Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. september 2003 ■ Maður að mínu skapi 19 Maður að mínu skapi er MartinScorsese, kvikmyndaleik- stjóri og ekki síður kvik- myndaunnandi,“ segir Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmað- ur um þann mann sem hann hefur helst í hávegum. Ásgrímur segir ástríðu Scorsese smitandi bæði hvað varðar nálgun á kvikmynda- gerð og viðhorf til kvikmyndasög- unnar. „Myndir hans lýsa kröftugum átökum og birta okkur magnaðar sýnir þar sem leitin að endurlausn og fyrirgefningu syndanna myn- dar grunntóninn. Sú leit kristallast gjarnan í baráttunni við djöflana innra sem ytra og hvergi er hún jafn nístandi og á heimaslóðum hans, strætum New York-borgar. Þær eru vitnisburður um þjáningu og angist sem mannfólkið kallar yfir sig með breytni sinni. Hann hefur aldrei kvikað frá þessari köllun, aldrei gefið neitt eftir, aldrei selt sig á markaðstorginu, ávallt lagt allt að veði.“ Scorsese sagðist eitt sinn hafa viljað vera prestur. Allt hans líf hafi snúist um kvikmyndir og trú. Það er allt og sumt og ekkert ann- að. „Ekki er hægt annað en að vera þakklátur yfir því að Scorsese skili þessu hreina erindi til okkar með sterkri samlíðan, hæfilegri gamansemi og einstöku valdi á þeim frásagnaraðferðum kvik- myndarinnar sem huggað geta döpur hjörtu.“ Og Ásgrímur segir svo frá að Scorsese hafi einmitt líkt kvik- myndinni við trúarlega reynslu og bent á líkindin milli kirkjunnar og kvikmyndahússins. „Á báðum stöð- um kemur fólk saman til að deila sameiginlegri reynslu. Kvikmynd- ir uppfylla hina andlegu þörf fólks til að deila sameiginlegum minn- ingum.“ Ekki aðdáandi allra myndanna Ásgrímur er ekkert endilega að- dáandi allra mynda meistarans, finnst hann jafnvel mistækur, en hann finnur alltaf sannfæringuna og ágengan kraftinn sem Scorsese nær misjafnlega að spila úr: „Nýjasta myndin hans, Gangs of New York, finnst mér t.d. ekki vel heppnuð sem heild, þrátt fyrir marga magnaða spretti. Myndin sem á undan kom, Bringing Out the Dead, var miklu betri, en Mean Streets, Taxi Driver og Raging Bull eru í sérstöku uppáhaldi.“ Þegar Ásgrímur var að ljúka út- skriftarverkefni úr kvikmynda- skóla í Bretlandi var hann á sama tíma að lesa ævisögu Scorsese. „Á hverjum degi tók ég lest eða rútu frá London í skólann, sem var rétt fyrir utan borgina. Ferðatímann og allar dauðar stundir notaði ég til að lesa þessa bók, algerlega gagntek- inn af þeim eldmóði sem gaus upp af síðunum, hélt jafnvel áfram að lesa meðan ég þrammaði milli lest- arstöðva og vissi varla af umhverf- inu. Þegar mér varð litið upp úr bókinni þurfti ég tíma til að átta mig á stund og stað. Þessi bók fyllti mig miklum innblæstri og bylting- arlöngun. Þeirri kveikju reyni ég ávallt að halda lifandi, eða að minnsta kosti endurnýja reglu- lega.“ jakob@frettabladid.is KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR „Þeir þættir sem hvað mest höfða til per- sónulegra tilfinninga og atferlis eins og ástar og kynlífs geta án efa brenglað sið- ferðisþróun ómótaðs einstaklings.“ Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir raun- veruleikasjónvarp geta haft slæm áhrif á börn: Tilfinningar til sölu Það er engin spurning að börnog unglingar geta auðveldlega ánetjast því að horfa á þessa þætti og það gerir aðallega sú spenna sem er í þeim,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. „Þættirnir eru þó ekki allir eins þannig að áhrif þeirra geta líklega verið neikvæð eða allt frá því að geta hugsanlega verið skað- leg sumum einstaklingum sem eru enn að móta sín siðferðisvið- horf og síðan yfir í það að vera fullkomlega skaðlaus. Í Survivor- þáttunum er alltaf ákveðinn hvati allan tímann, sem er ein milljón dollara. Keppendur eru einfald- lega að keppa í þrautum, mann- legum samskiptum og því að vera úti í náttúrunni og þurfa að bjarga sér. En allan tímann er möguleik- inn á að þú vinnir eina milljón dollara og verðir sigurvegarinn.“ Ástin orðin söluvara „Makaleitarþættir eins og til dæmis The Bachelor gætu án efa haft slæm áhrif á börn og ung- linga enda ekki mikið í takt við hið raunverulega líf. Börn sjá ein- hverja rosamyndarlega og frama- gjarna manneskju sem velur sér maka úr stórum hópi af hinu kyn- inu en allir sem taka þátt eiga sér þá ósk heitasta að verða fyrir val- inu. Börn halda kannski að það sé hægt að finna ást á þennan máta, í gegnum flott útlit, frægð og frama. Þarna gengur allt út á það að verða valinn flottastur. Enda þótt skilaboð stjórnenda og fram- leiðenda þáttanna séu á þá leið að fólk eigi að draga sig út ef því er tilfinningalega misboðið gerist það kannski ekki þannig þar sem miklir peningar eru jú í húfi. Þarna er verið að selja það sem mörgum finnst vera eitt af því allra heilagasta; tilfinningar og það að fylgja hjartanu og eigin sannfæringu. Mörgum þykir að slíkt ætti varla að vera söluvara.“ Sterk fjölskyldutengsl skipta miklu „Börn og unglingar sem eru fé- lagslega einangraðir og hafa tak- markaða félagslega færni og lágt sjálfsmat eru í mestri hættu með að verða fyrir neikvæðum áhrif- um slíkra þátta. Hugmyndin um tilfinningalega dýpt og heilag- leika tilfinningar eins og ástar verður ekki aðalmálið eða er skipt út fyrir spennuna og upplifun á því hvernig hægt er að verða rík- ur og frægur. Krakkarnir gætu farið að ímynda sér að þetta sé raunverulegt og margt að þessu sé í samræmi við almenn norm, sé sem sagt í lagi. Í þessu sambandi skiptir máli í hversu góðum tengslum viðkomandi er við fjöl- skyldu sína og hvaða fyrirmyndir viðkomandi hefur á heimilinu.“ ■ Aldrei selt sig á markaðstorginu ÁSGRÍMUR SVERRISSON Martin Scorsese er sá sem Ásgrímur dáir umfram flesta, meðal annars vegna þess að verk hans undirstrika hin sígildu sann- indi að til þess að vita hvert þú átt að fara verður þú að vita hvaðan þú kemur. MARTIN SCORSESE Ásgrímur segir hann mistækan en dáist hins vegar að því að Scorsese hefur aldrei kvikað frá köllun sinni. Hér er hann með Robert DeNiro við tökur á Taxi Driver. Model IS 26 - 3 sæta sófi og tveir stólar Verð áður kr. 249.000 stgr. Sprengi- tilboð aðeins 179.000 stgr. Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 Glæsileg ítölsk leðursófasett Sprengitilboð 70.000 kr. afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.