Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 38
38 20. september 2003 LAUGARDAGUR
Vikan byrjaði vel. Það var frí ámánudaginn,“ segir tónlistar-
maðurinn KK sem var þó ekki
lengi til setunnar boðið því strax á
þriðjudag var hann kominn á fulla
ferð um landið með gítarinn og
Magnús Eiríksson: „Við erum með
tónleika til að fylgja eftir plötu
sem við gáfum út og höfum selt í
rúmlega 13 þúsund eintökum
þannig að við þurfum varla að
fylgja henni eftir,“ segir KK. „Við
erum búnir að vera á Egilsstöð-
um, Eskifirði, Húsavík og Akur-
eyri. Þetta er gaman. Við fáum
fólk til að hlæja og gleyma stað og
stund í tvo tíma; færum það inn í
annan og skemmtilegri heim.“
Annars líst KK ekki meira en
svo á heimsmálin eins og þau hafa
þróast í vikunni. „Nú ætla Banda-
ríkjamenn og Ísraelar að fara að
drepa þjóðarleiðtoga. Það er ekki
gott að sjá fyrir hvað gerist ef þeir
drepa Arafat. Annars virðist ríkja
heimstyrjaldarástand í veröldinni
og við Magnús erum fegnir að
vera hér á Íslandi og njóta haust-
litanna í stað blóðbaðsins sem
blasir við annars staðar,“ segir KK
sem notaði tímann á ferðalagi vik-
unnar til að skoða skip Green-
peace-manna þar sem það lá við
festar á Seyðisfirði. „Ég greip gít-
ar í messanum hjá þeim og söng
Hann var sjómaður dáðadreng-
ur...Það féll í góðan jarðveg.“
Af innlendum málefnum vik-
unnar hefur KK þetta að segja:
„Það hefur verið gaman að fylgj-
ast með framhaldssögunni um
Björgólf og Eimskip. Þetta er eins
og ævintýrið um Greifann af
Monte Cristo. Fín framhalds-
saga.“ ■
Vikan sem var
■ KK hefur verið á ferð og flugi alla
vikuna og söng meira að segja fyrir
Greenpeace á Seyðisfirði.
Imbakassinn
ÓDÝRAR
GÆÐA
ÞAK-
SKRÚFUR
Ál
Ryðfríar
Galvaniseraðar
Heitgalvaniseraðar
Söðulskinnur
í úrvali
Stórhöfða 33
Sími: 577 4100
Haustlitir fallegri
en blóðbað
KK Á FERÐ OG FLUGI
Hefur áhyggjur af heimsmálunum en hefur
gaman af framhaldssögunni um Björgólf
og Greifann af Monte Cristo.
Mér sýnist að á lestri blaðannaá netinu að heilmikið sé að
gerast heima á Íslandi, segir
tískuhönnuðurinn Stella sem býr
í Los Angeles. Hún segir að það
geti allt eins verið að hún láti
verða af því að færa sig heim.
Stella varð fyrst til að opna
verslun á Íslandi þar sem ekkert
var á boðstólum nema hennar
eigin framleiðsla. Hún hét Tísku-
hús Stellu og var í Hafnarstræti.
Stellu langaði að breyta til og
fara í erfiðara umhverfi eins og
hún segir sjálf. Hún fluttist því
út til Kaliforníu árið 1987 og hef-
ur allar götu síðan verið vestra
og selt sína eigin framleiðslu.
„Það gekk ágætlega til að byrja
með en síðan fékk ég ást á New
Orleans og opnaði litla búð í
franska hverfinu sem er ógur-
lega sætt. Það gekk ágætlega þar
til trukkur keyrði í inn í búðina.
Ég held bara að ég hafa verið
heppin því þá var ég búin að fá
leið á henni,“ segir Stella sem
yfirgaf uppáhaldsborgina sína og
kom sér að nýju fyrir í Kaliforn-
íu.
Til Stellu leita margir þekktir
viðskiptavinir en hún segist
gleyma þeim jafnóðum. „Menn
finna mig á netinu, en ég held úti
síðu með fötunum mínum, og það
gengur bara vel. Ég er ekkert
mikið að koma mér á framfæri,
læt þá bara koma til mín,“ segir
hún og bendir á fötin hennar séu
bæði falleg og rómantísk. „Að-
stoðarmaður Phil Spector hringdi
í mig og vildi fá mig í heimsókn
til hans. Ég get ekki annað sagt
en ég vorkenni honum, aleinn í
stóru húsi á leið í réttarhöld. Ég
vissi ekkert um þennan mann
fyrst og alls ekki að hann væri
frægur. Nú vill hann að ég búi til
meira af fötum fyrir sig og það er
alltaf að bætast við listann,“ seg-
ir Stella sem gæti alveg eins
hugsað sér að flytja til Íslands og
hanna föt fyrir efnaða Íslend-
inga. ■
STELLA
Phil Spectrum vill fá meira af fötum og
það er alltaf að bætast við það sem Stella
á að hanna fyrir hann.
RÓMANTÍSK FÖT
Stella segist hanna rómantísk föt
og segir konur sækjast eftir að
klæðast þeim.
Föt
TÍSKUHÖNNUÐURINN STELLA
■ Hún hefur hugsað mikið um það eftir
að hún fór að lesa blöðin á netinu hve
gaman gæti verið að koma heim aftur.
Fyrir þetta mót tökum við
enga sénsa heldur teygjum
VEL á eftir hverja æfingu!
Lárétt: 1 sjávargróður, 5 slæm, 6 hrosshúð, 7 átt,
8 söngflokkur, 9 besti árangur, 10 sérhljóðar, 12
næ í , 14 lengst frá, 16 ásaka, 17 glufa, 19 þraut.
Lóðrétt: 1 kauptún, 2 fæða, 3 samhljóðar, 4
kassi, 6 gististaður, 8 matur, 11 Bandaríkin, 13
stúta, 15 tíu, 18 öðlast.
1
5 6
7 8
14 15
17 18
16
19
2 3
1311
9
1210
4
■ Krossgáta
Lausn:Lárétt:1þang,5ill,6há,7na,8kór, 9
met,10eu,12tek,14yst,16lá,17rauf, 19gáta.
Lóðrétt:1þingeyri,2ala,3nl,4lár, 6hótel,8
ket,11usa,13kála,15tug,18fá.
Konan mín er besti vinurminn,“ segir Sigmundur
Ernir Rúnarsson sjónvarpsmað-
ur. „Hávaxinn, dökk yfirlitum og
grönn og hvergi fegurri en í bliki
franskra vína á síðkvöldum. Án
hennar væri líf mitt undir fá-
tæktarmörkum.“
■ Konan mín
Augun
Hann hefur horft til framtíðar um
langt skeið. Verið á undan öðrum
að skynja nýja tíma og uppsker
nú eins og hann hefur sáð. Hver á
augun?
(Björgólfur Guðmundsson.)
Heppin að fá trukk
inn í búðina mína