Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 29
29LAUGARDAGUR 20. september 2003
Allir fylgihlutir
– kubbagrindur
– fötur
– kústar
– sköfur
– burstar
– reykrör - vottuð af Brunamálastofnun
Allt á sama stað – ráðgjöf – uppsetning – hleðslur
fjölbreitt úrval – einn hentar þér!
– OFNAR – ARNAR – KAMÍNUR –
DALVEGI 28 201 KÓPAVOGI
SÍMI 564 1633 FAX 564 1622
www.funi.is funi@funi.is
Lands- og heimsþekkt merki
Fr
um
-
18
09
03
/1
Kvennalandsliðið í skák:
Stefnir á Evrópumet
SKÁK Kvennalandslið Íslands í
skák og Taflfélagið Hellir stefna
að Evrópumeti í kvennafjöltefli
sem fram fer í Ráðhúsi Reykja-
víkur í dag. „Við erum aðallega
að vekja athygli á því að konur
kunna líka að tefla,“ segir Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir, skipu-
leggjandi fjölteflisins. Þar að
auki er hugmyndin að vekja at-
hygli á því að í fyrsta sinn í
skáksögunni mun íslenskt skák-
félag, Taflfélagið Hellir, senda
kvennasveit á Evrópumeistara-
mót taflfélaga og íslenskar
stúlkur taka þátt í heimsmeist-
aramóti barna í skák sem fram
fer í Grikklandi.
Í tilefni af fjölteflinu hefur 50
þjóðþekktum konum verið stefnt
í Ráðhúsið og ætla þær allar að
setjast við skákborðið. Meðal
keppenda verða Vigdís Finn-
bogadóttir, Magga Stína, Guðrún
Eva Mínervudóttur, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttur, Eva
María Jónsdóttir, Þórey Edda El-
ísdóttur og Dóra Takefusa svo fá-
einar séu nefndar.
„Eftir því sem við best vitum
er Evrópumetið 47 konur, þannig
að ef við náum yfir 50 sláum við
það,“ segir Guðfríður Lilja og
hvetur um leið allar konur til að
leggja leið sína á fjölteflið.
Fjölteflið hefst klukkan 14. ■
Seinni leikur Hauka í Meistaradeild:
Nánast öruggir áfram
HANDBOLTI Haukar leika í dag
seinni leik sinn gegn São Bern-
ardo í undankeppni Meistara-
deildar Evrópu. Leikurinn fer
fram í Portúgal og hefst klukkan
16 að íslenskum tíma.
Haukar sigruðu 37-23 í fyrri
leiknum fyrir viku og verða að
teljast líklegir sigurvegar í viður-
eigninni samanlagt. Sigurvegar-
inn mætir Barcelona, Magdeburg
og Vardar Skopje í B-riðli Meist-
aradeildarinnar og leikur fyrst
gegn Spánverjunum á heimavelli
11. eða 12. október. Félagið sem
tapar leikur gegn gríska félaginu
Panellinios í 2. umferð bikar-
keppni EHF. ■
HAUKAR
Haukar leika gegn portúgalska félaginu São Bernardo í undankeppni Meistaradeildarinnar
í dag.
Arsenal -
Manchester United:
Óvíst með
Campbell
FÓTBOLTI Svo gæti farið að varn-
armaðurinn sterki Sol Campbell
leiki ekki með Arsenal þegar
liðið sækir Manchester United
heim á sunnudag þar sem faðir
hans lést fyrir skömmu.
Campbell lék með Arsenal
gegn Inter Milan á miðvikudag-
inn þó svo að faðir hans, Sewell,
hefði fengið hjartaáfall. Líðan
hans var talinn stöðug en hann
lést skömmu síðar.
„Campbell verður að ákveða
sjálfur hvort hann leiki,“ sagði
Arsene Wenger knattspyrnu-
stjóri Arsenal. „Við vottum hon-
um og fjölskyldu hans samúð
okkar og verðum að bíða og sjá
hvernig honum tekst að takast á
við sorgina.“ ■
Stjórn Fylkis ósátt við árangur sumarsins:
Örlög þjálfarans ráðin eftir helgi
FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeildar
Fylkis mun koma saman eftir helgi
og ræða þjálfaramál félagsins. Lið-
inu hefur ekki gengið sem skyldi á
tímabilinu, er í fjórða sæti deildar-
innar og er dottið úr bikarkeppn-
inni.
„Við stefndum hærra en staðan
er nú og ég væri hræsnari ef ég
héldi einhverju öðru fram,“ segir
Ámundi Halldórsson, formaður
knattspyrnudeildar Fylkis. „Ég
held að við höfum haft mannskap-
inn til að klára mótið.“
Ámundi segir að ákveðið hafi
verið að ræða ekki um þjálfaramál
fyrr en að móti loknu. Hann býst
þó við að stjórnin komi saman
strax eftir helgi og ákveði fram-
haldið. Aðalsteinn Víglundsson
þjálfari gerði upphaflega þriggja
ára samning við Fylki. Hann á eitt
ár eftir en uppsagnarákvæði af
beggja hálfu er inni í samningnum.
Miklar væntingar voru einnig
gerðar til Grindavíkur en liðið
berst nú fyrir sæti sínu í úrvals-
deildinni. „Við ætluðum okkur
miklu stærri hluti,“ segir Ingvar
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar Grindavíkur,
og bætir við að liðið hafi verið
óheppið í sumar. Ekki er farið að
ræða þjálfaramál félagsins og að
sögn Ingvars verður það ekki gert
á svo viðkvæmri stundu.
Auk Grindavíkur eru Valur,
Fram, Þróttur og KA í botnbarátt-
unni og spurning hvað verður um
þjálfara liðanna eftir lokaumferð-
ina í dag.
Willum Þór Þórsson verður að
öllum líkindum áfram við stjórn-
völinn hjá Íslandsmeisturum KR
og sömu sögu er að segja af Ólafi
Jóhannessyni hjá FH og nafna
hans Þórðarsyni hjá ÍA. Einnig er
ljóst að Sigurður Jónsson verður
við stjórnvölinn hjá Víkingi og Mil-
an Stefán Jankovic hjá Keflavík en
liðin tryggðu sér sæti í úrvalsdeild
að ári. ■
FYLKIR
Fylki hefur ekki gengið sem skyldi á tímabilinu og er í fjórða sæti þegar ein umferð er eft-
ir. Liðið er einnig fallið úr bikarkeppninni þótt það hafi fengið til sín sterka leikmenn fyrir
sumarið.