fólk heimsækir landið. Tilboð okkar verður áfram á borðinu og við ætlum að snúa hingað aftur í október og kanna hug íslenskra ráðamanna þá. Við erum bjartsýnir á að tilboðinu verði tekið.“ Frode segir ómögulegt að giska á hversu margir hafi komið um borð og kynnti sér sjónarmið Grænfriðunga. „Við gerðum laus- lega könnun á Seyðisfirði og þar komu 200 manns um borð. Okkur telst til að það séu 25% af íbúum Seyðisfjarðar. Móttökurnar hafa alls staðar verið góðar, lítið var um mótmæli en því fleiri lýstu yfir áhuga á að vita meira um störf samtakanna. Á Ísafirði komu móttökurnar þægilega á óvart. Þar áttum við von á mót- mælum vegna þess að samfélagið er hlynnt hvalveiðum en svo kom á daginn að bestu móttökurnar voru þar. Fjöldi fólks kom um borð, við áttum skemmtilegar samræður við fullt af fólki úr ýmsum stéttum, hvalfangara, bæjarstjóra og grunnskólanem- endur. Á Húsavík var okkur einnig tekið mjög vel enda hvala- skoðun stór hluti af bæjarlífinu þar og íbúar eiga mikið undir því að hvalveiðum verði hætt.“ Á blaðamannafundinum var einnig Guðmundur Gestsson, eig- andi hvalaskoðunarbátanna Gests og Hafsúlunnar. Hann var ómyrk- ur í máli gagnvart Hafrannsókna- stofnun og segir hvalveiðibátinn Njörð KÓ hafa ítrekað veitt hrefnu innan þess svæðis sem til- greint er sem hvalaskoðunar- svæði á Faxaflóanum. „Mér finnst skrýtið miðið við hversu umdeild- ar þessar veiðar eru, hvað Haf- rannsóknastofnun virðist vera mikið í mun að veiðar fari fram beint fyrir framan nefið á erlend- um gestum um borð í hvalaskoð- unarbátum.“ albert@frettabladid.is Hjálparstarf aðventista: Söfnun hafin FJÁRSÖFNUN Sérstakt söfnunarátak mun hefjast í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögum um helgina þegar fólk á vegum Hjálparstarfs aðventista mun fara um og safna fé. Fénu sem safnast verður að hluta varið til styrktar íbúum stríðs- hrjáðra svæða heimsins en einnig til Líknarfélagsins Alfa, en það fé- lag veitir einstaklingum og fjöl- skyldum hér á landi aðstoð. Söfnunarátakið er gert í sam- vinnu við ADRA, alþjóða þróunar- og líknarstofnun aðventista, sem veitir þróunaraðstoð án tillits til polítískra skoðana, trúarbragða eða kynþáttar. ■ Fílar í útrýmingarhættu: Heimkynnin horfin SRI LANKA, AP Fílum hefur fækkað verulega í Afríku og Asíu á undan- förnum áratugum vegna eyðingar skóga, veiðiþjófnaðar og stríðs- rekstrar. Á þriðja hundrað nátt- úruverndarsinnar frá Asíu og Afríku mættu á ráðstefnu í Sri Lanka þar sem ræða á leiðir til að sporna við þessari þróun. Samkvæmt gögn- um Sameinuðu þjóð- anna telur fílastofn- inn í Asíu nú aðeins um 16.000 dýr en í upphafi 20. aldar bjuggu hundruð þúsunda fíla í óbyggðum álfunnar. Fílarnir hafa orðið undir í harðri samkeppni við mennina um land- svæði og auðlindir og eru þeir því teknir að leita sér að fæðu í þorp- um og bæjum. ■ STÓR SAMNINGUR Unnið hefur verið að samningi við Luft- hansa í þrjú ár. Air Atlanta: Tugmilljarða samningur ATVINNA Flugfélagið Air Atlanta hefur gert samning við Lufthansa Cargo um kaup á þremur Boeing 747 fraktflugvélum. Samhliða kaupunum var gerður samningur um endurleigu á vélunum til Luft- hansa Cargo. Samningurinn er til þriggja ára með ákvæðum um framlengingu í hálft til tvö ár í viðbót. Andvirði samningsins er tuttugu milljarðar króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Atlanta. Eftir þennan samning verða tuttugu og sjö Boeing flugvélar í eigu og rekstri Air Atlanta. Vélar, ásamt áhöfnum, eru leigðar út til flugfélaga vítt og breytt um heim- inn. Alls starfa nærri eitt þúsund manns hjá Atlanta og eru starfs- mennirnir frá þrjátíu og fjörum þjóðlöndum en flestir þeirra eru ráðnir gegnum starfsmannaleig- ur. Á heimasíðu Atlanta segir að félagið sé nú stærsta félag sinnar tegundar í heiminum. Hafþór Hafsteinsson, for- stjóri Atlanta, segir að samning- urinn sé stór áfangi fyrir félagið. „Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir félagið og styrkir stoðir þess. Þetta er samningur sem gefur vel af sér og hér er um mjög traustan viðskiptavin að ræða,“ segir Hafþór. ■ Talsmenn Grænfriðunga eru afar ánægðir með viðtökur Íslendinga við komu sinni hingað. Þeir hyggjast snúa aftur í október og kanna þá viðbrögð ráðamanna við tilboði samtakanna. RAINBOW WARRIOR Heimsókn Grænfriðunga fer brátt að ljúka. Héðan heldur skipið í langferð til Indlandshafs. Verkamannaflokkurinn tapar þingsæti í kosningum: Áfall fyrir Tony Blair SIGURINN Í HÖFN Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, fagnar sigrinum ásamt Sarah Teather, nýkjörnum þingmanni flokksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Impregilo: Kaupir íslenskt launakerfi VIÐSKIPTI „Ég hef ekkert nema gott eitt um Ítalina að segja. Samingar tóku nokkrar vikur, þeir eru ná- kvæmir og harðir í viðskiptum en sanngjarnir og og þetta gekk mjög vel,“ segir Bergur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Ax. Ítalska stórfyrirtækið Impreg- ilo undirritaði nýlega samning við Ax hugbúnaðarhús um uppsetn- ingu launakerfis fyrir alla starf- semi fyrirtækisins við Kára- hnjúka. Kerfið verður gangsett um næstu mánaðamót. Samningurinn skiptir tugum milljóna á verktím- anum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins greiðir Impregilo Ax 30 milljónir fyrir kerfið. Bergur segir þetta ákaflega viðamikið verkefni en kerfinu er ætlað að halda utan um launamál, viðveru og réttindi starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu sem eru vel á annað þúsund meðan á verktíman- um stendur. „Við notumst við Microsoft Axapta launakerfi sem hefur reynst ákaflega vel, er sveigjanlegt og auðvelt að laga að mismunandi tungumálum og að- stæðum.“ Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Impregilo notar annað kerfi en sitt eigið á erlendri grundu. „Ástæða þess er að á Íslandi eru gerðar meiri kröfur og vinnum- hverfið er flóknara en á nokkrum öðrum stað sem Impregilo hefur starfað á.“ ■ HEIMASÍÐA AX Framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs segir fulltrúa Impregilo harða í samningum en sanngjarna. SVANGUR FÍLL Fílarnir eru farnir að leita sér að fæðu í sorphaugum nærri manna- byggð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.