Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 18
Svokallaðir raunveruleikasjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda þrátt fyrir það að þeir séu varla raunverulegri en önnur framleidd
afþreying. Þeir sem finna þáttunum allt til foráttu óttast að raunveruleikablekking þeirra sé líkleg til að grafa undan siðferðiskennd
áhorfenda. Þetta kom skýrt fram í viðbrögðum við nýlegum hugmyndum á Skjá Tveimur um nýtt íslenskt raunveruleikasjónvarp.
Sex stelpur á
karlafar til Vegas
Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðv-arinnar SkjárTveir greindi á
dögunum frá áformum stöðvar-
innar um að framleiða raunveru-
leikasjónvarpsþætti með sex ís-
lenskum stúlkum sem var ætlað
að finna sér maka í spilaborginni
Las Vegas. Íslendingar eru þekkt-
ir fyrir áhuga sinn á einkalífi ná-
ungans en viðbrögðin við hug-
myndinni urðu þó hörð, ekki síst á
spjallrásum á Netinu þar sem því
var almennt haldið fram að hug-
myndin slægi það lágkúrulegasta
frá Bandaríkjunum út, en þar hef-
ur raunveruleikasjónvarp náð
hvað hæstum hæðum.
Sviðsettur raunveruleiki
Það er ljóst að fyrirbærið
„raunveruleikasjónvarp“ er um-
deilt hér á landi eins og annars
staðar. Margar spurningar vakna.
Það er líklega ekki síst samhengið
sem þættirnir eru settir í sem
stuðar fólk, það er að segja að um
raunveruleika sé að ræða og
stúlkurnar séu því beinlínis gerð-
ar út með það fyrir augum að
selja þær. Raunveruleikaþættirn-
ir eru hins vegar klipptir, rétt eins
og aðrir þættir, tökur eru valdar
eða þeim hent og alltaf hljóta hlut-
ir að gerast utan sjónmáls mynda-
vélarinnar. Um leið og búið er að
stilla upp tökuvél setja allir sig í
stellingar, raunveruleikinn hverf-
ur og sviðsetningin tekur við. Fyr-
irhugað ferðalag stúlknanna á því
fátt skylt við raunverulegt ferða-
lag og er leikur þó þær séu ekki
leikarar.
Kveikjan að þessari tálsýn um
að hægt sé að fanga einhvern tær-
an raunveruleika og matreiða
ofan í áhorfendur hefur væntan-
lega orðið á Netinu, þar sem hver
sem er getur sjónvarpað því sem
hann kærir sig um; hvílubrögðum,
salernisferðum og 20 mínútum á
þrekhjólinu. Með tilkomu Netsins
má deila þessu öllu með heims-
byggðinni.
Hvað tekur við?
Áhrif raunveruleikasjón-
varpsþáttanna á ungt og óharðnað
fólk þurfa í sjálfu sér ekki að vera
neitt verri en annað afþreyingar-
efni sem gerir markvisst út á
óraunveruleika með tilheyrandi
yfirgangi í ofbeldi og kynlífi.
Blekkingin um að verið sé að
fanga raunveruleikann getur hins
vegar verið hættuleg þar sem það
hlýtur að liggja í hlutarins eðli að
þættirnir verða stöðugt að ganga
lengra og nær viðfangsefninu ef
áhorfandinn á að halda áhuganum.
Stephen King skrifaði árið
1982 söguna „The Running Man“,
en þar segir frá samnefndum
sjónvarpsþætti sem gengur út á
það að þátttakendur eiga að reyna
að komast lífs af, hundeltir af
þrautþjálfuðum morðingjum.
Myndavélar eru úti um allar triss-
ur og áhorfið eykst jafnt og þétt
eftir því sem hringurinn þrengist
utan um dauðadæmdan flótta-
manninn. Þeir sem finna raun-
veruleikasjónvarpinu flest til for-
áttu eru þegar farnir að spá því að
hugarheimur hrollvekjuhöfundar-
ins verði að bláköldum alvöru
raunveruleika þegar raunveru-
leikasjónvarpið hefur þanið
ramma laga og siðferðis til hins
ýtrasta og allir hafa fengið sig
fullsadda af leikurum og gervi-
blóði. En aðrir eru þessu ósam-
mála og hafa ekki jafn þungar
áhyggjur af þróuninni.
thorarinn@frettabladid.is
18 20. september 2003 LAUGARDAGUR
Ætli það sé ekki spennandi aðsjá hinn almenna mann í
óraunverulegum aðstæðum og
fylgjast með manninum í næsta
húsi verða kannski að stjörnu,“
segir Helgi Hermannsson, dag-
skrárstjóri hjá SkjáEinum, þeg-
ar hann er beðinn að skýra mikl-
ar vinsældir raunveruleikasjón-
varpsþátta á borð við Survivor,
en þeir þættir njóta gríðarlegra
vinsælda á SkjáEinum.
Helgi segir það rétt að í sum-
um tilfellum geti það orkað tví-
mælis að kenna þætti af þessu
tagi við raunveruleika þar sem
stundum sé fólk vissulega sett í
óraunverulegar aðstæður en
bætir því við að hins vegar sé
skyggnst inn í sálarlíf fólks í
þessum sömu aðstæðum.
Helgi telur skort á fjármagni
fyrst og fremst hafa komið í veg
fyrir innlenda framleiðslu á
raunveruleikasjónvarpi þó
framleiðslukostnaðurinn geti
verið minni en þegar leikið efni
er annars vegar. „Öll innlend
framleiðsla er bara dýr, það er
ekkert flóknara en það.“ Helgi
greindi á dögunum frá áformum
SkjásTveggja um gerð þáttanna
Viva Las Vegas þar sem ætlunin
er að senda íslenskar stúlkur til
Las Vegas í makaleit. „Það má
segja að þetta sé okkar útfærsla
á raunveruleikasjónvarpi,“ segir
Helgi, sem hefur bæði fengið já-
kvæð og neikvæð viðbrögð við
hugmyndinni. „Sumum finnst
þetta full langt gengið en al-
mennt hafa viðbrögðin verið já-
kvæð. Þetta hefur vakið athygli
og það er gott þar sem það hefur
ekki mikið upp á sig að fram-
leiða sjónvarpsefni sem enginn
vill sjá. Við erum þarna að sýna
það frumkvæði sem hefur ein-
kennt SkjáEinn og gerum eitt-
hvað sjálf í stað þess að kaupa
konsept að utan eins og Stöð 2
hefur gert, þó það séu líka ágæt-
is þættir.“
Helgi bætir því við að þeir
sem hafi helst talað gegn Viva
Las Vegas átti sig ef til vill ekki
á því að þó hugmyndin sé í ætt
við raunveruleikasjónvarp verði
þetta ekki háalvarlegt þó öllu
gamni fylgi vissulega nokkur al-
vara.
„SkjárTveir lætur umræðuna
ekkert á sig fá og heldur sínu
striki með verkefnið. Ég vona að
þetta geti orðið að veruleika og
við stefnum að því að þættirnir
fari í loftið snemma á næsta
ári.“ ■
Mín greining á þessu er mjögeinföld og er sú að þarna hafi
menn dottið niður á, fyrir ein-
hverja hendingu eða skarp-
skyggni, alveg ótrúlega ódýra að-
ferð til þess að halda uppi afþrey-
ingarsjónvarpi,“ segir Þorbjörn
Broddason, prófessor í hagnýtri
fjölmiðlun við Háskóla Íslands.
„Þetta er bara ósköp venjulegur
hasar og afþreying en í stað þess
að kaupa dýra leikara til þess að
fylla hlutverkin er smalað saman
áhugafólki sem er ekki borgað
neitt eða bara einhverjar mála-
myndagreiðslur og síðan fær
kannski einhver verðlaun í lokin
sem eru bara brot af því sem al-
vöru leikari fengi. En vegna þess
að fólki er talin trú um að þarna sé
eitthvað að gerast í raunveruleik-
anum, að það sé verið að fylgjast
með einhverju raunverulegu lífi,
þá vekur þetta áhuga fólks. Þar að
auki höfðar þetta til venjulegrar
hnýsni og hlýtur að höfða alveg
sérstaklega til Íslendinga vegna
þess að þeir eru svo áhugasamir
hver um annan. Úr því að þetta
gekk vel í útlöndum hlýtur þetta
að vera alveg gósenefni fyrir ís-
lenskar sjónvarpsstöðvar en að
kalla þetta raunveruleikasjónvarp
er bara öfugmæli. Þetta er sami
raunveruleiki og Sópranó-þætt-
irnir. Auðvitað er einhver meining
í þessu en þetta kemur daglegu
lífi fólks ekki nokkurn skapaðan
hlut við.“
Byggir á skepnuskap
„Vegna þess hversu þetta er fá-
nýtt og meiningarlaust í sjálfu sér
og í rauninni gersamlega óáhuga-
vert verða menn auðvitað að
reyna að hafa einhverja til-
breytni,“ segir Þorbjörn þegar
hann er spurður að því hvort það
sé ekki innbyggt í eðli raunveru-
leikasjónvarpsins að það verði
alltaf að ganga lengra til að halda
áhuga áhorfenda. „Það er ekkert
eina leiðin að hækka þröskuldinn
en hún er freistandi. Hin leiðin er
að finna nýtt umhverfi en þannig
hafa þættir af þessu tagi til dæm-
is verið teknir í íbúðarhúsi og á
eyðieyju. Menn geta svo valið
mismunandi náttúrufar til til-
breytingar en síðan verða þeir
líka að róa á þessi öfgamið. Ég hef
nú hvorki haft tíma né tök á því að
horfa á mikið af þessu en þetta
byggjast töluvert á skepnuskap
sem virðist vera leiðarhnoða í
mjög mörgu af þessu. Það er ver-
ið að flokka fólk og skipta því nið-
ur, sem er ein tegund af einelti, og
það er hægt að gera það verra og
verra. Þarna er líka töluvert af
ungu og fallegu fólki sem hægt er
að láta fækka fötum. Það er nátt-
úrlega alveg upplagt þó það sé nú
kannski það meinlausasta í þessu.
Ef fólk hefur gaman af því að
striplast gerir það kannski ekki
svo voðalega mikið til en það er
svolítið óvenjulegt að maður geti
legið á glugganum hjá fólki þegar
það sinnir daglegum þörfum sín-
um og hvötum. Það kann að vekja
einhverja forvitni, kannski ekki
síst hjá ungu og óreyndu fólki.
Fólk er alltaf að læra á lífið og
heldur kannski að það geti lært
eitthvað af þessu.“ ■
SURVIVOR
Hefur notið mikilla vinsælda á Skjá Einum undanfarin ár og er þekktasti raunveruleika-
sjónvarpsþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi. Makavalsþættir á borð við The
Bachelor hafa vakið meiri hneykslan og umtal, og nokkuð fjaðrafok hefur nú orðið í kring-
um fréttir af áformum Skjás Tveggja að framleiða þátt með íslenskum stúlkum í makaleit í
Las Vegas.
HELGI HERMANNSSON
Dagskrárstjóri SkjásEins segir að þættirnir Viva Las Vegas fari í loftið eftir áramót. „Þetta verður auðvitað gert með íslenskum hætti og
yfirbragði en verður þó nokkuð dýrt í framleiðslu“.
Helgi Hermannsson, dagskrárstjóri SkjásEins, er bjartsýnn á vinsældir Viva Las Vegas:
Sambland gamans og alvöru
Sumum finnst þetta
full langt gengið en
almennt hafa viðbrögðin
verið jákvæð.
,,
Fólk er alltaf að
læra á lífið og held-
ur kannski að það geti lært
eitthvað af þessu.
,,
ÞORBJÖRN BRODDASON
Telur að smæð samfélagsins hafi mikið
með það að gera að framleiðsla á inn-
lendu raunveruleikasjónvarpi hefur ekki
verið jafn öflug og í nágrannalöndunum.
„Ísland er bara eins og lítið þorp í þessum
skilningi og að því leyti er erfiðara að taka
þátt í svona leik í litlu þjóðfélagi. Það
þekkjast allir hérna hvort eð er.“
Þorbjörn Broddason, prófessor í hagnýtri fjölmiðlun,
gefur lítið fyrir raunveruleikasjónvarp:
Gert út á skepnuskap
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM