Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 34
34 11. október 2003 LAUGARDAGUR
Þeir sem muna eftir útvarps-stöðinni Útrás, útvarpi fram-
haldsskólanema sem sendi út á
tíðninni 97.7 til ársins 1993, muna
eflaust eftir Ajax. Sveitin var svo
á meðal þeirra sem áttu lag á
IceRave safnplötunni, sem hlýtur
að vera fyrsta íslenska raftónlist-
arsafnplatan. Þessi frumkvöðla-
dúett var samansettur af tveimur
mönnum sem síðan þá hafa verið
mjög áberandi í raftónlistarsen-
unni. Það eru Þórhallur Skúlason,
eiganda Thule útgáfunnar, og Sig-
urbjörn Þorgrímsson sem hefur
starfað undir nafninu Biogen frá
því að Ajaxbrúsinn tæmdist.
Í kvöld verða því straumhvörf
þegar Ajax rís úr gröfinni og kem-
ur aftur fram á raftónlistarhátíð-
innni á Vídalín eftir tíu ára fjar-
veru.
„Við fréttum af því að Hljómar
væru komnir aftur, og okkur lang-
aði til þess að vera með,“ segir
Þórhallur Skúlason í gamni. Tím-
arnir eru þó breyttir og það tekur
víst ekki eins mikið á að vera raf-
tónlistarmaður í dag.
Á tónleikadagskránni verða
gömlu lögin, en í nýjum búning.
„Hugmyndin er að fara í þessi lög,
sækja búta úr þeim, klippa þau
niður og setja nýja hluti ofan á
þau. Það sem við gerum er að þetta
verður alveg lifandi, sem er mikil
áhætta því flestum tilvikum mæta
raftónlistarmenn eiginlega með
tónlistina tilbúna og ýta á play.“
Á Vídalín í kvöld koma einnig
fram Exos, Tómas T.H.X. og Biggi
Veira.
biggi@frettabladid.is
■ TÓNLIST
Í Lazyboy á hljóm-
sveitaræfingum
hvað?hvar?hvenær?
8 9 10 11 12 13 14
OKTÓBER
Laugardagur
■ ■ KVIKMYNDIR
Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvik-
myndina Viridiana eftir Luis Buñuel.
Myndin er svarthvít frá árinu 1961. Sýn-
ingarnar fara að venju fram í Bæjarbíói,
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Miðasala opnar
hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er kr.
500.
Bílskúrsbíó í bíósal MÍR að Vatnsstíg
10 á vegum Lorts og Bíó Reykjavík. Sýnd-
ar verða fjórar stuttmyndir Lorts ásamt
gestabíómyndinni Raflost eftir Arnar Jón-
asson.
Bílskúrsbíó í bíósal MÍR að Vatnsstíg
10 á vegum Lorts og Bíó Reykjavík.
Sýndar verða fjórar stuttmyndir Lorts
ásamt gestabíómyndinni Raflost eftir
Arnar Jónasson.
Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin
Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa-
bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530
1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regn-
boginn, s. 551 9000 Smárabíó , s. 564
0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170
Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg-
arbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ TÓNLEIKAR
Nanna Hovmand, lýrískur mezzó-
sópran og Jónas Ingimundarson, pí-
anóleikari flytja íslensk sönglög og söng-
va eftir norræn tónskáld á tónleikum í
Salnum, Kópavogi.
Margrét Bóasdóttir sópran, Sigurð-
ur Halldórsson sellóleikari og Björn
Steinar Sólbergsson orgelleikari verða
með tónleika í Langholtskirkju í tón-
leikaröðinni „Blómin úr garðinum,“
sem Kór Langholtskirkju gengst fyrir.
Þrjú hundruð manna karlakór
hljómar í Íþróttahúsinu á Selfossi. Sjö
karlakórar sameinast þar í einn kór og
flytja nokkur þekkt lög. Þessir kórar eru:
Karlakórinn Jökull frá Höfn í Hornafirði,
Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppa-
manna, Karlakór Selfoss, Karlakórinn
Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur og Lög-
reglukórinn.
Kammerkór Suðurlands flytur í
Iðnó tónlistardagskrá með leikrænu ívafi
undir heitinu „Gengið á lagið“. Kórinn
hefur flutt þessa dagskrá undanfarið á
Suðurlandi við frábærar undirtektir
áheyrenda. Stjórnandi kórsins er Hilmar
Örn Agnarsson organisti í Skálholti.
Íslenska óperan sýnir Frá Nagasaki
til Alsír á 90 mínútum. Sýndar verða í
stuttformi óperurnar Madama Butterfly
og Ítalska stúlkan í Alsír.
■ ■ LEIKLIST
Lína Langsokkur eftir Astrid Lind-
gren verður á Stóra sviði Borgarleik-
hússins.
Í vetur munu nemendur á öðru ári í
leiklistardeild LHÍ leiklesa nokkur af
verkum Williams Shakespeare, ásamt at-
vinnuleikurum sem tekið hafa þátt í
uppfærslum þeirra á íslensku leiksviði.
Lestrarnir eru óæfðir og leikritin verða
lesin óstytt í Smiðjunni, leikhúsi LHÍ við
Sölvhólsgötu. Riðið verður á vaðið með
Hamlet, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar
Sigurjónsson verður sýnt á litla sviði
Þjóðleikhússins.
Farsinn Allir á svið á stóra sviði
Þjóðleikhússins.
Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht
á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins.
Leikfélagið Brynjólfur sýnir kanadís-
ka einleikinn Fjóla á ströndinni í Hlöð-
unni við Litla Garð á Akureyri. Sigríður
Eyrún Friðriksdóttir fer með hlutverk
Fjólu og Skúli Gautason leikstýrir.
Björk Jakobsdóttir flytur einleik
sinn, Sellófon, í Iðnó.
■ ■ LISTOPNANIR
Ljósmyndasýning Öldu Sverrisdóttur
verður opnuð í húsakynnum Reykjavíkur-
Akademíunnar við Hringbraut 121, 4.
hæð og ber sýningin titilinn Landslag. Sýn-
ingin stendur til 6. nóvember og er opin
alla daga nema sunnudaga frá 13-17.
Níræður listamaður, Jóhannes Ara-
son, opnar sýningu sem ber yfirskriftina
"Þetta þarf skýringar við" í Listasafni
Borgarness. Á sýningunni verða útskorn-
ar klukkur, leirmunir og málverk ásamt
völdum ljósmyndum af grjóthleðslum
Jóhannesar og endurbyggingum á
gömlum torfhúsum, þ.á m. er baðstofan
í Seljalandi sem Jóhannes byggði á ár-
unum 1990-1994.
Sýning á verkum Péturs Halldórs-
sonar verður opnuð í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnarfjarð-
ar.
Sýning Þorsteins Helgasonar hefst
Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar
sýnir hann 48 listaverk. Sýningin stendur
til 26. október. Listasetrið er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 15-18.
Sýning á leirlist Sigríðar Erlu Guð-
mundsdóttur verður opnuð í Sverrissal
og apóteki Hafnarborgar, menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar.
Ásgeir Lárusson opnar sýningu í
Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Að
þessu sinni sýnir Ásgeir 24 olíumyndir,
allar af stærðinni 18x24. Sýningin er
opin virka daga frá 10-18 og laugardaga
11-16. Henni lýkur 30. október.
Sýningin „Áfram stelpur!“ verður
opnuð í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Að
sýningunni standa Borgarskjalasafn
Reykjavíkur og Kvennasögusafn Íslands í
samvinnu við Femínistafélag Íslands.
Sýnd eru skjöl og munir tengdum
kvennahreyfingum. Sýningin er opin
mánudaga til fimmtudaga 10-20, föstu-
daga 11-19 og um helgar 13-17. Hún
stendur til 2. nóvember og er aðgangur
ókeypis.
Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlistar-
maður opnar sýninguna "Af því bara er
ekkert svar" á Kaffi Karólínu, Akureyri.
Sýningin stendur til 7. nóvember.
■ ■ SKEMMTANIR
Ríó-tríó verður með útgáfutónleika á
Tónahátíðinni í Þjórsárveri. Með þeim
Ágústi Atlasyni, Helga Péturssyni og
Ólafi Þórðarsyni leika á tónleikunum gít-
armeistararnir Björn Thoroddsen og
Gunnar Þórðarson.
Hörður Torfa kemur fram í Dala-
búð, Búðardal, á sinni árlegu hausttón-
leikaför um landið.
Geðhjálp stendur fyrir stórtónleikum
í Austurbæ í tilefni af Alþjóðageðheil-
brigðisdeginum. Fram koma hljómsveit-
irnar Land og synir, Botnleðja, 200.000
naglbítar, Bent & 7berg, Trabant, Úlpa og
Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Frítt inn meðan húsrúm leyfir.
Magadanssýning verður í Tjarnar-
bíói. Sýningin ber titilinn Sharazade
and the Sultan.
AJAX
Ajax kominn til að vera? „Maður á aldrei að segja aldrei en þetta verður væntanlega eina
skiptið á þessu ári sem við gerum þetta,“ segir Þórhallur Skúlason. „Ef þetta tekst vel er
alveg hægt að gera eitthvað meira síðar.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Fimmtudagur 16.10. kl. 20:30 uppselt
Sunnudagur 19.10. kl. 16 uppselt
Sunnudagur 19.10. kl. 20 uppselt
Föstudagur 24.10 kl. 20 örfá sæti laus
Föstudagur 31.10. kl. 20 laus sæti
Ósóttar pantanir seldar daglega.