Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 14
Nú þegar „tortímandinn“, kvik-myndastjarnan og kraftajöt-
uninn Arnold Schwarzenegger hef-
ur verið kjörinn ríkisstjóri í Kali-
forníu eru margir að velta því fyr-
ir sér hvort „stjörnur“ búi yfir ein-
hverjum hæfileikum sem geri það
af verkum að stjörnuljómi fylgi
þeim upp á þungbúinn himin
stjórnmálanna. Allir muna eftir
því að Ronald Reagan vann mikinn
sigur í fylkisstjórakosningum ein-
mitt þar, og embætti ríkisstjóra
varð síðan stökkpallur hans í sjö-
unda himin bandarískra stjórn-
mála, forsetaembættið og Hvíta
húsið.
Vinnusemi, staðfesta,
sigurvilji
En það er ekki einungis Ron-
ald Reagan sem komið hefur úr
stjörnufansi afþreyingariðnaðar-
ins inn í stjórnmálin. Leikararnir
Clint Eastwood og Charlton
Heston hafa verið kosnir til trún-
aðarstarfa í Bandaríkjunum, sem
og söngvarinn Sonny Bono. Á
vefsetri breska ríkisútvarpsins
birtust nýverið vangaveltur um
Arnold Schwarzenegger í þessu
samhengi.
Arnold er holdtekja „ameríska
draumsins“; draumsins um það
hvernig vinnusemi, staðfesta og
viljinn til að vinna getur lyft
manni í sigurhæðir. Arnold var
orðinn milljónamæringur aðeins
22 ára. Hann hefur reynslu úr
viðskiptalífinu, hefur stjórnað
póstsölufyrirtæki sínu sem selur
líkamsræktarvörur í langan tíma
og sýnt af sér þá kænsku og
kunnáttu í viðskiptum sem til
þarf.
Schwarzenegger er heldur
ekki algjör nýgræðingur á sviði
opinberra mála, því að fyrir 13
árum gerði George Bush eldri,
sem þá var forseti Bandaríkj-
anna, Arnold að formanni Íþrót-
ta- og heilbrigðisráðs landsins,
þar sem hann barðist m.a. við
vaxandi offituvanda þjóðarinnar.
Forskot á keppinautana
Að sögn Philips Davies sem er
prófessor í bandarískum fræðum
við De Montfort-háskólann í
Leicester í Bretlandi hafa fram-
bjóðendur í stjórnmálum sem
vanir eru að standa frammi fyrir
myndavélum umtalsvert forskot
á keppinauta sína. „Í Bandaríkj-
unum er stjórnmálabarátta í vax-
andi mæli háð frammi fyrir sjón-
varpsmyndavélum og frægt fólk
með reynslu á þessu sviði getur
sýnt meiri „einlægni“ í miðlinum
heldur en viðvaningar,“ segir
prófessorinn og bætir því við að
Reagan og Schwarzenegger hafi
sýnt og sannað að yfirgripsmikil
þekking á stefnumálum sé óþörf
til að ná árangri í stjórnmálum.
„ S t e f n u y f i r l ý s i n g a r
Schwarze-neggers hafa í besta
falli verið almenns eðlis, og hann
virðist hafa tileinkað sér þá að-
ferð Reagans að mála stöðuna
með breiðum pensli. Reagan
hafði mjög ljósar skoðanir sem
skírskotuðu til kjósenda og marg-
ir studdu, en síðan eftirlét hann
starfsliði sínu að hrinda þessum
skoðunum í framkvæmd.
Schwarzenegger hefur sömu-
leiðis góða yfirsýn í stórum
dráttum, en hins vegar virðist
hann ekki hafa það á hreinu
hvernig hann vill láta fram-
kvæma hlutina.“
Getan til að fanga athygli
Thomas Mann, stjórnmála-
fræðingur frá Brookings-stofn-
uninni í Washington segir að
stjörnur frá Hollywood hafi getu
til þess að fanga athygli fjölmiðla
og athygli fólks sem yfirleitt fyl-
gist ekki náið með stjórnmálum.
Hann segir að þessi geta til að
draga að sér athygli sé hins veg-
ar enginn mælikvarði á getu við-
komandi til að leysa vandamál.
Um Schwarzenegger segir Thom-
as Mann: „Hann hefur hvorki
þróað með sér stjórnmálalega né
heimspekilega afstöðu. Aðalhvati
hans á stjórnmálasviðinu er sókn
eftir völdum.“
Það er ekki einungis í Banda-
ríkjunum sem frægt fólk hefur
komist til áhrifa í stjórnmálum. Í
Bretlandi má benda á hinn heims-
fræga hlaupara Sebastian Coe,
leikkonuna Glendu Jackson og
sjónvarpsmanninn Giles
Brandreth sem öll komust á þing.
Að treina sér frægðina
Prófessor Davies segir að
sumt frægt fólk hafi raunveru-
legar hugsjónir og stefnumál í
stjórnmálum, en annað vilji
framlengja frægðarferil sinn og
sjái stjórnmálin sem leið til að
halda sér í sviðsljósinu. „Stjörn-
ur eru vanar því að þurfa að taka
ákvarðanir. Þetta fræga fólk hef-
ur þrek til að lifa lífi í hringiðu
fjölmiðlaumfjöllunar og al-
mennrar athygli, og kann þrátt
fyrir það að líta út fyrir að vera
sallarólegt.“
Hin ytri rósemi sem
Schwarzenegger hefur tamið sér
hefur örugglega reynst honum
vel á endaspretti kosningabarátt-
unnar, og sennilega reyna næstu
mánuðir rósemi kappans til hins
ýtrasta.
thrainn@frettabladid.is
■ Nafnið mitt
Arnold Schwarzenegger er ekki eina stjarnan sem náð hefur frama í pólitík í Bandaríkjunum. Eins og stjórnmál eru þar í landi þykir ekki
slæmt að hafa reynslu fyrir framan myndavélina. Arnold fetar í fótspor manna eins og Ronald Reagans og Clint Eastwood.
Stjörnur í stjórnmálum
ARNOLD SCHWARZENEGGER
Nýkjörinn fylkisstjóri Kaliforníu. „Hann hefur hvorki þróað með sér stjórnmálalega né
heimspekilega afstöðu. Aðalhvati hans á stjórnmálasviðinu er sókn eftir völdum,“
segir Thomas Mann stjórnmálafræðingur hjá Brookings stofnuninni í Washington.
Í Bandaríkjunum er
stjórnmálabarátta í
vaxandi mæli háð frammi
fyrir sjónvarpsmyndavélum
og frægt fólk með reynslu á
þessu sviði getur sýnt
meiri „einlægni“ í miðlinum
en viðvaningar.
,,
Ég heiti Bjartmar eftir Bjart-mari Jónssyni bónda á Steina-
borg á Berufjarðarströndinni en
þar stóð uppeldisheimili föður
míns sem launaði Bjartmari upp-
eldið með því að nefna drenginn
sinn eftir honum.“ Þannig svarar
tónlistarmaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson spurningunni: Hvers
vegna heitir þú Bjartmar?
Bjartmar hefur ekki kynnt sér
merkingu nafns síns en rámar í
að hafa einhvern tíma verið upp-
lýstur um að það merki sólstafi á
sjó. „Það er sjórinn - marinn.
Þetta er einhvers konar indíána-
nafn. Bjartur sjór. Mér fannst
þetta mjög stórt nafn þegar ég
var lítill og horaður drengur. Mér
fannst Bjartmar Guðlaugsson
einhvern veginn betur hæfa
presti en litlum dreng. Séra
Bjartmar Guðlaugsson
þjónar fyrir altari. Ég tók
hins vegar ekki stefn-
una á prestinn, var svo
ungur þegar ég byrj-
aði að syndga að það
var einhvern veginn
aldrei inni í mynd-
inni.“
Annað sem plagaði
Bjartmar unga í
tengslum við nafnið,
fyrir utan hversu fáránlegt það
var á pasturlítinn pottorm, var
hversu fáir báru nafnið. Hann
vissi um Bjartmar Guðmundsson
frá Sandi alþingismann en svo
hafa fleiri komið fram í dagsljós-
ið og Bjartmörunum fjölgað.
„Svo var nafnið mitt aldrei stytt
né hengt við það viðurnefni. Mér
fannst miklu meira kúl að heita
Daddi, Gunni eða Dóri í gamla
daga. En ég er algerlega horfinn
frá þeirri skoðun í dag.“
Já, Bjartmar litli óx upp í
nafnið með árunum, fitnað vel útí
það og hækkaði. „Og svo hjálpaði
það mér þegar ég fór útí brans-
ann að vera með þetta fágætt
nafn. Ég vissi að það kæmi að
notum einn góðan veð-
urdag og er
mjög sáttur
við nafnið
núna.“ ■
Sólstafir á sjó
BJARTMAR
GUÐLAUGSSON
„Mér fannst Bjarmar
Guðlaugsson ein-
hvern veginn betur
hæfa presti en
litlum dreng.
Séra Bjartmar
Guðlaugsson
þjónar fyrir
altari.“
14 11. október 2003 LAUGARDAGUR
Fjandinn virðist vera hlaupinní Dani. Prestar dönsku kirkj-
unnar fá sífellt fleiri fyrirspurn-
ir frá fólki sem óskar eftir því að
þeir reki burt djöfla eða illa anda
sem hafa tekið sér bólfestu í
manneskjum. Þetta kemur fram í
grein sem Jens Ejsing skrifaði
nýverið í danska blaðið Berlinske
Tidende.
Skrattinn og árar hans virðast
í vaxandi mæli læsa klónum í
saklausar danskar sálir, ef marka
má hina vaxandi eftirspurn, sem
prestar hafa orðið varir við, eftir
aðstoð frá fólki sem er sannfært
um að illir andar hafi sest að í
umhverfi þess eða jafnvel lagt
undir sig mannssálir.
Illir andar úr sjónvarpi
Séra Ole Skjerbæk Madsen
segir að hann sé oft í viku beðinn
um að koma fólki til hjálpar sem
vill að hann reki burt illa anda.
„Fólk lítur ekki lengur á það
sem óeðlilegt þótt því finnist
eitthvað illt vera á sveimi í
námunda við sig,“ segir hann og
bætir við að vaxandi ótti fólks
við að lenda í klóm illra afla stafi
meðal annars af því að sjón-
varpsefni fjalli í vaxandi mæli
um yfirnáttúrlega hluti.
Erik Hviid Larsen sóknar-
prestur við Betlehemskirkjuna í
Kaupmannahöfn segir frá því að
tveir til þrír aðilar leiti til kirkj-
unnar í hverri viku og biðji um
aðstoð við að reka út illa anda.
„Ég giska á að ég reki burt
25-50 djöfla á ári,“ segir hann og
telur að í Kaupmannahöfn sé að
finna um það bil 25 þjóðkirkju-
presta sem taki að sér að fást við
illa anda.
Sálfræðileg vandamál -
ekki máttur myrkranna
Séra Ole Skjerbæk Madsen
segir að eftirspurnin eftir að
prestar komi á staði til að taka að
sér fyrirbænir og særingar sé
orðin svo mikil að hann og marg-
ir aðrir prestar séu að velta því
fyrir sér að setja á fót sérstaka
símaþjónustu fyrir fólk sem þarf
á slíkri fyrirgreiðslu að halda.
„Í mörgum tilvikum kemur í
ljós að vandamál fólksins eru
fremur af sálfræðilegum toga en
að þau stafi af völdum myrkra
afla.“
Séra Jens Barfod sem er
stjórnarmaður í danska prestafé-
laginu og sóknarprestur í
Gråsten hefur persónulega ekk-
ert á móti því að ákveðnir prest-
ar taki að sér að hjálpa fólki sem
telur sig vera andsetið. „En það
gerir þá ekki að betri prestum,“
segir Jens Barfod sem ekki trúir
á skrattann, né heldur ára og
djöfla sem raunveruleg fyrir-
bæri, heldur segir hann að „illsk-
an sé eitthvað í manneskjunni“.
Ný skilgreining á dulræn-
um upplifunum
Það breytir því ekki að mun
fleiri Danir en nokkru sinni fyrr
leita um þessar mundir til sálu-
sorgara sinna og biðja um aðstoð
þeirra við að reka út djöfla og
illa anda. „Þetta er nokkuð sem
hefur farið ört vaxandi á seinni
árum,“ segir séra Erik Hviid
Larsen sem þó er ekki þeirrar
skoðunar að djöflar séu teknir
að leika lausum hala í dönsku
samfélagi, en hann er þeirrar
skoðunar að hinir ýmsu sjón-
varpsþættir um yfirnáttúrleg
efni hafi valdið því að fólk sé
farið að skilgreina á þennan hátt
ýmiss konar dulrænar upplifan-
ir sem það verður fyrir. ■
Prestar í Danmörku fá sífellt fleiri beiðnir um að reka út illa anda.
Fjandinn hleypur í Dani
ÚR EXORCIST
Sífellt fleiri Danir leita aðstoðar presta til að hrekja út illa anda.
Draugalegt sjónvarpsefni er meðal þess sem kennt er um.
FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI