Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 16
Ein fyrsta spurningin semmenn fá þegar verið er að
mæla þá út og ákvarða hverjir
þeir eru - setja þá á hillu - er:
Hvað gerir þú? Með öðrum orð-
um: „Að vera er að gera“ eins og
Jean-Paul Sartre heimspekingur
orðaði það. Einkum er það tvennt
sem ræður: Menntun og starfsfer-
ill. Femínistar hafa gert kröfu um
að helmingur þingmanna séu kon-
ur meðal annars á þeim forsend-
um að Alþingi Íslendinga eigi að
endurspegla samfélagið. Sumir
telja það sanngjarna kröfu. Með
svipuðu hugarfari og einföldum
prósentureikningi gerir nú
Fréttablaðið tilraun, og speglar
samfélagið við þingheim út frá
stétt og stöðu. Spurningin er: end-
urspeglar Alþingi samfélagið?
Fjölmiðlamenn áberandi
Þegar litið er yfir þingheim er
sláandi hversu margir sem þar
sitja hafa komið nálægt blaða-
mennsku með einum eða öðrum
hætti, ýmist sem ritstjórar, dag-
skrárgerðarmenn eða ... þing-
fréttamenn. Samkvæmt þeim
heimildum sem fyrir liggja eru
einir 22 þingmenn sem hafa kom-
ið nálægt því starfi eða 35% al-
þingsmanna. Vinnuafl á Íslandi
telur 166.600 manns, samkvæmt
nýjustu tölum frá Hagstofu Ís-
lands. Ljóst er að það er ákaflega
hæpið að Alþingi endurspegli
þjóðina hvað þetta varðar. Til þess
að fá það út, þyrfti að halda því
fram að einir 58.310 Íslendingar
hefðu komið að fjölmiðlastörfum
einhvern tímann á ævinni.
Lögfræðingar
fyrirferðarmiklir
Á þingi sitja einir 11 sem hafa
menntun í lögfræði og teljast þar
með lögfræðingar. Nú er reyndar
krítað liðugt því hér teljum við
forseta Alþingis Halldór Blöndal
með, þó hann hafi reyndar gefist
upp í miðju námi á sínum tíma og
að auki Ágúst Ólaf Ágústsson sem
er að ljúka embættisprófi. En aðr-
ir sem teljast þar með eru Birgir
Ármannsson, Bjarni Benedikts-
son, Björn Bjarnason, Bryndís
Hlöðversdóttir, Davíð Oddsson,
Lúðvík Bergvinsson, Sigurður
Kári Kristjánsson, Sólveig Pét-
ursdóttir og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Þetta þýðir að um 17.5 prósent
Alþingismanna eru lögfræðingar,
og þriðjungur þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins, en þar eru þeir
flestir. Auðvitað ber á það að líta
að Alþingi er löggjafarsamkunda
og því traust að hafa lögfróða
menn þar - en mörgum finnst of í
lagt. Miðað við áðurnefndar for-
sendur þá ætti hlutur lögfræðinga
í vinnuafli á Íslandi að vera 29.155
manns. Það er svoldið mikið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Lög-
fræðifélagi Íslands eru um 1.400
til 1.500 lögfræðingar á Íslandi og
þykir mörgum nóg um.
Flokksgæðingarnir, kennar-
ar og opinberir starfsmenn
Næst er litið til þeirra sem
störfuðu fyrir sína flokka áður en
þeir fóru á þing. Auðvitað er þetta
afstætt - allir hafa þingmenn nátt-
úrlega starfað að einhverju leyti
fyrir sína flokka. Þó má finna þrjá
þingmenn, eða 4,7% af þingmanna-
fjölda, sem koma beinlínis af
launaskrá flokka sinna og inn á
þing, flokksgæðingar út í gegn:
Árni Magnússon var framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins og þar
var á skrifstofunni Dagný Jóns-
dóttir og svo var Björgvin G. Sig-
urðsson framkvæmdastjóri Sam-
fylkingar. Ef Alþingi endurspegl-
aði þjóðfélagið hvað þetta varðar,
þá ættu 7.830 atvinnubærir Íslend-
ingar að starfa á skrifstofum
stjórnmálaflokka.
En það er ekkert miðað við þá
þingmenn sem koma úr opinbera
geiranum, starfsmenn ríkis og
bæja. Reyndar skilgreiningarat-
riði, en hér er miðað við þá sem
koma úr bæjarmálapólitík, frá
borgarstjórum til kennara. Spurn-
ing er hvort flokka eigi Steingrím
J. Sigfússon, Þorgerði K. Gunnars-
dóttur og Magnús Þór Hafsteins-
son, sem öll komu af RÚV á þing,
sem opinbera starfsmenn. Hér er
það ekki gert og þó er talan 25, eða
um 40% þingmanna. Ef þetta ætti
að vera í samræmi við þjóðfélagið,
þá erum við að tala um 66.640 opin-
bera starfsmenn og vandséð hvern-
ig skattgreiðendur ættu að halda
slíkum her uppi. Til samanburðar
má nefna að í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja eru skráðir
um 15 þúsund félagar.
Þá er afar athyglisvert hversu
margir þingmanna hafa fengist við
kennslu eða heilir 18, eða 28,5%, og
16 11. október 2003 LAUGARDAGUR
Fram hafa komið kröfur um að Alþingi Íslendinga endurspegli samfélagið
Lausleg athugun leiðir hins vegar í ljós að á Alþingi situr fremur einsleitur hópur.
Til að komast á þing virðist best að vera lögfræðimenntaður og með nokkra
reynslu úr kennslu, fjölmiðlum og sveitarstjórnum:
Þingið í hnotskurn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M