Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 8
8 20. september 2003 LAUGARDAGUR Parlez-vous Francaise? „Ég kann að blóta og panta leigubíl. Ég þykist oft ekki skilja þegar það hentar mér, ég skil miklu meira en ég get talað.“ Barði Jóhannsson, í DV 19. september. Sá hlær best... Eimskip lét á sínum tíma ríkis- valdið koma Hafskipum fyrir kattarnef með ofbeldi. Kaldhæðnis- leg niður- staða undan- genginna hamfara á ís- lenzkum fjár- málamarkaði er, að forstjóri Hafskipa hefur nú eignazt Eimskip. Sá hlær bezt, sem síðast hlær. Jónas Kristjánsson, á jonas.is 19. september Orðrétt Uppsagnir þungaðra kvenna virðast með meira móti nú um stundir: Ófrískum konum sagt upp UPPSAGNIR „Það er misjafnt hversu mörg mál koma til okkar kasta í hverjum mánuði en þetta er með því mesta,“ sagði Anna J. Sævars- dóttir, sérfræðingur í kjaramála- deild Verslunarfélags Reykjavík- ur. Sex ný mál hafa borist félag- inu að undanförnu vegna upp- sagna á þunguðum konum, en slíkt er ólöglegt samkvæmt samn- ingum. „Þær eru æði skrautlegar ástæðurnar sem við heyrum fyrir þessum uppsögnum,“ segir Anna og bætir við: „Blessunarlega leys- ist samt meirihluti allra mála og atvinnurekendur sjá oftast að sér. Af þessum sex málum sem okkur bárust í byrjun mánaðarins hefur tekist að leysa fjögur þeirra en óvissa er enn um niðurstöðu í tveimur málum.“ Samkvæmt lögum um fæðing- ar- og foreldraorlof er óheimilt að segja þungaðri konu upp stör- fum, einnig konu sem nýlega hef- ur alið barn. Í þeim sex málum sem komu til kasta VR í septem- bermánuði hafði vinnuveitendum í öll skipti verið tilkynnt með lög- legum fyrirvara um þungun starfsmanns. ■ RÁN Lögreglan rannsakar vopn- uð rán sem framin hafa verið síðustu vikur. Þegar Fréttablað- ið fór í prentun í gær hafði sá sem framdi vopnað rán í Ís- landsbanka við Lóuhóla ekki fundist. Sama er að segja um ræningja úr tveimur ránum í Biðskýlinu í Kópavogi. Banka- gjaldkerar hafa áhyggjur af aukningu rána og ræða meðal annars hvort gera verði breyt- ingar á gjaldkerastúkum. „Ég vil ráð- leggja fólki, sem er ógnað af ræningja, að bjarga sínu skinni og hlýða öllum fyrir- mælum. Fólk á ekki að sýna neinn hetju- skap,“ segir Þórir Stein- grímsson, rann- sóknarlögreglumaður hjá lög- reglunni í Kópavogi, um hvernig best er að bregðast við ef manni er ógnað er af ræningja. Þurfa ekki andlitsmyndir Þórir hvetur vinnuveitendur til að útvega strax áfallahjálp fyrir starfsfólk og hafa mynd- bandsupptökutæki sem hægt er að vinna eftir. „Ég bið ekki um meira en að myndirnar séu skýrar. Við þurfum ekki endi- lega að ná andlitinu á mynd. Hægt er að vinna eftir ýmsu öðru svo framarlega sem mynd- irnar eru skýrar ekki bara af einstaklingnum heldur líka um- hverfinu.“ Þórir segist telja að fleiri rán megi rekja til þess hversu harð- ur fíkniefnaheimurinn er. „Fólki þykir sjálfsagt að ræna banka og bera fyrir sig fíkniefna- neyslu og bágindum.“ Hann seg- ir samfélagið samþykkja þær afsakanir. „Persónulega og sem lögreglumaður sem vinn við að rannsaka svona mál þá kaupi ég ekki slíka skýringu. Fólkið á ekki svona bágt. Úrræðin sem eru til eru ekki notuð. Það er ekki einungis hjálp að fá hjá hinu opinbera heldur oft einnig hjá fjölskyldunni. Ég er ekki að véfengja að fólk sé haldið fíkn en það leitar sér ekki lækninga eða hjálpar á þennan hátt.“ „Fyrsta vopnaða bankaránið var framið í desember 1995 í Búnaðarbankanum á Vesturgötu og er enn óupplýst. Á fyrri hluta þessa árs voru þrjú vopnuð rán framin; í Hafnarfirði, Kópavogi og Grindavík og eru þau öll upp- lýst. Síðan var framið vopnað bankarán hér í Reykjavík í fyrradag,“ segir Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík. Minni peningar í umferð Hörður segir enga eina skýr- ingu vera á þessum ránum, sum- ir stela, einhverjir falsa tékka og aðrir ræna. Hann segir minna af peningum í umferð en áður var. Tékkar séu nánast horfnir og peningum í umferð hafi fækkað mjög mikið þar sem margir nota greiðslukort. Einnig hafi innbrotavarnir í fyr- irtækjum og á heimilum aukist. „Það eru fáir staðir þar sem peningar eru á lausu. Reiðufé er varla að finna nema í búðarköss- um og bönkum. Þó er það ekki eina skýringin á auknum ránum en gæti verið hluti af henni.“ hrs@frettabladid.is Umbreyting viðskiptalífs: 25 milljarða viðskipti VIÐSKIPTI Markaðsverð viðskipta með helstu eignir Straums og Eim- skipafélagsins námu um 25 millj- örðum króna. Stærsti nettó seljandi viðskipt- anna er Sjóvá Almennar sem losaði eignir fyrir rúma fjóra milljarða með töluverðum gengishagnaði. Ís- landsbanki keypti fyrir um níu milljarða. Sameining félaganna breytir þeirri nettótölu. Auk þess seldi bankinn Lífeyrissjóðum tölu- vert úr Straumi til lífeyrissjóða. Straumur og Landsbankinn eru nettóseljendur eigna og innleysa gengishagnað af fjárfestingum sín- um. ■ UMKRINGDUR AÐDÁENDUM Fjöldi manna var saman komin í höfuð- borginni Pristina til þess að fagna Bill Clinton. Heimsókn til Kosovo: Bill Clinton ákaft fagnað KOSOVO, AP Þúsundir Albana fögn- uðu Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna, þegar hann kom í eins dags heimsókn til Kosovo. Vopnaðir öryggisverðir og friðargæsluliðar Nató fylgdu Clinton á leið hans frá flugvellin- um að háskólanum í Pristina þar sem forsetinn fyrrverandi var sæmdur heiðursgráðu. Clinton er í miklum metum meðal Kosovo- Albana sem þakka Bandaríkja- mönnum það að bundinn var end- ir á þjóðarmorð serbneska hers- ins í Kosovo fyrir fjórum árum. ■ Fjármálaráðherra: Farinn til Dubai STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, situr ársfund Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans í Dubai í Samein- uðu arabísku furstadæmunum á næstu dögum. Geir mun flytja ræðu á árs- fundinum fyrir hönd Norðurlanda um málefni Alþjóðabankans. Einnig situr fjármálaráðherra fund í fjárhagsnefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og mun flytja þar ræðu. Í nefnd- inni sitja fjármálaráðherrar eða seðlabankastjórar 24 landa undir forystu fjármálaráðherra Bret- lands. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu. ■ Vopnuð rán: Gjaldkerar hræddir BANKARÁN Bankagjaldkerar ótt- ast aukningu rána. Þeir hafa rætt sín á milli um hvað beri að gera. Viðmælandi Fréttablaðsins, gjaldkeri með áralanga reynslu, staðfestir þetta. Hann segir áfallahjálp fyrir starfmenn vera nauðsynlega eft- ir að rán hafi verið framið og ekki megi gera lítið úr henni. Hann segir eitt að standa frammi fyrir ræningja vopnuðum hnífi, fólk óttist að ræningjar noti byssur. Hann telur nauðsynlegt að bankarnir taki ógnun vegna vopnaðra ræningja fastari tök- um, til dæmis með endurhönnun á gjaldkerastúkum þannig að gjaldkerar og fjármunir séu bet- ur varðir. Hann segir að taka þurfi mjög alvarlega á glæpum sem þessum og eftir því sem refsingarnar við ránunum eru vægari freistist fleiri til að frem- ja þau. ■ ÞÓRIR STEINGRÍMSSON RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR Í KÓPAVOGI Þórir telur aukningu rána vera til komna vegna harðari fíkniefnaheims. RÁN Á ÁRINU Banki Dagssetning vopn þýfi upplýst Sparisjóður Hafnarfjarðar 1. apríl eggvopn 1.692.000 upplýst Sparisjóður Kópavogs 16. maí eggvopn um milljón upplýst Subway 3. júní eggvopn lítið fé upplýst Landsbankinn í Grindavík 5. júní eggvopn 914.000 upplýst Söluturninn Biðskýlið 18. júní eggvopn 35-40.000 óupplýst Söluturninn Biðskýlið 24. ágúst eggvopn 50-60.000 óupplýst Íslandsbanki Eiðistorgi 29. ágúst vopnlaus 100.000 upplýst Íslandsbanki Lóuhólum 18. september eggvopn ekki vitað óupplýst Fréttaskýring HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ■ skrifar um vopnuð rán. „Ég er ekki að vefengja að fólkið sé háð fíkn en það leitar sér ekki lækninga eða hjálpar á þennan hátt. Átta rán framin á árinu Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður segist ekki taka undir að ræningjar geti afsakað glæpina með fíkniefnaneyslu. Hann segir engar úrlausnir að finna í ránum. BANKARÆNINGI Þessi framdi tvö bankarán, annað í Hafnarfirði og hitt í Grindavík. VERSLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Mikil fjölgun hefur orðið á ólögmætum uppsögnum sem koma til kasta VR. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Héraðsdómur Vestfjarða: Tvíburar sakfelldir DÓMSMÁL Tvíburabræður á þrítugs- aldri voru dæmdir sekir, í Héraðs- dómi Vestfjarða, fyrir brot gegn valdstjórninni í október á síðasta ári. Samkvæmt dómnum beit annar bróðirinn í fingur eins lögreglu- manns og sló annan með hnefum og handjárnum, hinn bróðirinn var dæmdur fyrir að skalla þriðja lög- reglumanninn í andlitið. Lögreglan hafði verið kölluð til að stöðva slagsmál á milli bræðranna í ná- grenni við skemmtistað í Bolungar- vík. Annar tvíburanna rauf skilorð og hlaut fjögurra mánaða fangelsi. Hinn fékk tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.