Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2
2 20. september 2003 LAUGARDAGUR
„Nei, ég held mig við kettina.“
Valur Richter, meindýraeyðir á Ísafirði, hefur staðið
í ströngu í baráttunn við villiketti vestra.
Spurningdagsins
Valur, ertu að fara í hundana?
■ Lögreglufréttir
Sautján létust af völd-
um fellibylsins Isabel
Fellibylurinn Isabel olli tugmilljarða tjóni þegar hann gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna. Raf-
magn fór af milljónum heimila og samgöngur lömuðust þegar ár og lækir flæddu yfir bakka sína.
VIRGINÍA, AP Þök fuku af húsum, tré
rifnuðu upp með rótum og raf-
magnslaust varð á milljónum
heimila þegar fellibylurinn Isabel
fór yfir austurströnd Bandaríkj-
anna. Að minnsta kosti sautján
dauðsföll eru rakin til veðurofs-
ans. Tjón af völdum fellibylsins
var síðdegis í gær metið á jafngil-
di um það bil 40 milljarða ís-
lenskra króna.
Vindhraði fellibylsins mældist
um 40 metrar á sekúndu þegar
hann kom á land í Norður-Kar-
ólínu. George W. Bush, Banda-
ríkjaforseti lét skilgreina hluta af
Norður-Karólínu og Virginíu sem
hamfarasvæði en auk þess var
lýst yfir neyðarástandi í Vestur-
Virginíu, Pennsylvaníu, Mary-
land, New Jersey og Delaware.
Innanlands- og millilandaflugi um
flugvelli á svæðinu var aflýst
vegna veðurofsans. Fyrirtækjum,
skólum og opinberum stofnunum
var víðast hvar lokað og hundruð-
um þúsunda manna ráðlagt að yf-
irgefa heimili sín. Tugir þúsunda
leituðu skjóls í sérstökum neyðar-
skýlum sem komið var upp vegna
fellibylsins.
Mikill viðbúnaður var í höfuð-
borginni Washington. Stjórnar-
skrifstofur voru lokaðar, almenn-
ingssamgöngur lágu niðri og
varla sást sála á ferli í borginni.
Öllum flugvöllum í nágrenninu
var lokað. Forsetinn hafði yfirgef-
ið borgina þegar um miðja vikuna
og leitað skjóls í Camp David.
Mikil úrkoma hefur fylgt felli-
bylnum og valdið flóðum í ám og
lækjum. Vatn sem flæðir um göt-
ur í borgum og bæjum hefur
hindrað samgöngur og orsakað
umferðaróhöpp. Óttast er að
vatnsflaumurinn eigi eftir að
valda verulegu tjóni þegar fram
dregur.
Nokkuð dró úr vindhraða felli-
bylsins eftir að hann kom inn yfir
land og var hann því skilgreindur
sem hitabeltisstormur þegar í
gær. Veðurfræðingar telja að
hann muni fjara út yfir Kanada í
dag. Isabel náði til allrar ham-
ingju ekki sama styrkleika og
fellibylurinn Floyd sem gekk yfir
Norður-Karólínu árið 1999. Floyd
kostaði 56 manns lífið og olli
gífurlegum flóðum í ríkinu. ■
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Reykja-
nesbæjar ætlar að fella niður sér-
stakt 6.000 króna gjald á eigendur
fasteigna vegna fráveitufram-
kvæmda.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá telur Úrskurðarnefnd
um hollustuhætti og mengunar-
varnir að fráveitugjaldið sé ólög-
legt. Frá árinu 1997 hefur þetta
gjald verið innheimt samfara
hefðbundnu holræsagjaldi sem
þekkist einnig í öðrum sveitafé-
lögum. Holræsagjaldið er ákveðið
hlutfall af fasteignamati en ekki
föst krónutala eins og fráveitu-
gjaldið í Reykjanesbæ.
Meirihluti bæjarráðs segir að
Reykjanesbær hafi til þessa talið
sér heimilt að innheimta fráveitu-
gjaldið vegna staðfestingar Um-
hverfisráðuneytis á gjaldtökunni
10. mars 1997 og vegna staðfest-
ingar Úrskurðarnefndar um holl-
ustuhætti og mengunarvarnir frá
30. mars 2001.
Umboðsmaður Alþingis tók
hins vegar aðra afstöðu í málinu
og taldi úrskurðarnefndin í kjöl-
farið að gjaldið væri ólöglegt.
„Reykjanesbær mun nú kanna
réttarstöðu sína gagnvart inn-
heimtu gjaldsins frá því það var
sett á og staðfest af Umhverfis-
ráðuneytinu og fyrri Úrskurðar-
nefnd,“ segir meirihlutinn í bæj-
arráði Reykjanesbæjar.
Lögreglan á Selfossi:
Ölvuð með
börn í bíl
ÖLVUNARAKSTUR Fjögurra barna
móðir var tekin ölvuð undir
stýri, með öll börnin í bílnum, í
Hveragerði rétt fyrir klukkan
tvö aðfaranótt föstudags.
Að sögn Gríms Hergeirsson-
ar hjá lögreglunni á Selfossi
hafði lögreglan fylgt konunni
eftir smá spöl áður en hún var
stöðvuð. Konan var látin blása
og reyndist hún vera töluvert
ölvuð. Hún var færð í blóðsýna-
töku og var yfirheyrð á lög-
reglustöðinni.
Börnunum var ekið heim þar
sem faðir þeirra tók á móti
þeim. ■
Salan á Flugleiðum:
Burðarás
fékk hærra
boð
VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson
bauð í bréf Eimskipafélagsins í
Flugleiðum. Eimskipafélagið vildi
ekki selja. „Ég bauð Burðarási að
kaupa bréfin fyrir tveimur vikum á
mun hærra gengi, en Straumur
keypti á,“ segir Jón Ásgeir. Hann
vill ekki gefa upp gengið en segir
áhuga enn fyrir hendi. Jón Ásgeir
og tengdir aðilar ráða um 20% í
Flugleiðum.
Samkvæmt heimildum var
Landsbankanum og Björgólfi ná-
kvæmlega sama um hvert Flugleið-
ir færu. Straumur veit af áhuga
Jóns Ásgeirs. Hjá Straumi er talið
rétt að bíða með allar ákvarðanir
um fyrirtækið í bili. ■
Uppstokkun viðskiptalífsins:
Nesskip tafði samninga
VIÐSKIPTI Óvænt tillaga Benedikts
Jóhannessonar, stjórnarfor-
manns Eimskipafélagsins um
kaup Eimskips á Nesskipum
tafði endanlegt samkomulag Ís-
landsbanka, Landsbanka, Eim-
skipafélagsins og Sjóvár Al-
mennra aðfaranótt föstudagsins.
Tillögunni var fálega tekið í her-
búðum bankanna og var hafnað.
Tillagan að skiptingu eigna
Straums og Eimskipafélagsins
kom fram þremur dögum áður
en gengið var frá samningum á
milli bankanna. Samkvæmt
heimildum var tillagan upphaf-
lega sprottin úr Fjárfestingarfé-
laginu Straumi. Bankarnir tóku
svo við úrvinnslunni og náðu að
lokum samkomulagi um tillög-
una.
Það sem blasti við mönnum
var að pattstaða ríkti í Straumi
og Eimskipafélaginu. Staða sem
var óskemmtileg fyrir báða aðila
sem hvorir um sig vildu vinna
áfram með eignir félaganna. ■
EIMSKIP
Hugmyndir um kaup á Nesskipum töfðu endanlega samninga um
uppstokkun viðskiptalífsins.
SIGLT UM GÖTUR ALEXANDRÍU
Áin Potomac flæddi yfir bakka sína í Alexandríu í Virginíu með þeim afleiðingum að götur bæjarins fóru undir vatn.
ÓSKEMMTILEG AÐKOMA
Fellibylurinn olli skemmdum á fjölda bygg-
inga í strandbæjum Norður-Karólínu og
Virginíu en íbúar höfðu flestir yfirgefið
heimili sín áður en óveðrið skall á.
Ólöglega fráveitugjaldið í Reykjanesbæ fellt niður:
Bæjarráð kannar
réttarstöðu sína
REYKJANESBÆR
Bæjarráð Reykjanesbæjar fellir niður frá-
veitugjald sem úrskurðað hefur verið ólög-
legt. Gjaldið hefur verið innheimt í sex ár
en ekkert er enn minnst á endurgreiðslu.
VÖRUBÍLL VALT Vörubíll valt þeg-
ar hann mætti öðrum stórum bíl
á malarvegi við Teigabjarg á
Fljótsdalsheiði í gærdag. Kantur
vegarins gaf sig með þeim afleið-
ingum að vörubíllinn valt. Bíl-
stjóranum til happs var pallur
bílsins hærri en bílhúsið þannig
að maðurinn slapp með marn-
inga. Hann var þó fluttur undir
læknishendur til öryggis. Bíllinn
er töluvert skemmdur.
FÉKK SÖG Í ANDLITIÐ Maður sag-
aði í andlitið á sér með steypusög
þegar hann var að saga rusla-
tunnuskýli í Breiðholti í gærdag.
Sögin fór í járnbita og slóst til og
lenti í andlitið á manninum. Neðri
vör hans fór í sundur og skarst
hann niður eftir hálsinum.
TILKYNNT UM INNBROT Maður
tilkynnti um innbrot í íbúð í vest-
urbæ Reykjavíkur um miðjan dag
í gær. Athugun leiddi í ljós að ekki
hafði verið brotist inn í íbúð heldur
mátti rekja tilkynninguna til þess
að tilkynnandinn, vistmaður á
Grund, þjáist af Alzheimer-sjúk-
dómi.