Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 29
Sjónvarp 36
LAUGARDAGUR
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03
Meðallestur fólks 25-49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
á föstudögum
80%
54%
20%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
KONUR, STRÍÐ OG ÖRYGGI Rann-
sóknastofa í kvenna- og kynjafræðum,
UNIFEM á Íslandi og Mannréttindaskrif-
stofa Íslands standa fyrir ráðstefnu um
konur, stríð og öryggi í Háskólabíói klukk-
an 13. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er
Elisabeth Rehn, fyrrum varnarmálaráð-
herra Finnlands.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
DAGUR TLI AÐ VIÐRA SIG Gott
veður verður til útivistar víða um land í
dag. Það þykknar þó upp suðvestanlands
síðdegis og hvessir þar í kvöld. Hlýnandi
veður. Sjá síðu 6.
11. október 2003 – 248. tölublað – 3. árgangur
SJÁVARÚTVEGSMÁL Aðstandendur Ís-
félags Vestmannaeyja eru tilbúnir
til þess að kaupa HB á Akranesi að
hluta eða öllu leyti ef nýir eigend-
ur Eimskipafélagsins leysa upp
Brim hf. og bjóða eignir félagsins
til sölu.
Heimildir Fréttablaðsins
herma að málið sé á því stigi að
Vestmannaeyingar bíði þess eins
að Eimskip taki þá
ákvörðun að selja.
Þeir eru sagðir
hafa fjárhagslega
getu til þess að
kaupa Akranes-
hluta Brims og einnig viljann til
þess að stækka Ísfélagið til hags-
bóta fyrir Vestmannaeyinga. Um
það er rætt að þeir kaupi eignir
HB að hluta eða öllu leyti. Stjórn-
arformaður Ísfélagsins hefur tek-
ið sæti í stjórn Eimskipafélagsins.
Vestmannaeyingar eru ekki
einir um hituna því forráðamenn
Granda hf. í Reykjavík bíða þess
einnig að fá tækifæri til að kaupa
einhvern hluta Brims.
Brim er með rekstur á Akur-
eyri, Akranesi og Skagaströnd.
Talið er að Akureyringar hafi
burði til að halda sínum hluta af
Brimi með tilstilli KEA og Kald-
baks.
Á Akranesi er staðan sú að
bræðurnir Haraldur og Sturlaug-
ur Sturlaugssynir vilja ná fyrir-
tækinu aftur í eigu heimamanna.
Vandinn er talinn vera sá að þeir
hafi ekki til þess fjárhagslega
burði. Þannig verði þeir að selja
einhvern hluta af þeim rekstri
sem tilheyrir HB til að komast
yfir fyrirtækið fái þeir að kaupa
það. Þar þykir helst koma til
greina sá hluti sem snýr að upp-
sjávarveiðum. Þar er um að ræða
þrjú nótaskip.
Ísfélagsmenn eru sagðir til-
búnir til að kaupa þau skip strax
og þau verði falboðin. Heimildar-
maður Fréttablaðsins sagði að Ís-
félagsmenn óttuðust það helst að
pólitíkin kæmi inn í þessi mál til
bjargar Skagamönnum. Vest-
mannaeyjar þyrftu aftur á móti á
styrkingu að halda og ef það gæti
gerst á hreinum viðskiptalegum
forsendum þá ættu kaupin ein-
faldlega að fá að ganga fram
ótrufluð. Þeir minna á að Akur-
nesingar náðu á sínum tíma kvóta
Sandgerðinga með sameiningu
við Miðnes.
„Við treystum nýrri stjórn
Eimskipafélagsins til að finna
farsæla lausn á málinu,“ segir
Sturlaugur Sturlaugsson aðstoð-
arframkvæmdastjóri HB. Hann
staðfestir að fyrrum eigendur
HB hafi sent eigendum Eim-
skipafélagsins bréf þar sem farið
er fram á viðræður um kaup á
HB verði ákveðið að skipta Brimi
upp.
GLAÐBEITTIR LANDSLIÐSMENN Íslenska landsliðið æfði á AOL-vellinum í Hamborg í gær. Létt var yfir mannskapnum og greinilegt
að menn skemmtu sér vel. Landsleikurinn við Þjóðaverja hefst klukkan 15. í dag.
● Verða að byrja vel
Ásgeir Sigurvinsson:
▲
SÍÐA 30
Gefum okkur
alla í leikinn
● Á tíræðisaldri
Sigurður Demetz:
▲
SÍÐA 10
Orðinn dálítið
gamall
● Að treina sér frægðina
Arnold Schwarzenegger:
▲
SÍÐA 14
Stjörnur í
stjórnmálum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sænska póstþjónustan:
Lindh
á frímerki
STOKKHÓLMUR, AP Sænska póstþjón-
ustan gefur í dag út frímerki með
mynd af Önnu Lindh, utanríkis-
ráðherra Sví-
þjóðar, sem lést
11. september
síðastliðinn af
völdum hnífs-
s t u n g u s á r a .
Hálfþrítugur
k a r l m a ð u r
réðst á Önnu í
verslunarmið-
stöð í Stokk-
hólmi og stakk hana ítrekað. Mað-
urinn situr nú í gæsluvarðhaldi og
bíður ákæru.
Fjögur merki eru á hverri örk
og var myndin af Önnu Lindh tek-
in í mars í vor. ■
Margir í startholunum vegna hugsanlegra uppskipta á Brimi. Eigendur Ísfélagsins horfa
til eigna Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi en óttast pólitísk afskipti. Skagamenn sendu
eigendum Eimskipafélagsins bréf
Eyjamenn vilja kvóta
og skip Skagamanna
INGUNN AK
Margir keppast um að kaupa HB
verði Brimi skipt upp.
■
Akurnesingar
náðu á sínum
tíma kvóta
Sandgerðinga.
rt@frettabladid.is
kgb@frettabladid.is
Forstjóri Og Vodafone
Er í nöp við tölvupóst
Þingið og þjóðin
Óskar Magnússon forstjóri Og
Vodafone segist opinn fyrir því að
banna tímabundið notkun tölvupósts á
vinnustöðum. ▲
SÍÐA 12
29 þúsund lögfræðingar
Mannskæð átök í Írak:
Tugir féllu
í Bagdad
BAGDAD, AP Tveir bandarískir her-
menn féllu og að minnsta kosti
fjórir særðust í fyrirsát í Bagdad,
höfuðborg Íraks í gær. Árásin var
gerð aðeins örfáum klukkustund-
um eftir að bílsprengja varð tíu
manns að bana og slasaði 45 við
lögreglustöð í borginni.
Abdel-Hadi al-Daraji, talsmað-
ur öfgasinnaðra Shíta-múslima
sagði að herlið Shíta hefði misst
tugi hermanna í skotbardaga við
bandaríska hermenn í fyrrinótt í
Sadr-hverfi. ■
LANDSLEIKUR Mikil eftirvænting
ríkir vegna landsleiks Íslendinga
og Þjóðverja í undankeppni Evr-
ópumótsins í knattspyrnu sem
hefst klukkan 15 í Hamborg í dag.
Reiknað er með að um 3.000 Ís-
lendingar verði á vellinum í Ham-
borg að fylgjast með leiknum.
Þeir sem ekki komast á leikinn
geta fylgst með honum í Sjónvarp-
inu. Magnús Pétursson, milliríkja-
dómari til átján ára og eigandi
verslunarinnar Jóa útherja, segir
að landsliðstreyjurnar hafi selst
eins og heitar lummur undanfarið.
„Landinu verður lokað næsta
sumar og allir fara til Portúgal því
ég held að Ísland vinni leikinn 1-
0,“ segir Magnús. „Eiður Smári
skorar innan tuttugu mínútna. Ef
það gerist ekki töpum við 6-0.“ ■
Gríðarleg eftirvænting vegna landsleiks Íslands og Þýskalands:
Horfa hýru auga til Portúgal
Á FRÍMERKI
Frímerki til heiðurs
Önnu Lindh, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar.
BÆTUR LÆGSTAR
Á ÍSLANDI Atvinnu-
leysisbætur eru helm-
ingi lægri á Íslandi en á
hinum Norðurlöndun-
um. Ögmundur Jónas-
son, formaður BSRB og
þingmaður VG, segir
málefni atvinnulausra
veita innsýn í sálarlíf rík-
isstjórnarinnar. Sjá síðu 2.
JÁTAR NAUÐGUN Sautján ára stúlku
var nauðgað og hún skilin eftir á víðavangi
sunnan Víðidals í Reykjavík í fyrrinótt. Mað-
ur um tvítugt hefur játað. Sjá síðu 2.
ÍRANI FÆR NÓBELSVERÐLAUN
Friðarverðlaun Nóbels árið 2003 falla í
skaut íranska lögfræðingsins og rithöfund-
arins Shirin Ebadi sem barist hefur ötullega
fyrir rétti kvenna og barna í Íran og víða
um heim. Sjá síðu 4.
VERKFALLI LOKIÐ Portúgalskir verka-
menn við Kárahnjúka héldu áfram verkfalli
sínu annan daginn í röð þrátt fyrir að
Impregilo hafi fallist á kröfur þeirra. Fyrir til-
stuðlan Íslendinga leystist málið farsællega.
Sjá síðu 6.
Ef Alþingi endurspeglaði þjóðina
væru 29 þúsund lögfræðingar
starfandi í landinu og 47 þúsund
kennarar SÍÐUR 16 OG 17
▲