Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. október 2003
ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON
Er spenntur fyrir leiknum gegn
Þjóðverjum í dag.
Þórður Guðjónsson:
Stærsta
stund
landsliðsins
FÓTBOLTI Þórður Guðjónsson var
spenntur fyrir leiknum gegn Þjóð-
verjum þegar Fréttablaðið tók
hann tali í gær á AOL-vellinum í
Hamborg.
„Þetta er stærsta stund á mín-
um ferli. Ég held að þetta sé
stærsti leikur sem íslenskt lið hef-
ur leikið,“ sagði Þórður sem leik-
ur með Bochum í þýsku úrvals-
deildinni. „Þetta á eftir að verða
eftirminnilegur dagur fyrir alla
sem taka þátt í leiknum - sama
hvernig fer.“ ■
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN
Fimm mörk í fimmta riðli.
5. riðill Evrópumeistara-
keppninnar:
Eiður Smári
marka
hæstur
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
er markahæstur með fimm mörk í
5. riðli Evrópumeistarakeppninn-
ar. Litháinn Tomas Razanauskas
og Þjóðverjarnir Michael Ballack
og Fredi Bobic hafa skorað þrjú
mörk hver.
Eiður Smári skoraði tvö mörk í
leiknum gegn Litháum á Laugar-
dalsvelli, markið í leiknum gegn
Skotum í Glasgow, annað markið í
leiknum í Litháen og fyrra markið
í 2-1 viðureigninni í Þórshöfn.
Heiðar Helgason, Helgi Sig-
urðsson, Hermann Hreiðarsson,
Pétur Marteinsson, Tryggvi Guð-
mundsson og Þórður Guðjónsson
hafa skorað eitt mark hver í
keppninni. ■
Evrópumeistarakeppnin:
Vírus herjar
á Skota
FÓTBOLTI Skotar eiga í vandræðum
fyrir leikinn gegn Litháum í dag
vegna vírussýkingar sem hefur
herjað á nokkra leikmenn þeirra.
Barry Ferguson var nýstiginn upp
úr veikindum þegar Steven
Pressley og Colin Cameron lögðust
veikir.
Skotar hafa mestar áhyggjur af
Pressley sem virtist hafa náð sér af
veikindunum þegar honum sló nið-
ur að nýju á fimmtudag.
Tommy Burns, aðstoðarþjálfari,
vonar að þeir leiki í dag. „Ef ég
þekki þá rétt mun ekkert hindra að
þeir taki þátt í leiknum í dag,“ sagði
hann í viðtali við The Scotchman. ■
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM