Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 18
Bókaútgáfan Hólar sendir frásér fjölmargar bækur fyrir jólin. Af barnabókum útgáfunnar má nefna Bestu barnabrandar- arnir - sjúklega fyndnir, en þetta er áttunda bókin í þeim flokki og eru flestir af hinum titlunum upp- seldir. Þá er það Spurningabókin 2003 sem er nokkurs konar fjöl- skyldubók. Í bókaflokknum Ævin- týri Nonna er komið að bókinni Á Skipalóni, en hún segir frá bar- áttu Nonna upp á líf og dauða við þær óhugnalegu skepnur sem ís- birnir eru. Nonnabókina prýða framúrskarandi myndir Kristins G. Jóhannssonar. Og útgefendur segja myndir Rúnu Gísladóttur í ævintýrabók hennar, Allan ársins hring, vera frábærar, en bókin fræðir börn á skemmtilegan hátt um mánuðina og ýmsa siði sem þeim tengjast. Þá er það græn- lenska ævintýrið Anngannguujuk eftir H. C. Petersen, í þýðingu Hjörleifs Hjartarsonar, en það segir frá ungum dreng sem er rænt og leit föður hans að þessum týnda syni sínum. Ennfremur er komin út bókin Hvar er Valli? í þýðingu Ólafs Víðis Björnssonar. Unglingarnir fá síðan hina mergj- uðu bók Drakúla eftir Bram Stoker í þýðingu Þorsteins Gunn- ars Jónssonar. Gamansögur og dulræn efni Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason hafa umsjón með bóka- útgáfu Hóla og saman hafa þeir sent frá sér fjölda gamansagna- bóka. Níunda bókin kemur út í ár og heitir Afsakið hlé. Hún inni- heldur gamansögur af fjölmiðla- mönnum þessa lands; mismælum þeirra, hrekkjum, vankunnáttu og eflaust einhverju fleiru. Lyginni líkast í ritstjórn Jóns Hjaltasonar inniheldur sögur af íslenskum ýkjumönnum sem sögðu sögur af sömu list og sjálf- ur Münchausen. „Lygilega góð bók,“ segir útgefandinn Guðjón Ingi. Jón stendur einnig að baki bókarinnar Heimskupör og trú- girni sem fjallar um mistök, trú- girni og klúður, jafnt Íslendinga sem annarra jarðarbúa. Þá er það bókin Lífsspeki, en eins og nafnið bendir til þá fjallar hún um það sem gerir lífið þess virði að því sé lifað. Í bókinni Hvað segir þitt hjar- ta? opnar Þórhallur Guðmunds- son miðill hjarta sitt fyrir lesend- um, segir frá því sem gerist á miðilsfundum, hvað dauðinn feli í sér, hvað bíði okkar hinum megin og hvernig við eigum að takast á við sorgina. Ástir Gríms Thomsen Lífsþorsti og leyndar ástir eftir Kristmund Bjarnason bregður upp svipmyndum úr lífi Gríms Thomsen og nokkurra samferðar- manna hans. Í þessari bók er hann viðkvæmur elskhugi óhemjunnar frá Fredericia, Magdalenu Krag. Þau eignast barn saman en halda því leyndu. „Þetta er bók sem kemur mjög á óvart og varpar nýju og óvæntu ljósi á þjóðskáld- ið,“ segir Jón Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Hóla. Bylting í sjávarútvegi Íslend- inga á öndverðri 20. öld er við- fangsefni dr. Jóns Þ. Þór í 2. bindi Sögu sjávarútvegs á Íslandi sem spannar árin 1902 til 1939. „Jón Þ. Þór hefur dregið að sér gríðarleg- an fróðleik um allar hliðar útgerð- ar á Íslandi sem hann tvinnar saman af þekkingu og lipurð svo úr verður öndvegisrit,“ segir Guð- jón Ingi. Skáldverk og ljóðabækur Eitt skáldverk kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum fyrir jól- in. Það er Leiðin til Jerúsalem eftir Jan Guillou í þýðingu Sig- urðar Þórs Salvarssonar. Bókin hefur verið á toppi metsölulista í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, en í síðastnefnda landinu hafa selst yfir 600.000 eintök af henni. Hún gerist á 12. öld og segir sögu hins sænska Árna Magnússonar sem elst upp í klaustri undir handar- jaðri vopnfimasta krossfarans. Bókaútgáfan Hólar gefur út þrjár ljóðabækur á næstunni. Austfirsk skemmtiljóð, í saman- tekt Ragnars Inga Aðalsteinsson- ar, inniheldur eins og nafnið bendir til skemmtilegan kveð- skap sem á rætur að rekja til Austurlands. Stef úr steini er af- mælisrit til heiðurs séra Jóni Bjarman, fyrrum fanga- og sjúkrahússpresti. Ritið inniheld- ur áður óbirt ljóð Jóns og nokkr- ar ljóðaþýðingar hans. Blíðsum- ars nætur, skagfirsk úrvalsljóð II, er framhald bókarinnar Undir bláhimni. Bjarni Stefán Kon- ráðsson frá Frostastöðum tók saman og valdi til birtingar skag- firskar ljóðaperlur eftir sýsl- unga sína, lífs og liðna, og hafa flest ljóðanna ekki birst á prenti fyrr. kolla@frettabladid.is 18 11. október 2003 LAUGARDAGUR VANSÆMD eftir J.M. Coetzee Hinn nýbakaði Nóbelsverð- launahafi J.M. Coetzee er vel að heiðrinum kominn því hann er stórgóður höfundur. Hann fékk Booker-verðlaunin árið 1999 fyrir Vansæmd sem kom út árið 2000 hjá Bjarti og stingur nú upp koll- inum á metsölulistum vikunnar hér á landi. Í bókinni segir frá há- skólaprófessor sem hefur sér- kennileg viðhorf til kvenna og eft- ir að hafa lent í hneykslismáli leitar hann athvarfs hjá dóttur sinni sem býr í uppsveitum Suð- ur-Afríku. Feðginin verða þar fyr- ir árás sem breytir lífi þeirra og hugmyndum prófessorsins. Vel skrifuð bók og áhrifamikil og á köflum ansi grimm METSÖLU- LISTI BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR Allar bækur 1. Burt með verkina. Chris McLaughlin 2. Vansæmd. J.M. Coetzee 3. Vín. Þorri Hringsson 4. Supersex. Tracey Cox 5. Óvinurinn. Emmanuel Carrére 6. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 7. Röddin. Arnaldur Indriðason 8. Sagan af Pí. Yann Martel 9. Andvökuskáld - Viðar Hreinsson 10. Ensk - íslensk skólaorðabók. Mál og menning Skáldverk 1. Vansæmd. J.M. Coetzee 2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 3. Röddin. Arnaldur Indriðason 4. Sagan af Pí. Yann Martel 5. Rokkað í Vittula. Mikael Niemi 6. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 7. Skuggaleikir. Jose Carlos Samoza 8. Ár hérans. Arto Paasilinna 9. Elling - Paradís í sjónmáli. Ingvar Ambjörnsen 10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason METSÖLUBÆKUR BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR 1. - 7. OKTÓBER METSÖLU- LISTI BÓKABÚÐA EYMUNDS- SONAR Allar bækur 1. Vín. Þorri Hringsson 2. Supersex. Tracey Cox 3. Stjórnun á tímum... Þórður Víkingur Friðgeirsson 4. Skuggaleikir. Jose Carlos Somoza 5. Röddin. Arnaldur Indriðason 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Dagbók barnsins. Setberg 8. Burt með verkina. Chris McLaughlin 9. Leiðin til lífshamingju. Dalai Lama 10. Vansæmd. J.M. Coetzee Skáldverk 1. Skuggaleikir. Jose Carlos Samoza 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Vansæmd. J.M. Coetzee 5. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 6. Sagan af Pí. Yann Martel 7. Elling - Paradís í sjónmáli. Ingvar Ambjörnsen 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Arto Paasilinna 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR 1. - 7. OKTÓBER ■ bækur Ég á auðveldast með að festamig við bækur sem fjalla annaðhvort um einhver fræði eða þjóðfélagið eins og það er í dag, en er aftur slakari við að lesa skáldskap og fagurbók- menntir,“ segir Birgir Guð- mundsson stjórnmálafræðingur um lesefni sitt undanfarið „Ég lét mig hafa það á sínum tíma að hraðlesa Höfund Íslands eftir Hallgrím Helgason. Sú bók er raunar ennþá á náttborðinu hjá mér því ég dunda mér oft við að lesa úr henni síðu og síðu svona bara til að smjatta á orðalagi og stíl Hallgríms. Það er alveg merkilegt hvað ekki eldri maður hefur gott vald á málinu og fjöl- breyttan orðaforða. Kannski er það ástæðan fyrir því hve lengi og seint mér gengur að lesa fag- urbókmenntir, að ég freistast iðu- lega til að staldra við og margle- sa setningar og kafla sem mér þykja vel skrifaðir. Það er nánast eins og að lesa ljóð, en ég á það einmitt til að taka skorpur í því að lesa ljóð. Þessa dagana er ég búinn að vera að glugga dálítið í Davíð Stefánsson í kjölfar þess að Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur fór með fallegt ljóð eftir hann í útför ömmu minnar fyrir stuttu. Ég fletti að gamni upp kvæðinu á eftir og hef síðan stað- ið fyrir nokkrum davíðskum ljóðakvöldum einn með sjálfum mér fyrir háttinn. Ég var lengi með hálfgerða fordóma gagnvart Davíð og las hann lítið, en eftir að ég flutti norður til Akureyrar og ég fór meðal annars að syngja ljóð hans í kór og kynnast honum meira, breyttist afstaða mín al- gerlega til hans.“ ■ BIRGIR GUÐMUNDSSON „Það er ekki langt síðan ég datt í bækurnar hans Arnalds Indriðasonar og las þær í einum rykk. Leynilögreglumaðurinn Erlendur náði mér alveg.“ Bókaútgáfan Hólar sendir frá sér fjölmargar bækur fyrir þessi jólin og kennir þar ýmissa grasa. Lygasögur og sannleikur Davíðsk ljóðakvöld „Ég freistast iðulega til að staldra við og marglesa setningar og kafla sem mér þykja vel skrifaðir. Það er nánast eins og að lesa ljóð.“ ,, ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON MIÐILL. Skrifar um dulræn efni í bókinni Hvað segir þitt hjarta? Dætur Kína - bældarraddir eftir Xinran, kemur út seinna í þessum mánuði hjá JPV útgáfu. Bókin er metsölubók víða um heim og selst til dæm- is eins og heitar lummur á Amazon-vefnum þessa dagana. Í bókinni er að finna sannar frásagnir um líf kvenna í Kína og jafn- framt er þetta saga Xinr- an sjálfrar. Xinran er fædd árið 1958. Kínversk stjórnvöld létu taka hana frá foreldrunum þegar hún var eins mánaða og hún ólst upp hjá ömmu sinni og sá móður sína ekki fyrr en hún var fimm ára gömul. Skömmu seinna voru foreldrar hennar handteknir fyrir landráð og sjálf eyddi hún næstu fimm árum, ásamt bróður sínum, í skóla fyrir „menguð“ börn. Sem ung kona sá Xinran í átta ár um út- varpsþátt þar sem konur hringdu inn og sögðu sögu sína. Xinran hefur sagt í viðtali að á þessum árum hafi hún vaknað upp um nætur eftir martraðir um sögur kvenna og æsku sína. Árið 1997 var svo komið að hún þurfti að taka átta svefntöflur til að geta sofnað. Þetta var ein ástæða þess að hún ákvað að flytja frá Kína en hún býr nú í London ásamt seinni eiginmanni sínum sem er breskur. Dætur Kína - bæld- ar raddir byggir á frá- sögnum kínverskra kvenna sem bæði skrif- uðu Xinran og hún hitti á ferðum sínum um Kína. Þær segja frá of- beldi, skipulögðum hjónaböndum, aðskiln- aði frá börnum og fá- tækt og allsleysi. Xinr- an segir að við gerð bókarinnar hafi hún orðið að berj- ast við fordóma fólks, bæði karla og kvenna, sem álitu að konan væri eign karlmannsins og að það væri ekki við hæfi að ræða við konur um frelsi, menntun og fleira. Það var ekki óalgengt að Xinran fengi bréf sem innihéldu hnífa og byssukúlur. Rithöfundurinn Amy Tan hefur sagt um þessa bók Xinran: „Þess- ar sögur verða allir að lesa. Lífs- saga þessara ónafngreindu kven- na er svo áhrifamikil að mér fannst ég ekki vera söm þegar ég var búin með bókina.“ ■ DÆTUR KÍNA - BÆLDAR RADDIR Þessi áhrifamikla bók um líf kvenna í Kína er væntanleg seinna í þessum mánuði hjá JPV útgáfu. Reynsluheimur kínverskra kvenna GRÍMUR THOMSEN. Kristmundur Bjarnason bregður upp svip- myndum úr lífi Gríms Thomsen í nýrri bók. JÓN SVEINSSON. „NONNI“. Bók hans á Skipalóni kemur út fyrir þessi jól. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.