Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 16
16 20. september 2003 LAUGARDAGUR Ég vona að barátta mín muniverða til þess að við vinnum fleiri rimmur af þessu tagi,“ seg- ir Róger Calero, sem vann í vor sigur í máli sínu gegn bandarísk- um stjórnvöldum sem reyndu að vísa honum úr landi. Calero er fæddur í Nikaragúa en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Banda- ríkjanna þegar hann var fimmtán ára. Hann er aðstoðarritstjóri tímaritsins Perspectiva Mundial og blaðamaður á fréttablaðinu The Militant, sem gefin eru út í New York. „Mál mitt er síður en svo eins- dæmi og þúsundir innflytjenda eru í minni stöðu. Árið 2001 var til dæmis 171.000 innflytjanda vísað úr landi á svipuðum for- sendum.“ Calero hafði búið í Bandaríkjunum í rúman áratug þegar hann stóð skyndilega frammi fyrir því að það átti að vísa honum úr landi. „Það átti að svipta mig landvistarleyfi vegna þess að ég hafði verið handtekinn fyrir að reyna að selja óeinkenn- isklæddum lögreglumanni marí- júana þegar ég var unglingur. Ég benti á að það hefði áður verið tekið tillit til þessa en allt kom fyrir ekki. Yfirvöld studdust við lög frá árinu 1996 sem gera út- lendingaeftirlitinu kleift að vísa öllum innflytjendum sem hafa gert sig seka um smávægileg af- brot úr landi. Þetta var byrjað í stjórnartíð Clintons en hefur aukist eftir að George W. Bush tók við völdum og krafan um þjóðaröryggi harðnaði í kjölfar árásanna 11. september.“ Þrengt að verkafólki Calero segir að þó sigur hafi unnist í máli sínu sé hann ekkert endilega öruggur. „Ég er eins ör- uggur og ég get verið en sigurinn er mikilvægur og þeir vita það núna að við getum barist og mun- um gera það aftur.“ Calero vann við kjötpökkun áður en hann byrj- aði í blaðamennskunni og þekkir því kjör og aðstæður innflutts verkafólks af eigin raun. „Stjórn- völd úti um allan heim eru kerfis- bundið að bregðast við versnandi efnahag með því að þrengja að verkafólki. Við sjáum það meira að segja gerast hérna á Íslandi,“ segir Calero og nefnir sem dæmi mál sem hafa komið upp hjá er- lendum starfsmönnum við Kára- hnjúka. Calero leggur áherslu á að verkafólk úti um allan heim standi saman í baráttunni fyrir réttlæti og bættum kjörum en hann naut sjálfur dyggs stuðn- ings mannréttindasamtaka og verkalýðsfélaga úti um allan heim. „Stuðningurinn var áber- andi mestur í spænskumælandi samfélögum þó Efling, hérna á Íslandi, og mörg önnur félög hafi einnig stutt við bakið á mér.“ Cal- ero lagði land undir fót eftir að hann hafði sigur fyrir dómstólum og byrjaði á því að ferðast um Bandaríkin til þess að þakka fyr- ir stuðninginn, segja sögu sína og hvetja innflytjendur til dáða. Hann hefur síðan ferðast til þeirra landa sem hann fékk stuðning frá. Ísland var síðasti viðkomustaður hans en hann dvaldi hérna dagana 12.-15. sept- ember, hélt fund í Alþjóðahúsinu og hitti fulltrúa þeirra samtaka sem komu að baráttunni. „Ég notaði svo líka tækifærið til þess að kynnast aðstæðum verkamanna hérna, bæði í fisk- vinnslu og við virkjunina, og hef því nóg til þess að skrifa um og segja frá þegar ég kem heim.“ thorarinn@frettabladid.is Jú, það er rétt. Norskir sjónvarps-menn hafa komið að máli við okkur og falast eftir efni hjá okkur með það fyrir sjónum að nota það í gamanþáttaseríu sem á að fram- leiða fyrir norska sjónvarpið,“ seg- ir kaffibrúsakarlinn Júlíus Brjáns- son í samtali við Fréttablaðið. Það lítur því allt út fyrir að Kaffibrúsa- karlarnir séu næstir í röð þeirra ís- lensku listamanna sem munu gera garðinn frægan í útlöndum. Og það í Noregi. Skemmta úti um allt Líkt og menn muna héldu Júlíus Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson 30 ára afmæli Kaffibrúsakarlanna hátíðlegt með sýningu. Viðtökurn- ar létu ekki á sér standa. „Við tókum ákvörðun og létum slag standa. Það þýðir ekkert að vera með neina hálfvelgju og síðan þá höfum við verið að skemmta úti um allt. Þetta er bara eins og fyrir þrjátíu árum. Við erum á fullri ferð og enn virðist mórall fyrir kaffibrúsakarla- húmor.“ Kaffibrúsakarlarnir koma fram við ýmis tækifæri, eru á árs- hátíðum og þorrablótum. „Við þykjum ágætir í slíkum sam- kvæmum og þar njótum við okkar best. Greinilegt að jafnvel þó fólk hafi ekki verið fætt fyrir þrjátíu árum, þegar Kaffibrúsakarlarnir urðu til, þá tekst okkur að kalla fram brosviprur og jafnvel skelli- hlátur. Það virðist sem sagt enn vera mórall fyrir þessum húmor og nú erum við orðnir nýjasta útfluttn- ingsvaran.“ Blendnar tilfinningar Júlíus segir samningaviðræður við hina norsku sjónvarpsmenn á viðkvæmu stigi og ekki sé enn tímabært að gefa upp hverjir þetta séu. „Hver og einn getur vitaskuld komið til okkar og keypt af okkur efni. Nojurun- um um- r æ d d u þótti eitthvert atriði sniðugt sem þeir heyrðu á diski sem Kaffibrúsa- karlarnir gáfu út fyrir ári með nýju efni, fannst góð uppbygging í atrið- inu og vilja nú fá að nota það. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá eru þetta blendnar tilfinningar. Við höfum aldrei verið sérlegir aðdá- endur norsks húmors – Fleksnes er ekki alveg málið. Og í heild Skand- inavía hefur einhvern veginn aldrei verið okkar tebolli. Við höfum frek- ar horft til Englands og útlitslega erum við amerískir. Fyrirmyndirn- ar að útliti Kaffibrúsakarlanna er að finna í Mad blöðunum. Svo erum við náttúrlega rammíslenskir. En, ókei, Noregur – fyrst Bandaríkja- menn sjá ekki snilldina.“ Júlíus segir aldrei að vita hvað kunni að fylgja í kjöl- far þessa óvænta tæki- færis sem sé vissulega ákveðinn viðurkenning. „Við erum sem sagt til- búnir þegar kallið kemur frá Noregi. Það skyldi þó aldrei fara svo að við ætt- um eftir að meika það í Noregi!“ jakob@frettabladid.is Foreldrar mínir voru barasvona frumlegir,“ segir Sigyn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri aðspurð hvers vegna hún heitir það sem hún heitir. Nafnið er komið úr norrænni goðafræði en Sigyn var – og er fyrir þá sem á það trúa – kona Loka. Hún hélt skál yfir andliti manns síns þegar hann hafði ver- ið bundinn til að aftra því að eitur úr snáki sem yfir honum hékk færi í Loka. Þegar hún þurfti að tæma skálina fór eitur í andlit Loka, sem þá hristist svo mikið að jörðin skalf. „Einhvers staðar las ég að merking nafnsins sé trygglyndi en þori ekki að sverja fyrir það. Kannski er það bara eitthvað sem tengist þessari sögu,“ segir Sigyn. Loki var ekki af ætt ása en bjó samt í Valhöll og var stöðugt að koma ásum í vandræði með uppá- tækjum sínum. Sumir hafa jafn- vel viljað líkja honum við Lúsifer í kristnum fræðum. Sigyn segir hugsanlegt að hún heillist af slæmum strákum en hún á fjögur börn – kannski að það segi sína sögu. En svo segir Sigyn það tæp- lega standast nánari skoðun því maður hennar, Friðrik Dagur Arn- arson kennari, er síður en svo Lokalegur. Sigyn segist eiga þó nokkuð margar nöfnur. „Ég man að þegar ég var að vinna hjá Húsnæðis- stofnun á árunum 1981 til 1982 fór ég í Þjóðskrá og komst að því að við vorum sex. Nú hefur fjölgað mikið í þeim hópi.“ Sigyn segir að sér hafi verið strítt endalaust í barnaskóla á nafni sínu, ýmist kölluð sigin grá- sleppa eða sigin ýsa. Þó er hvorki framburðurinn né rithátturinn eins. „Íslendingar hafa margir hverjir tilhneigingu til að leið- rétta mig þegar ég segi nafn mitt. Það er frekar að útlendingar nái þessu,“ segir Sigyn. Henni þykir vænt um nafnið þó fáir virðist kunna að bera það fram. Og for- eldrar hennar hafa greinilega ver- ið hrifnir af þessum stöfum því Sigyn á yngri systur sem heitir Signý, sem Sigyn heldur að sé yngri mynd nafns síns. ■ RÓGER CALERO Ásamt Arnari Sigurðssyni og Ólöfu Öndru Proppé, sem voru honum til halds og trausts á Íslandi. Calero varðist brottvísunarkröfu banda- rískra yfirvalda og hafði sigur fyrir dómstólum. Hann segir stjórnvöld úti um allan heim kerfisbundið koma byrðum minnkandi hagvaxtar yfir á verkafólk og hvetur verkamenn allra landa til að sameinast og snúa vörn í sókn. Blaðamaðurinn Róger Calero berst fyrir auknum réttindum innflytjenda og verkafólks. Sjálfur átti hann yfir höfði sér að vera rekinn frá Bandaríkjunum eftir áralanga búsetu. Hann fékk kröfunni hnekkt með hjálp mannréttindasamtaka og verkalýðsfélaga og segir mikilvægt að þessir aðilar standi þétt saman gegn ranglætinu. Samstaða gegn ranglæti Júlíus Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson standa í samningaviðræðum við norska sjónvarpsmenn sem vilja fá afnot af gamanefni úr þeirra fórum. Svo gæti farið að Kaffibrúsakarlarnir verði næstir íslenskra listamanna til að „meika“ það í útlandinu. Kaffibrúsakarlarnir til Noregs KAFFIBRÚSAKARLARNIR HÖFÐA TIL NOJARA Blendnar tilfinningar, segir Júlíus Brjánsson, því norskur húmor hefur aldrei verið í hávegum hjá þeim, en... „Við erum tilbúnir þegar kallið kemur.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SIGYN EIRÍKSDÓTTIR Íslendingar sumir hverjir hafa tilhneigingu til að leiðrétta hana þegar hún segir nafn sitt en hún bjó við það í barnaskóla að vera ýmist kölluð sigin ýsa eða sigin grá- sleppa. Eiginmaðurinn ekki Lokalegur ■ NAFNIÐ MITT Sigurinn er mikil- vægur og þeir vita það núna að við getum barist og munum gera það aftur. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.