Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 11. október 2003
RAFLAGNA
ÞJÓNUSTA
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Mexíkóskur maður sem lagðurvar inn á spítala með skotsár
á hálsi og baki heldur því fram að
hundurinn sinn hafi skotið sig.
Juan Evangelista, 22, frá
Yucatan, sagði læknum spítalans
að hann hefði verið fyrir utan
heimili sitt þegar hann varð fyrir
skotinu. Hann segist hafa snúið
sér við og séð hund sinn halda á
byssunni í kjafti sér.
„Ég veit ekki hvað gerðist,“
sagði Juan í viðtali við vefsvæðið
las Ultimas Noticias. „Eina mínút-
una erum við að leika okkur og þá
næstu var hann með byssu í
munninum. Þessi hund-
ur er besti vinur minn“.
Talsmaður lögregl-
unnar segir söguna eina
þá lygilegustu sem
hann hafi heyrt í starfi
sínu. „En við höfum
samt enga ástæðu til
þess að halda að maður-
inn sé að ljúga. Það
virðist vera að hundur-
inn hafi einhvern veg-
inn náð að skjóta byss-
unni, en hvað eigum við
að gera? Handtaka
hundinn?“
Juan er búinn að fyrirgefa
hundi sínum og hefur alls ekki í
hyggju að láta lóa greyinu, þrátt
fyrir skotárásina. Slík er vinátta
þeirra, ef þetta hefði verið konan
hans, þá væri hún komin út á göt-
una. ■
Skrýtnafréttin
SATT EÐA LOGIÐ
■ Mexikóskur maður liggur á spítala með
skotsár. Hann segir að hundurinn sinn
hafi skotið sig. Lögreglan segir söguna þá
lygilegustu sem heyrst hefur.
HUNDUR
„Gefðu mér bein,
eða ég skýt þig í
bakið“.Hundur
skýtur mann
Mist Hálfdanardóttir,
15 ára,
Hagaskóla
„Félagsmiðstöðvarnar þyrftu
að fá meira fjármagn til
þess að það gæti verið
opið oftar og hægt væri
að taka upp á fleiri snið-
ugum hlutum. Þær eru lokaðar á sumrin
og bara opin þrjú kvöld í viku á veturna.
Svo finnst mér líka svolítið skrýtið að
krökkum sé hleypt inn á skemmtistaði
þegar þau eru átján en samt er ekki
leyfilegt að kaupa áfengi fyrr en um tví-
tugt.“
Sindri Eldon,
17 ára, Borgarholtsskóla
„Ég þoli ekki skemmti-
staði. Mér finnst miklu
skynsamlegra að fólk
sæki í sína vinahópa og
fari bara á skólaböll
með jafnöldrum sínum.
Aldurstakmarkið meikar
alveg sens og ég held
að það sé nauðsynlegt
að hafa þessa skiptingu. Ég passa alla
vega ekki inn á skemmtistaðina enn
sem komið er og sé ekki jafnaldra mína
fyrir mér þar.“
Dagbjört Hákonardóttir,
19 ára, Menntaskólinn
við Hamrahlíð
„Það vantar kannski
staði fyrir krakka á aldr-
inum 15-19 ára og á
ákveðnum aldri pirraði
það mann að komast
ekki inn á skemmti-
staðina. En þetta eru
bara leiðindi í svona eitt ár þetta bless-
ast allt að lokum.“
Atli Þór Árnason,
15 ára, Hvassaleitisskóla
„Það má alltaf gera
meira og betur en ég
veit ekki alveg hvort
skemmtistaður fyrir
fólk á okkar aldri
myndi ganga upp. Fé-
lagsmiðstöðvarnar eru
alveg að gera sig en þær mættu vera
opnar oftar, sérstaklega á sumrin. Þær
þyrftu ekki að vera opnar oft í viku á
sumrin en það mætti að minnsta kosti
halda eitt ball eða jafnvel tvö.“
Ung ráð
■ Unga fólkið býr oft yfir opnum
og skemmtilegum skoðunum
um hin ýmsu málefni.
Skemmtanir?