Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 22
22 20. september 2003 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR: Spútnik-ástin eftir Haruki Murakami. Murakami var stjarnan á síð- ustu bókmenntahátíð. Bjartur hef- ur nýlega gefið út þessa skáldsögu hans, sem er hans sjötta. Hin rúm- lega 22 ára Sumire verður yfir sig ástfangin af Miu, fertugri konu, sem býr yfir óvenjulegri lífs- reynslu. Sumire og Miu fara til grískrar eyjar og þar hverfur Sum- ire óvænt. Sögumaður er karlmað- ur sem elskar Sumire. Þetta er falleg, þunglyndisleg og dularfull ástarsaga um sambönd og sam- bandsleysi. Hinir fjölmörgu aðdá- endur Murakamis ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. METSÖLU- LISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR Allar bækur 1. Blinda. José Saramago 2. Óvinurinn. Emmanuel Carrére 3. Sagan af Pí. Yann Martel 4. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza 5. Í upphafi var morðið. Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi 8. Kortabók 1:300.000. Mál og menning 9. Spútnik-ástin. Haruki Murakami 10. Sunnan við mærin, vestur af sól. Haruki Murakami Handbækur, fræðibækur og ævisögur 1. Óvinurinn. Emmanuel Darrére 2. Kortabók 1:300.000. Mál og menning 3. Af bestu lyst. Vaka Helgafell 4. Íslensk-ensk/ensk-íslensk vasa- orðabók. Orðabókaútgáfan 5. Almanak Háskóla Íslands. Háskólaútg. 6. Um víðerni Snæfells. Guðmundur Páll Ólafsson 7. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orða- bók. Orðabókaútgáfan 8. Af bestu lyst II. Vaka Helgafell 9. Ekið um óbyggðir. Jón G. Snæland 10. Spáðu í mig. Salka METSÖLUBÆKUR BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 10. - 16. SEPTEMBER. METSÖLU- LISTI EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Óvinurinn. Emmanuel Carrére 2. Sagan af Pi. Yann Martel 3. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza 4. Mýrin. Arnaldur Indriðason 5. Elling - Paradís í sjónmáli. Ingvar Ambjörnsen 6. Ár hérans. Arto Paasilinna 7. Röddin. Arnaldur Indriðason 8. Blinda. José Saramago 9. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Arto Paasilinna 10. Spútnik-ástin. Haruki Murakami Handbækur, fræðibækur og ævisögur 1. Óvinurinn. Emmanuel Darrére 2. Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók. Orðabókaútgáfan 3. Litla messubókin. Skálholtsútgáfan 4. Dönsk-íslensk/íslensk-dönsk orða- bók. Orðabókaútgáfan 5. Frönsk-íslensk skólaorðabók. Mál og menning 6. Evrópusamruninn og Ísland. Eiríkur Bergmann Einarsson 7. Ensk-íslensk/íslensk-ensk vasa- orðabók. Orðabókaútgáfan 8. Spænsk-íslensk/íslensk-spænsk orðabók. Orðabókaútgáfan 9. Ökutæki og tjónabætur. Arnljótur Björnsson 10. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 10. - 16. SEPTEMBER ■ bækur Meðal bóka sem Almennabókafélagið gefur út um þessi jól er Hrapandi jörð, skáld- saga Úlfars Þormóðssonar um Tyrkjaránið. Hér er á ferðinni sagnfræðileg skáldsaga. Mikil heimildavinna liggur að baki verkinu, enda hefur höfundurinn margsinnis dvalist í Norður-Afr- íku við rannsóknir. Ævar Örn Jósepsson er að ljúka við nýja glæpasögu sem ber titilinn Svartir englar. Kona hverfur sporlaust og þegar lög- reglan hefur eftirgrenslan kemur í ljós að í hlut á einstæð fráskilin móðir – sem einnig er einn færasti kerfisfræðingur landsins. Það er hraður taktur í sögunni og lög- reglumaðurinn Árni sýnir hér á sér nýja hlið. Í skáldsögunni Elling - Paradís í sjónmáli eftir Ingvar Ambjørn- sen er aðalpersónan, Elling, ekki eins og fólk er flest. Þegar móðir hans deyr þarf hann að finna fót- festu í nýjum veruleika og takast á við lífið einn og óstuddur. Með látlausum stíl og einlægri en um leið ágengri frásögn tekst höfundi bókarinnar að hleypa lesendum inn í einstakan hugarheim Ellings sem er í senn átakanlega fyndinn og broslega sorglegur. Ambjørn- sen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar um Elling sem alls eru fjórar og er Elling – Para- dís í sjónmáli sú fyrsta. Elling hefur notið vinsælda víða um lönd og samnefnd kvikmynd vakti mikla athygli hérlendis sem er- lendis og var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Leikgerð sögunnar er nú á fjölunum hér á landi. Gullkorn þingmanna Sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Ey- dal senda frá sér bókina Í blóma lífsins – Karlar og konur á besta aldri. Í bókinni taka þær til um- fjöllunar það sem fólk er að fást við í lífi sínu á miðjum aldri, þær umbreytingar sem gjarnan eiga sér stað og þau spennandi tæki- færi sem myndast í einkalífi og starfi. Höfundarnir byggja á nýj- ustu rannsóknum á þessu sviði sem og áratugareynslu sem sál- fræðingar. Með leyfi forseta – Saga lands og þjóðar inniheldur tilvitnanir í ræður þingmanna frá lýðveldis- stofnun. Bókin er mikil að vöxtum enda hefur Leifur Hauksson dag- skrárgerðamaður farið í gegnum allt það sem sagt hefur verið úr ræðustól þingsins frá lýðveldis- stofnun. Hann valdi stutta kafla úr ræðum þingmanna af öllu tagi sem samhliða því að gefa nýstár- lega mynd af sögu lands og þjóðar veita innsýn í hvað efst var á baugi á hverjum tíma og hvaða augum menn litu umheiminn og landsins gagn og nauðsynjar. Uppgjör Sverris Í bókinni Burt með verkina eft- ir Chris McLaughlin er að finna lýsingar á eðli ólíkra náttúrulegra úrræða gegn verkjum og sárs- auka og leiðbeiningar um fram- kvæmd þeirra. Bókin er ríkulega myndskreytt og með aðgengileg- um töflum yfir mismunandi verki og ýmsar leiðir til að draga úr þeim. Lengi hefur vantað á íslenskan bókamarkað bók um hunda. Hundabókin geymir hafsjó af fróðleik í máli og myndum um all- flestar hundategundir í heimin- um. Bókin er unnin í samráði við fjölda sérfróðra aðila hérlendis og hefur verið kappkostað að laga bókina að íslenskum aðstæðum. Brynja Tomer þýddi og staðfærði. Sverrir – Skuldaskil er uppgjör Sverris Hermannssonar, fyrrver- andi þingmanns, ráðherra og bankastjóra. Sverrir er að vanda beinskeyttur og óhræddur við að koma skoðunum sínum um menn og málefni á framfæri. Pálmi Jón- asson fréttamaður skrifaði bók- ina. Valtýr Stefánsson – Ævisaga er saga eins áhrifamesta manns í sögu fjölmiðlunar á Íslandi. Ævi- söguna ritar Jakob F. Ásgeirsson og hefur hann haft ótakmarkaðan aðgang að heimildum í skjalasafni Morgunblaðsins og einkaskjala- safni Valtýs Stefánssonar, þar á meðal dagbókum og einkabréfum. kolla@frettabladid.is Skáldsagan The Great Gatsby erein af perlum bandarískra bók- mennta. Nú er komið í ljós að fyrir- myndin að Daisy Buchanan, kon- unni sem Gatsby gat ekki gleymt, var Ginevra King, sem höfundur- inn Francis Scott Fitzgerald kynnt- ist þegar hann var 19 ára og hún 16 ára. King skrifaði dagbók þar sem er að finna langa kafla um ást hennar til Fitzgeralds. Hún skrif- aði honum fjölmörg ástarbréf en tíu árum eftir dauða Fitzgeralds skilaði dóttir hans, Scottie, bréfun- um aftur til King. Dóttir King hef- ur nú afhent Princeton-háskóla dagbókina og bréfin til eignar en Fitzgerald var við nám í háskólan- um á sínum tíma. Parið skrifaðist á í tvö ár en King eyðilagði bréfin sem Fitzger- ald sendi henni að beiðni hans. Þeg- ar Fitzgerald var í Princeton skrif- aði hann smásögu um King og gerði hana síðan ódauðlega sem Daisy Buchanan, stóru ástina í lífi Gatsbys. James West bókmennta- fræðingur, sem er sérfræðingur í Fitzgerald, segir að ástarsamband Fitzgeralds við King hafi verið það mikilvægasta í lífi hans og skipt hann meira máli en samband hans við eiginkonu sína, Zeldu. Samband Fitzgeralds og Kings átti ekki framtíðina fyrir sér. King giftist kunningja sínum og sennilega var það fyrir bestu því Fitzgerald var skelfilegur í sambúð, drykkjusjúk- ur og haldinn sjálfseyðingarhvöt. King og Fitzgerald hittust í síð- asta sinn í Hollywood árið 1937 þar sem hann starfaði sem handrita- höfundur. Hann var drukkinn við fund þeirra. Hún spurði hann að því að hvaða kvenpersónum hans hún hefði verið fyrirmynd. Fitzger- ald svaraði: „Hver þessara tíka heldurðu að þú sért?“ ■ Í sumarfríinu sökkti ég mér nið-ur í The Trust, sem vinur minn Flosi Eiríksson lánaði mér í vor. Hún er um sögu fjölskyldunnar sem hefur átt The New York Times síðan á öndverðri 19. öld, fantavel skrifuð og hrein spennu- lesning á köflum,“ segir Karl Th. Birgisson, fjölmiðlamaður og framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar, um lesefni sitt þessa dag- ana. „Þetta er heiðarleg samtíma- sagnfræði af því tagi sem fengist líklega seint gefin út á Íslandi. Adolph Ochs, sem eignaðist blað- ið árið 1896 með ekkert nema stórskuldir í vasanum, kunni hvort tveggja í senn, að eiga við- skipti og að eiga fjölmiðil, sem er því miður sárasjaldgæft í þessum bransa. Eins og sumar amerískar sögubækur er þessi býsna löng, um 800 síður, og virðist því engan endi ætla að taka, en það er ekki einu orði ofaukið. Önnur bók hefur legið á nátt- borðinu mánuðum saman, en það er Röddin eftir Arnald Ind- riðason. Mér mun líklega aldrei takast að ljúka henni, því að mér er andsk... sama um fólkið sem í henni er og örlög þess, öfugt við Times-fjölskylduna. Það er örugglega ekki Arnaldi að kenna. Ég hef bara svo ósköp lít- inn áhuga á skáldskap. Raunveru- leikinn er miklu forvitnilegri. Annars er ég mest að fletta alls kyns orðabókum og málsögu- bókum, því ég er að undirbúa nýja seríu af spurningaleik um orð og orðanotkun, Orð skulu standa, sem heldur áfram á Rás eitt í vetur.“ ■ KARL TH. BIRGISSON „Annars er ég mest að fletta alls kyns orðabókum og málsögu- bókum, því ég er að undirbúa nýja seríu af spurningaleik um orð og orðanotkun, Orð skulu standa, sem heldur áfram á Rás eitt í vetur.“ Raunveruleikinn forvitnilegri Í sumarfríinu sökkti ég mér niður í The Trust, sem vinur minn Flosi Eiríksson lánaði mér í vor. Hún er um sögu fjölskyld- unnar sem hefur átt The New York Times síðan á öndverðri 19. öld, fantavel skrifuð og hrein spennulesn- ing á köflum. Þetta er heið- arleg samtímasagnfræði af því tagi sem fengist líklega seint gefin út á Íslandi. ,, Scott Fitzgerald gerði 16 ára skólastúlku ódauðlega í bestu skáldsögu sinni: Fyrirmyndin að Daisy THE GREAT GATSBY Robert Redford og Mia Farrow léku í kvikmyndaútgáfunni af The Great Gatsby. SVERRIR HERMANNSSON Beinskeytt uppgjör hans kemur út í haust. Almenna bókafélagið kynnir jólabækur sínar: Bækur af ýmsum toga ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Sendir frá sér nýja glæpasögu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.