Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 10
Umbrotin innan viðskiptalífs-ins síðustu daga er löngu tímabært uppgjör við helminga- skipti og blokkamyndun í íslensku atvinnulífi. Helmingaskiptin áttu sögulegar rætur í pólitísku sam- komulagi um afurðarsölukerfi til sjávar og sveita. Þau styrktust í gegnum erlenda efnahagsaðstoð Marshall-tímans og haftakerfi eftirstríðsáranna. Allt var pólitík. Vinnumarkað- ur og verkalýðshreyfing skiptist upp eftir flokkspólitískum línum allt fram á síðustu ár. Þar og í bönkum lifði hið gamla skipulag hvað lengst. Viðreisnarstjórnin afnám höft en viðhélt valdajafn- vægi í aðgangi að lánsfé og gjald- eyri. Opnun fjármálamarkaða með EES var aðeins hálfur sigur. Löngu tímabær sala ríkisbank- anna var vonandi rothöggið. Björgólfur Guðmundsson aðal- eigandi Landsbankans gekk fram fyrir skjöldu með yfirlýsingu um að allt of stór hluti fjárfestinga á Íslandi þjónaði þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. Undir þetta geta allir stuðningsmenn heilbrigðs við- skiptaumhverfis tekið. Uppræta þarf leifarnar af helmingaskipta- hugarfarinu. Af sömu ástæðum er stuðning- ur við atburði síðustu daga ekki skilyrðislaus. Löngu er tímabært að losa um flókin eignatengsl og valdabandalög. Kannski var sala ríkisbankanna og virk þátttaka þeirra í þessum umskiptum fljót- legasta leiðin til að knýja það fram. Viðkæmt trúnaðarsamband Viðskiptabankarnir geta hins vegar ekki jafnframt verið stærstu fyrirtækjaeigendur landsins. Óeðlilegt er að bankar beiti sér í samkeppni við við- skiptamenn sína. Í því breytir engu þótt þeir séu í einkaeign og hafi ekki bein tengsl við stjórn- málaflokka. Bankar búa jafnframt yfir trúnaðarupplýsingum. Einstak- lingar og fyrirtæki verða að geta treyst því að með þær sé farið af ítrustu varkárni. Það getur ekki talist hluti af eðlilegu starfsum- hverfi fyrirtækja að þau eigi yfir höfði sér að viðskiptabanki þeirra nýti slíkar upplýsingar til upp- kaupa, sameiningar eða yfirtöku á rekstri. Síðast en ekki síst verður að vera ljóst að bönkum sé ekki beitt í þágu afmarkaðs hóps eig- enda. Gildir þá einu hvort um er að ræða fjárfestingar gegnum gilda sjóði eða aðgang að trúnað- arupplýsingum um fyrirtæki og fjárfestingakosti. Bankar eru al- menningshlutafélög með við- kvæmt trúnaðarsamband við við- skiptavini sína. Forvarsmenn banka verða því að gera skýr skil milli persónulegra fjárfestinga og fjárfestinga viðkomandi banka. Uppstokkun undanfarinna daga er því aðeins hálf sagan ef hún á að enda vel. Löggjafinn hlýtur að taka til skoðunar hvort núgildandi lög nái utan um hið nýja umhverfi í bankarekstri og tryggi eðlilegt eftirlit með því. Viðskiptabankarnir verða að losa um hin nýju eigna- og hagsmuna- tengsl eins fljótt og nokkur kost- ur er. Fyrr verður starfsum- hverfi annarra fyrirtækja ekki eðlilegt. Fyrr er ekki hægt að byggja upp heilbrigðan hluta- bréfamarkað. Ef hér við situr hafa aðeins nýjar valdablokkir leyst hinar eldri af hólmi. ■ Helgina 13. og 14. septemberkom það fram í fréttum að íbú- um við Garðastræti stendur mikil ógn af Kínverjum sem safnast sam- an á lóðinni við Garðastræti 41 og skjóta þaðan tennisboltum með allt að tvö hundruð kílómetra hraða að vegfarendum. Ísraelsmenn kynna nýja hugmynd til að stuðla að var- anlegum friði í Miðausturlöndum. Hugmyndin felst í því að gera Jassír Arafat landrækan, setja hann í fangelsi eða drepa hann. Mánudaginn 15. september kem- ur í ljós að Svíar hafa hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja niður krónuna sína og taka upp evru í staðinn. Í ljós hefur komið að við Kárahnjúkavirkjun starfa mörg hundruð „sérfræðingar“ frá Rúm- eníu og Tyrklandi á mun lægri laun- um en tíðkast hefur að greiða „sér- fræðingum“ á Íslandi til þessa. Þriðjudag 16. september komast í hámæli deilur Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu. Skeiðamenn og Gnúpverjar geta sætt sig við lón í 566 metra hæð, en Landsvirkun vill 568 metra. Er fyr- irhugaður fundur með deiluaðilum eftir að heimamenn hafa lokið við að smala fé sínu af grösugum af- réttarlöndum. Miðvikudagur 17. september. Enn er deilt um kaup og kjör við Kárahnjúka. Rúmenskur sérfræð- ingur var látinn fjúka fyrir þá þver- móðsku að neita að undirrita yfir- lýsingu um að hann hefði 265 þús- und krónur í kaup á mánuði. Samtök atvinnulífsins vaxa mjög í áliti með drengilegum stuðningi við hið grandvara ítalska verktakafyrir- tæki Impregilo sem við erfiðar að- stæður á hálendinu er að reyna að byggja ódýra rafstöð handa ís- lensku þjóðinni. Fimmtudag 18. september gleypir Landsbankinn Eimskip en Íslandsbanki svelgir í sig Sjóvá- Almennar. Einkabankarnir þrír mynda nú heilaga þrenningu sem um hver mánaðamót skiptir bróð- urlega með sér launum lands- manna í kristilegum anda. Kaup- höll Íslands verður á næstunni breytt í tómstundahús, því að óþarfi er að reka hlutabréfamark- að í landi þar sem aðeins eru þrjú fyrirtæki. Hefur efnahagslíf landsins ekki verið jafnþægilega einfalt síðan á dögum Einokunar- verslunarinnar. Sama dag var framið enn eitt bankaránið. Að þessu sinni í útibúa Íslandsbanka í Lóuhólum. Er viðbúið að bankaránum fjölgi enn til muna á næstunni því að íslenskum ræn- ingjum er loksins orðið ljóst að hvergi annars staðar eru til pen- ingar. Föstudag 19. september er sagt frá því í fréttum að Ingibjörg Sól- rún þankatankur og framtíðarfor- mannsefni Samfylkingarinnar telji að í rauninni sé London ekk- ert afskekktari en Akureyri. ■ 10 20. september 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fyrir aðeins fáeinum misser-um var haft á orði að upp væri runnin ný tíð í viðskiptalífi á Íslandi. Hér væri loks kominn á laggirnar efni- legur hlutabréfa- markaður sem stæði undir nafni og félög kepptust um að skrá sig þar til að fá aukinn að- gang að fjár- magni, ekki síst frá almenningi, sem nú fyrst sæi sér hag í því að leggja sparifé sitt í fyrirtæki og at- vinnulíf. Niður- staðan yrði dreifð eignaraðild, stór hópur smárra en vel upplýstra hluthafa í félögunum, öflugri og þróttmeiri rekstur, heilbrigðara umhverfi þar sem arðsemi fyrir alla hluthafa yrði höfð að leiðar- ljósi en ekki þröngir hagsmunir hinna fáu og stóru, hagkvæmni og framleiðni fyrirtækja yrðu markmiðið en ekki valdapólitík örfárra stórra hagsmunablokka. Hallelúja! Með í kaupunum átti svo að fylgja betra aðhald fyrir stjórn- endur, ný sóknarfæri, hallelúja: markaðskerfið í sinni fegurstu mynd. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa til dæmis gegnum tíðina talið sér sérstaklega til tekna að hafa skapað skilyrði fyrir hinum nýja hlutabréfamarkaði. En nú er öldin önnur. Um alllangt skeið hafa nefni- lega svo sem engar fréttir borist úr íslensku viðskiptalífi aðrar en þær sem snúast um vílingar og dílingar örfárra stórkalla. Og náðu hámarki með næturfundin- um í Landsbankanum. Sá fundur var örugglega fínt plott og ef- laust gaman hjá Bjarna og Björgólfi að spila sitt matador með Eimskip, Burðarás, Sjóvá- Almennar, Straum og hvað þetta heitir allt saman. Og líka virki- legt fjör fyrir bissnisssérfræð- inga fjölmiðlanna að fylgjast með þessu öllu saman og spá í framhaldið. En um leið er ljóst að lands- lagið á hinum unga íslenska hlutabréfamarkaði hefur ekki breyst svo ýkja mikið, þrátt fyr- ir allt. Viðskiptablokkirnar sem áður réðu öllu eru kannski falln- ar og einhverjir blokkarbúar horfnir á braut en í staðinn eru bara að því er virðist komnar aðrar blokkir. Og almenningur og hans fátæklega hlutabréfa- eign kemur málinu hreint ekki við. Freistingar Björgólfur Guðmundsson, leiðtogi í annarri hinna nýju blokka, hefur gagnrýnt fjárfest- ingar gömlu blokkanna sem hafi oftar verið liður í valdabaráttu en raunverulegur bissniss. Það verður því vitaskuld fylgst vandlega með því hvort hann stenst allar freistingar um að byggja sér valdablokk. Þær freistingar eru raun- verulegar, það þóttist ég lesa út úr viðtali við viðsemjanda Björgólfs á næturfundinum góða sem birtist í Mogganum. Nú hef ég að vísu ekkert vit á hinum fínni blæbrigðum hluta- bréfamarkaðarins. Það má líka ljúga að mér ýmsu um fyrir- tækjarekstur og þegar mér verður boðið að taka að mér stjórn á banka eða tryggingafé- lagi eða skipafélagi, þá er ég hræddur um að ég verði að biðj- ast undan þeirri ábyrgð. En ég hjó þó eftir einu sem Bjarni Ár- mannsson forstjóri Íslands- banka sagði í Mogganum í gær. Hann var að tala um kaup bank- ans á Sjóvá-Almennum en part- ur af öllu plottinu undanfarna daga var að Íslandsbanki eign- aðist stærstan hluta Sjóvár og stefnir ótrauður að því að eign- ast tryggingafélagið allt. Því eins og Bjarni sagði orðrétt: „[T]eljum við að 100% eignar- hald sé lykilatriði í því að allir séu að ganga í takt.“ Að búa í blokk Af hverju er það lykilatriði? Nú er eflaust rétt að æskilegt sé að fyrirtæki sem vinni saman gangi í takt. En að 100% eignar- aðild sé endilega nauðsynleg til að fyrirtæki gangi í takt, er það ekki vantraust á markaðskerf- ið? Hið lifandi þróttmikla mark- aðskerfi sem okkur var talin trú um að væri að verða hér til? Ef hagur fyrirtækjanna væri að ná- inni samvinnu, hlytu þau þó ekki – skv. kenningunni – að ganga samstíga, ef ekki alveg í takt, af sjálfu sér? Bjarni Ármannsson var á sín- um tíma einn af helstu hold- gervingum hins „nýja“ við- skiptalífs á Íslandi. Kornungur, eldklár, með allt á hreinu og nýtt lífsviðhorf íslenskra viðskipta- forkólfa. Er það minn misskilningur að það hugarfar sem kom fram hjá Bjarna með yfirlýsingunni um nauðsyn á 100% eignarhaldi sé ekki hugarfar framsækins markaðsmanns, heldur blokkar- búa? ■ Össur og Þjóðkirkjan Árni Árnason vélstjóri skrifar: Ég fagna því að jafn áberandistjórnmálamaður og Össur Skarphéðinsson skuli taka að- skilnað ríkis og kirkju upp á sína arma, en set engu að síður fyrirvara við þær forsendur sem hann gefur sér fyrir að- s k i l n a ð i n u m . Össur leggur til grundvallar til- tölulega nýorðn- ar breytingar á samfélaginu, og þá mest vegna tilkomu innflytjenda frá öðrum menningarsvæðum. Hann telur brýnt að íslenskt þjóðfélag aðlagi sig þessu fólki, og að réttur þess til jafnræðis í trúmálum sé tryggður. Þarna slær Össur vindhögg af verra tagi, og furðulegt er að jafnreyndur stjórnmálamaður og hann er skuli ætla sér að vinna málstað fylgi með svo klaufalegri framsetningu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er prinsippmál, og tengist ekki á neinn hátt því ágæta fólki sem hingað hefur flust frá öðrum menningarsvæð- um. Ákvörðunin um samtvinnun ríkis og kirkju var alltaf röng, al- veg frá byrjun, þó að tíðarandinn hafi meðtekið hana stórátölulaust þegar stjórnarskráin var samin. Ef baráttan fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á að fara fram á for- sendum afmarkaðra þjóðfélags- hópa er klárt að aldrei næst sam- staða um þetta réttlætismál. ■ ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um íslenskt viðskiptalíf. Allir gangi í takt ■ Bréf til blaðsins ■ Aðsendar greinar LANDSBANKINN Viðskiptabankarnir verða að losa um hin nýju eigna- og hagsmunatengsl eins fljótt og nokkur kostur er. Annars hafa aðeins nýjar valdablokkir leyst hinar eldri af hólmi. Heilög þrenning og þankatankur ■ Viðskiptablokk- irnar sem áður réðu öllu eru kannski fallnar og einhverjir blokkarbúar horfnir á braut en í staðinn eru bara að því er virðist komnar aðrar blokkir. Og almenning- ur og hans fá- tæklega hluta- bréfaeign kem- ur málinu hreint ekki við. Fréttablaðið tekur við aðsend-um greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 3.000 til 3.500 slög með bilum í word count. Senda skal greinarnar á netfangið kol- brun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ hraðspólar fréttir vikunnar. Um daginnog veginn Karlinn í brúnni Einn úr átakshópi öryrkja skrifar: Nú þegar skipt verður um karl-inn í brúnni hef ég hugleitt hvort bjartari tímar verði fram undan hjá öryrkjum og ellilífeyr- isþegum. Við skipstjórn tekur maður sem kenndi sig við félags- hyggju, en kannski er það liðin tíð? Kannski verða aldraðir og ör- yrkjar fyrir vonbrigðum? Núver- andi heilbrigðisráðherra ætti að verða næsti karl í brúnni. Hann er í það minnsta sá eini eftir í Fram- sóknarflokknum sem hefur að leiðarljósi félagshyggju. Formað- urinn er orðinn allt of staðnaður í miðjunni. Ef Framsóknarflokkur- inn ætlar að endurheimta sín gömlu gildi verður hann að kom- ast í takt við fólkið í landinu. Ekki bara fáa útvalda. ■ DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um um- brot í viðskipta- lífi. Skoðundagsins Hálfnað er verk þá hafið er

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.