Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 4
4 11. október 2003 LAUGARDAGUR
Hvernig fer landsleikurinn við
Þjóðverja?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að horfa (horfðirðu) á lands-
leik Íslands og Þýskalands?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
16%
41%
Jafntefli
43%Við töpum
Við vinnum
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
KÁRAHNJÚKAR Helga Hreinsdóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigðis-
eftilits Austurlands, segir for-
svarsmenn Impregilo hafi stigið
stórt skref í framfaraátt síðustu
daga, en heilbrigðiseftirlitið hef-
ur ítrekað gert athugasemdir við
aðbúnað starfsmanna verktakans.
„Þeir eru loks farnir að hafa
okkur með í ráðum. Áður var
byggt og við spurð síðar en nú
ráðfæra þeir sig við okkur áður en
hlaupið er til.“
Helga segir að tekið hafi verið
á flestum athugasemdum heil-
brigðiseftirlitsins. Búðir og að-
búnaður starfsmanna við Teigs-
bjarg sé í lagi og Impregilo hafi
frest fram á helgi til að klára það
sem klára þarf við búðir starfs-
manna við Axará. Hún kannast
ekki við kvartanir þess efnis að
Portúgalarnir sem við Kára-
hnjúka starfa hafi einungis að-
gang að einu klósetti.
Félagsmálaráðherra, Árni
Magnússon, hyggst fara upp að
Kárahnjúkum í dag til að skoða
aðstæður verkamannanna.
OSLÓ, AP Íranski lögfræðingurinn
Shirin Ebadi hlýtur friðarverð-
laun Nóbels árið 2003 fyrir að bar-
áttu sína fyrir rétti kvenna og
barna í Íran og um heim allan.
Ebadi er fyrsta íslamska konan og
jafnframt fyrsti Íraninn sem fær
þessi verðlaun.
„Sem lögfræðingur, dómari,
kennari, rithöfundur og baráttu-
kona hefur hún látið til sín taka í
heimalandinu Íran og um heim
allan,“ segir í yfirlýsingu frá
norsku Nóbelsverðlaunanefnd-
inni. Ebadi, sem er 56 ára gömul,
nam lögfræði við Háskólann í
Teheran og var fyrst kvenna til að
gegna embætti dómara í Íran.
Hún var neydd til að segja af sér í
kjölfar byltingarinnar 1979.
„Ég er múslími svo þú getur
verið múslími og jafnframt lýð-
ræðissinni,“ sagði Ebadi í samtali
við norska ríkissjónvarpið sköm-
mu eftir að tilkynnt var um út-
nefninguna. „Þetta er mjög já-
kvætt fyrir mannréttindi í Íran,
einkum fyrir rétt barna. Ég vona
að ég geti látið gott af mér leiða.“
Ebadi hyggst fara til Ósló í des-
ember til að veita verðlaununum
viðtöku.
Úthlutunarnefndin hrósaði
Ebadi fyrir að berjast fyrir nýrri
túlkun á kennisetningum íslam þar
sem tekið er mið af sjálfsögðum
mannréttindum á borð við lýðræði
og jafnrétti. „Þetta eru skilaboð til
írönsku þjóðarinnar, múslíma og
heimsbyggðarinnar allrar, um að
manngildi, baráttan fyrir frelsi og
baráttan fyrir rétti kvenna og
barna eigi að vera í fyrirrúmi,“
sagði Ole Danbolt Mjoes, formað-
ur nefndarinnar. Hann sagðist
vona að útnefning Ebadi ætti eftir
að styrkja baráttuna fyrir mann-
réttindum í Íran.
Ebadi hlýtur sem svarar tæpum
100 milljónum íslenskra króna í
verðlaun. Afhending verðlauna-
fjárins fer fram í Ósló 10. desem-
ber næstkomandi, á dánardegi Alf-
red Nobel.
Ákvörðun Nóbelsverðalauna-
nefndarinnar kom nokkuð á óvart.
Margir höfðu búist við því Jóhann-
es Páll páfi annar hlyti verðlaunin
eða Vaclav Havel, fyrrum forseti
Tékklands. Á síðasta ári féllu frið-
arverðlaunin í skaut Jimmy Cart-
er, fyrrum forseta Bandaríkjanna.
Tveir aðrir múslímar hafa fengið
friðarverðlaun Nóbels, Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna,
árið 1994 og Anwar Sadat, fyrrum
forseti Egyptalands, 1978. ■
VG Kópavogi:
Sigursteinn
við stjórn
STJÓRNMÁL Sigursteinn Másson,
formaður Geðverndar og fyrr-
um sjónvarpsfréttamaður, var
kjörinn formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs í
Kópavogi á aðalfundi félagsins
síðasta fimmtudag. Hann tekur
við embættinu af Hafsteini
Hjartarsyni.
Auk Sigursteins voru þau
Guðný Dóra Gestsdóttir, Ólafur
Þór Gunnarsson, Lára Jóna Þor-
steinsdóttir og Emil Hjörvar
Petersen kjörin í stjórn. Vara-
menn í stjórn eru Guðrún Gunn-
arsdóttir og Kolbrún Valvels-
dóttir. ■
MÆÐGUR
Móðir Melindu Lopez var afar stolt af dótt-
ur sinni og fagnaði henni innilega.
Kona fyrir borð:
Heila nótt í
sjónum
TEXAS, AP Mexíkósk kona á fertugs-
aldri synti í sjónum í þrettán
klukkustundir eftir að hún hafði
fallið útbyrðis á rækjuveiðibáti í
Mexíkóflóa.
„Ég varð að vera sterk. Ég vildi
ekki deyja á þennan hátt,“ segir
Melinda Lopez. Hún synti að
mannlausum olíuborpalli og gerði
vart við sig með því að mála neyð-
arkallið SOS og setja af stað neyð-
arflautur. Þegar strandgæslan
kom á vettvang þjáðist hún af
vægri ofkælingu og vessaþurrð.
Hinir skipverjarnir á rækju-
bátnum urðu einskis varir þegar
Lopez féll fyrir borð um 110 kíló-
metra frá landi. ■
Sendiherra Breta:
Kallaður í
ráðuneytið
STJÓRNMÁL Gunnar Snorri Gunnars-
son, ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins, kallaði John Culver,
sendiherra Breta, á sinn fund í
gær til að afhenda honum svar ís-
lenskra stjórnvalda við athuga-
semdum Breta og 22 annarra ríkja
við hvalveiðirannsóknir Íslend-
inga.
Auk þess að koma meginsjónar-
miðum íslenskra stjórnvalda á
framfæri fór Gunnar Snorri þess á
leit að hvert ríki fyrir sig svaraði
tveimur spurningum, annars veg-
ar hvers vegna þau hefðu séð sig
knúin til að lýsa andstöðu við til-
raunaveiðarnar og hvort þau væru
andvíg aflífun sjávarspendýra á
sama tíma og þau mótmæltu ekki
aflífun landspendýra. ■
Samræði barna:
Lugu til
um aldur
DÓMSMÁL Sextán ára piltur var
dæmdur í fjögurra mánaða fang-
elsi, skilorðsbundnu til tveggja
ára, fyrir að hafa margoft haft
samræði við tólf ára stúlku á
heimili sínu í sumar. Honum var
einnig gert að greiða allan máls-
kostnað.
Móður piltsins var gert að
greiða foreldrum stúlkunnar 200
þúsund krónur fyrir hönd ólög-
ráða sonar síns. Pilturinn og
stúlkan höfðu kynnst í gegnum
íþróttaiðkun og þróaðist sam-
band þeirra út í að þau byrjuðu
að hafa samfarir snemma í vor,
heima hjá honum. Sambandinu
héldu þau leyndu og tjáðu móður
hans að stúlkan væri fimmtán
ára gömul. ■
LÍBERÍA, AP Charles Taylor, fyrrum
forseti Líberíu, reynir allt hvað
hann getur til að hafa áhrif á gang
mála í heimalandi sínu, þrátt fyrir
að hann hafi verið hrakinn frá
völdum. Taylor fór í útlegð til Ní-
geríu í ágúst síðastliðnum eftir 14
ára blóðuga borgarastyrjöld í
landinu. Taylor var leyft að fara
úr landi gegn loforði um að hann
léti af öllum afskiptum af málefn-
um landsins.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna fullyrðir að Taylor stefni
friðargæslu og uppbyggingu í Lí-
beríu í voða með afskiptum sín-
um.
Stríðsglæpadómstóll á vegum
Sameinuðu þjóðanna hefur ákært
Taylor fyrir stríðsglæpi og verður
málið tekið fyrir hjá dómstólnum
í Sierra Leone innan tíðar. Þó eng-
inn framsalssamningur sé í gildi
milli Nígeríu og Sierra Leone
bendir margt til þess að Taylor
verði framseldur. Taylor fékk
hæli í Nígeríu gegn því að hætta
öllum afskiptum af stjórnmálum í
Líberíu en hann hefur nú svikið
það loforð. ■
EINRÆÐISHERRANN ÚTLÆGI
Charles Taylor, fyrrum foseti Líberíu, hefur
þrátt fyrir fögur fyrirheit, ekki hætt afskipt-
um af stjórnmálum í heimalandi sínu.
Taylor, fyrrum forseti Líberíu, enn með afskipti
af heimalandinu:
Stefnir friðar-
ferlinu í voða
Bragarbót á búðum Impregilo:
Allt á réttri leið
FRÁ KÁRAHNJÚKA-
SVÆÐINU
Framkvæmdir eru
komnar vel af stað
þrátt fyrir styr um að-
búnað starfsmanna.
Íslömsk kona hlýtur
friðarverðlaun Nóbels
Friðarverðlaun Nóbels árið 2003 falla í skaut íranska lögfræðingsins og
rithöfundarins Shirin Ebadi sem barist hefur ötullega fyrir rétti
kvenna og barna í Íran og um heim allan.
FRIÐARVERÐLAUNAHAFI
Íranska baráttukonan Shirin Ebadi er friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2003.
SPRENGJUÁRÁS Í NICE Einn mað-
ur særðist þegar sprengja sprakk
fyrir utan skrifstofur franska
flughersins við höfnina í Nice í
Frakklandi. Rúður í byggingunni
brotnuðu og hurðir skemmdust.
Enginn hefur lýst ábyrgð á til-
ræðinu á hendur sér en yfirvöld
telja að aðskilnaðarsinnar á eynni
Korsíku hafi verið þarna að
verki.
SKOTÁRÁS Í HOLLANDI Tvær
manneskjur voru skotnar til bana
í átökum undirheimagengja í
smábænum Astelveen í Hollandi.
Vopnaðir menn skutu á bifreið
sem fórnarlömbin sátu í.
ELDSVOÐI Í BOLUNGARVÍK Eldur
kom upp í gamalli trésmiðju á
Bolungarvík síðdegis í gær. Það
tók slökkviliðið um þrjá tíma að
slökkva eldinn. Húsið, sem var
mannlaust þegar eldurinn kom
upp hrundi og því ljóst að
fjárhagslegt tjón er mikið.
■ Lögreglufréttir
■ Evrópa