Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 14
14 20. september 2003 LAUGARDAGUR Já, þessi mikla ferð... Tilefnið?Hingað kom samgönguráð- herra Mongóla fyrir þremur árum. Ég hélt sendinefndinni boð með nokkrum Íslendingum og þeir buðu mér út. Þeir ítrekuðu það árlega en ég kom því ekki við að þekkjast boðið. Svo gerist það að Sameinuðu þjóðirnar voru með ráðstefnu í Mongólíu um endur- reist lýðræðisríki. Ferð mín var því tvíþætt: Ég fór fyrir sendi- nefndinni íslensku á ráðstefnuna og ákvað ég að þekkjast hið ítrek- aða boð í leiðinni,“ segir Guðni Ágústsson landbúnararráðherra, sem nýverið kom heim frá hinu framandi landi Mongólíu eftir mikla ævintýraferð. Mongólar vilja samstarf við Ís- lendinga, að við látum þekkingu af hendi rakna í ákveðnum málefn- um landbúnaðarins, ekki síst varð- andi það sem snýr að landgræðslu, eyðingu lands, uppblæstri, jarð- rækt og síðan búfjárrækt, sem og nýtingu vatna og veiðiáa. „Mjög vannýtt auðlind,“ segir Guðni. „En ég sem sagt skrifaði undir sam- starfsyfirlýsingu ásamt mong- ólska landbúnaðarráðherranum.“ Með Guðna og konu hans, Mar- gréti Hauksdóttur, í för voru Þor- steinn Tómasson, framkvæmda- stjóri RALA, og Sigurður Guðjóns- son, forstjóri Veiðimálastofnunar, auk Eiðs Guðnasonar, sendiherra í Kína og þar með Mongólíu, og Ragnars Fransis Munasinghe, ræðismanns Mongólíu. Dásamleg nótt í hirðingja- tjaldi „Þetta er mjög framandi land. Maður kemur til þjóðar sem telur um 2,4 milljónir manna sem eru að losna undan helsi kommúnism- ans. Þetta land hefur nánast verið lagt í rúst af mannavöldum. Þetta er þjóð sem er að vakna og veit að hún á mikla möguleika og getur mikið. En óskaplega fátæk..“ Fréttablaðið fékk Guðna landbún- aðarráðherra til að segja undan og ofan af ævintýrum sínum í Mongólíu. „Auðvitað hafði það mikil áhrif á mig að sjá alla þessa fátækt. Maður finnur það vel í Ulan Bator, höfuðborg landsins, sem er mjög skítug. En fólkið lítur vel út og er duglegt,“ segir Guðni, sem reynd- ar sér ýmsa möguleika fyrir land og þjóð með nýrri kynslóð að stór- bæta sín lífskjör og nýta landið með öðrum hætti. „Landið liggur fjarri hafi en ég held að þetta land geti með lýðræðisstjórn og sam- starfi við Sameinuðu þjóðirnar bjargað sínum efnahag á næstu áratugum. Þeir eiga auðlindir; kol, málma í jörðu og jarðhita og þar getum við komið að málum með þekkingu okkar.“ En mesta ævintýrið sem sneri að landbúnaðarráherra var ferða- lagið um landið. „Við fórum lang- an veg strax á fyrsta degi til Karakorum, hinar gömlu höfuð- borgar landsins frá dögum Djeng- is Khan. Þar gistum við Margrét í hirðingjatjaldi. Þegar við komum að Karakorum klukkan tvö um nótt fengum við að borða og svo beint inn í hirðingjatjaldið þar sem voru uppbúin rúm. Þarna var kamína sem þeir brenndu í tré, funhiti, og þarna sváfum við þessa nótt eins og englar. Þetta er einhver ullarvoð sem þolir veður og vind. Við sváfum mjög vel, eins og englar, og undir morgun kom inn í tjaldið fulltrúi þeirra, konan sem kyndir ofninn minn, og bætti í kamínuna þannig að við vöknuð- um í hita.“ Hirðingjar á faraldsfæti Guðni ferðaðist um verstu vegi sem hann hefur farið um í lífinu. „Að vísu lagðir slitlagi, en verk- þekking hefur ekki verið nein þegar þeir voru lagðir. Undir- bygging er engin. Miklu verri en hér. Allir íslenskir vegir eru góðir vegir í þessum samanburði. Þarna sá maður ýmislegt merkilegt en það sem stendur upp úr í mínum huga er mörg þúsund ára lifnaðar- hættir sem enn eru við lýði. Að 185 þúsund fjölskyldur í þessu framandi landi skuli enn lifa á hirðingjabúskap og í tjöldum, taka upp tjaldhæla sína fjórum sinnum á ári til að skipta um bú- setu eftir beitinni og árstíðinni og hreyfa sig um set í landinu, reika um landið árið um kring... það er með ólíkindum. Hinir mongólsku hirðingjar halda búfé, nautgripi, geitur, úlfalda og fleira. Þetta er auðvitað vanþróað, engin tún og enginn heyskapur. Hirðingjalíf. Þarna eru gríðarlega harðir vetur með miklum frostum, 30 til 40 stiga, en á sumrin fer hitinn upp í 30 stig. Þarna eru miklar veður- farslegar sveiflur.“ Kaplamjólkin mögnuð Guðni og föruneyti komu til hirðingjafjölskyldu, miðaldra hjóna sem áttu fjögur börn. Þau höfðust við í afskekktum dal með hjörð sína. „Þau tóku okkur af- skaplega vel. Í tjaldinu var aleiga þeirra. Allt mjög snyrtilegt og formfast. Þau buðu gesti sína vel- komna og ég sá fljótlega að þar var mjólk á hlóðum. Þau gáfu okk- ur það besta og eina sem þau áttu. Og það var þá merarmjólk eða kaplamjólk sem við Íslendingar könnumst nú við. Svo var kanna látin ganga hringinn. Mongólarnir teyguðu þennan drykk stórum. Mér þótti nú mjólkin súr og fór varlega í hana. Alltaf var bætt í meiri mjólk eftir því hvað hver teygaði. Ég fór að spyrja Mongól- ana hvernig þeir nærðust. Yfir vetrarmánuðina borða þeir gríð- arlega mikið af kjötinu sem er alla vega. En yfir sumarmánuðina lifa þeir eingöngu á kaplamjólk. Mér þótti það nú fábrotin fæða. En þeir sögðu að þegar þeir vinni mikið þurfi þeir lítið að borða og hreinsi líkamann með þessu móti. Kaplamjólk er mögnuð, öðruvísi samansett og öll önnur mjólk. Hún er próteinsnauðari og orku- ríkari en önnur mjólk. Það er meiri sykur í henni. Þetta er dúnd- ur. Ég lét mér detta í hug, þar sem við erum með mikla framleiðslu, til dæmis lyfjaframleiðslu, úr merarblóði og merarhlandi, að við ættum vannýtta heilsulind sem er merarmjólkin.“ Guðna þótti merkilegt að 14 ára sonur þeirra hjóna, yngsta barnið, kom inn í taldið og var þá búinn að taka þá ákvörðun að verða hirðingjabóndi. „Það gladdi foreldrana. Hann kaus það líf en hin þrjú systkini hans fóru í skóla. Þetta þótti mér merkilegt. Landið er rýrt, mikið af belg- og laukjurt- um. Þarna er ekki svörður eins og hér og við sjáum það af myndum að þegar þeir fara um á sínum miklu hlaupahestum er jóreykur í loftinu. Opinn svörður og landið ber ekki bústofninn né þá beit sem honum fylgir.“ Á hest í mongólsku stóði Hinum erlendu gestum var boðið upp á annað og meira en kaplamjólkina eina. „Það sem við fengum að borða var auðvitað bara feitt lambakjöt á diskinn minn og kartöflur og rófur. Þau voru þeim mun glaðari sem lambakjötið var feitara. Mér þótti nú nóg um. Það voru kjötsúpur sem þeir gáfu okkur sem sína bestu hátíð. Mér þótti að vísu merkilegt hvernig þeir matreiddu margt af þessu. Við fundum til dæmis sviðalykt af kjötinu og þegar þeir vilja gera gestum vel eru þeir með sérstaka steina sem þeir leggja yfir lag af kjöti, svo annað lag, og annað, binda svo vel fyrir og bera gæruna yfir eld. Ágætt kjöt svosem.“ Eins og kunnugt er hefur Guðni mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Lengi hefur leikið grunur á að íslenski hesturinn eigi uppruna sinn í Mongólíu sem og reyndar bústofn, þar eru sömu mörk notuð á sauðfé og á Íslandi. „Hesturinn þeirra er á stærð við okkur og þar kannast þeir við ganginn tölt. Þeir eru ánægðir með sinn hest sem greinilega er mikill hlaupahestur. En ég verð auðvitað að viðurkenna, og sann- færðist um það enn frekar, að ís- lenski hesturinn einn er hestur guðanna. Hann er miklu fallegri í reið og er meiri hestur undir manni.“ Guðni segir Mongóla mikið með hesta og að þeir séu reið- menn góðir. „Hirðingjahöfðinginn hélt yfir mér ræðu. Þeir höfðu frétt að ég hefði mikinn áhuga á hestum, og vildu gera mér sem mestan heiður. Þeir gáfu mér því hest, hann Skjóna, og þetta er það besta sem þeir gera vinum sínum. Ég þakkaði náttúrlega bóndanum fyrir og bað hann um að varðveita Skjóna í stóði sínu áfram. Þennan hest á ég í Mongólíu og verð sjálf- sagt að telja hann fram til skatts. Ég hafði nú ekki hug á að taka hann með heim enda bannað lög- um samkvæmt.“ jakob@frettabladid.is Landbúnaðarráðherra Íslands fór nýverið í opinbera heimsókn til Mongólíu. Þetta reyndist mikil ævintýraför, líkt og að hverfa árþúsundir aftur í tímann. Guðni Ágústsson kynntist lifnaðarháttum hirðingja og var gefinn hestur af hirðingjahöfðingja, sem þykir mikill heiður. Guðni í Mongólíu GUÐNA Á MÓNGÓLSKUM GÆÐINGI Mongólar eru mikilir reiðmenn og þykja hestar þeirra svipa til hinna íslensku. Guðna þótti hnakkstaðan sérkennileg, hann situr mjög hátt og Guðni virkar því stærri og hesturinn minni. Þetta er Brúnn en Guðni hlaut Skjóna að gjöf frá mongólskum hirðingjahöfðingja. GUÐNI MEÐ SKJÓNA SINN Hirðingjarnir sýndu Guðna þann mikla heiður að gefa honum hest, það besta sem þeir gera vinum sínum. Þennan hest á Guðni nú í Mongólíu og telur víst að hann þurfi að telja fram til skatts. GUÐNI OG MARGRÉT Fyrir utan hirðingjatjald en þar eyddu þau hjónin dásamlegri nótt og sváfu eins og englar. „Þarna inni er kamína og funheitt.“ Þarna sá maður ýmislegt merkilegt en það sem stendur upp úr í mínum huga er mörg þús- und ára lifnaðarhættir sem enn eru við lýði. ,, LJÓ SM YN D IR: EIÐ U R G U Ð N ASO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.