Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 6
6 11. október 2003 LAUGARDAGUR
■ Sjávarútvegur
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 75.68 -0.32%
Sterlingspund 125.98 -0.44%
Dönsk króna 12.01 -0.60%
Evra 89.2 -0.60%
Gengisvístala krónu 125,52 -0,17%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 421
Velta 19.282 milljónir
ICEX-15 1.867 1,18%
Mestu viðskiptin
Fjárf.f. Straumur hf. 6.695.592.023
Eimskipafélag Íslands hf. 4.309.627.577
Íslandsbanki hf. 3.167.973.296
Mesta hækkun
Vinnslustöðin hf. 5,56%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 5,04%
Össur hf. 2,94%
Mesta lækkun
Grandi hf. -1,39%
Marel hf. -1,10%
Landsbanki Íslands hf. -0,88%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 9.683,0 0,0%
Nasdaq* 1.915,0 0,2%
FTSE 4.311,0 -0,1%
DAX 3.474,9 -0,2%
NK50 1.363,1 0,1%
S&P* 1.039,5 0,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir hinn nýi stjórnarformaðurEimskips?
2Ráðist var á tvo íslenska athafna-menn í Austur-Evrópu á miðvikudag-
inn. Í hvaða landi voru mennirnir þegar
ráðist var á þá?
3Hvað heitir fyrirliði íslenska lands-liðsins í knattspyrnu?
Svörin eru á bls. 39
GAZA-STRÖNDIN Sex Palestínumenn
féllu og 38 særðust í hörðum skot-
bardaga sem braust út þegar ísra-
elskar hersveitir gerðu áhlaup á
Rafah-flóttamannabúðirnar á
Gaza-ströndinni. Á meðal þeirra
sem létust voru tveir drengir, átta
og fimmtán ára. Einn hermaður
særðist í átökunum.
Ísraelski herinn fór inn í flótta-
mannabúðirnar um miðja nótt með
tugi skriðdreka og nokkrar her-
þyrlur. Flestir hinna særðu urðu
fyrir flugskeyti sem skotið var úr
herþyrlu á hóp manna á jörðu
niðri. Sjúkrahúsið í Rafah er yfir-
fullt og mikill skortur á sjúkra-
gögnum. Ekki er unnt að flytja
hina særðu á sjúkrahús í nærliggj-
andi bæjum vegna takmarkanna á
ferðafrelsi Palestínumanna.
Að sögn Ísraela var markmiðið
með áhlaupinu að eyðileggja göng
sem Palestínumenn höfðu notað til
að smygla vopnum frá Egypta-
landi. Hermennirnir nutu aðstoðar
sérþjálfaðra hunda til þess að leita
uppi göngin. Heimildarmenn innan
ísraelska hersins segja að borist
hafi vísbendingar um að herskáir
Palelestínumenn hefðu í hyggju að
smygla inn hættulegum vopnum á
borð við flugskeyti til að ráðast á
Ísraela. ■
ATVINNUMÁL Um 60 portúgalskir
verkamenn við Kárahnjúka héldu
áfram verkfalli annan daginn í
röð þegar ljóst var að Impregilo
gat ekki útvegað nægan fatnað
fyrir alla Portúgalina samdæg-
urs. Var það þvert á yfirlýsingar
þeirra daginn áður
um að hætta verk-
falli þegar Impreg-
ilo lofaði að verða
við óskum þeirra
um vinnuskó og fatnað. Var mik-
ill hiti í mönnum vegna þessa og
var lögregla kölluð á staðinn
fljótlega upp úr hádegi.
Viðbrögð Impregilo voru þau
að segja þeim starfsmönnum upp
störfum sem héldu verkfallinu
áfram og var Portúgölunum til-
kynnt það fljótlega.
„Þeir segjast ætla að reka okk-
ur alla,“ sagði einn verkfalls-
manna sem Fréttablaðið náði tali
af í gærmorgun. „Þeir gátu ekki
útvegað fatnað og skó eins og þeir
lofuðu okkur og því brugðum við á
það ráð að halda áfram þessu
verkfalli. Svo var okkur tilkynnt
að við yrðum reknir allir saman.“
Fyrir tilstuðlan íslenskra aðila
tókst að stilla til friðar og koma á
sátt síðdegis og lyktir málsins
voru þau að forsvarsmenn
Impregilo féllust á að gefa eftir
og halda því allir störfum sínum.
Gert er ráð fyrir að eftir eina
viku hafi allir Portúgalarnir
fengið vinnufatnað og skó eins og
lofað var.
Talsverðar deilur hófust á
milli þeirra Portúgala sem vildu
halda verkfallinu til streitu og
hinna sem vildu halda áfram
störfum. Urðu þær harðar og
þurftu Íslendingar á svæðinu að
ganga á milli þeirra. Í framhaldi
af því var kallað á lögregluna
sem kom á staðinn skömmu sein-
na. Aðilar sem fylgdust með þró-
un mála sögðu að með frekara
verkfalli hefðu Portúgalarnir
gengið aðeins of langt. „Ég hef á
tilfinningunni að margir þeirra
hafi engan áhuga að vera hérna
lengur,“ sagði einn viðmælenda
Fréttablaðsins. „Þeir voru í raun
búnir að fá það sem þeir óskuðu
eftir og þetta var óþarfa upp-
hlaup í þeim.“
albert@frettabladid.is
LÖGFRÆÐINGAR
Verjendur Malvos, Craig Cooley og Michael
Arif, ávarpa blaðamenn fyrir utan dóms-
húsið í Fairfax-sýslu.
Leyniskyttumorð:
Ósakhæfur
sökum
geðveiki
USA Verjendur Lee Boyd Malvo,
sem grunaður er um að hafa tekið
þátt í leyniskyttumorðunum í
Bandaríkjunum á síðasta ári, ætla
að halda því fram fyrir rétti að
hann sé ósakhæfur sökum geð-
veiki. Lögmennirnir halda því
fram að Malvo hafi verið heila-
þveginn af John Allen
Muhammad, sem einnig er ákærð-
ur fyrir morðin.
Verjendur Malvos segjast hafa
ráðið sérfræðinga til að rannsaka
Malvo og þeir hafi komist að þeir-
ri niðurstöðu að hann þjáist af
geðtruflunum. Að sögn saksókn-
ara er ekkert í skýrslum réttar-
geðlæknis sem styður fullyrðing-
ar verjendanna.
Það kemur að líkindum í hlut
kviðdóms að skera úr um hvort
Malvo sé ábyrgur gjörða sinna. ■
MUN SKEMMRI FUNDARTÍMI
Fundartími Alþingis á síðasta
vetri var meira en þriðjungi
skemmri en árið áður að því er
fram kemur í ársskýrslum þings-
ins. Munurinn skýrist að mestu
af því að síðasti vetur var kosn-
ingavetur og þinghald með styt-
tra móti. Álíka tími fór í at-
kvæðagreiðslur, 19 og 20 klukku-
stundir. Samdráttur var mestur í
umræðu um frumvörp semfór úr
388 tímum í 205.
ÞORSTEINN EA SELDUR Fjölveiði-
skipið Þorsteinn EA hefur verið
selt frá Akureyri til Þórshafnar
fyrir 1.360 milljónir króna. Skipið
hefur verið í eigu Samherja. Með
því fylgja aflahlutdeildir í loðnu,
kolmunna og íslenskri síld.
■ Alþingi
Ísraelar gera áhlaup á flóttamannabúðir
Palestínumanna:
Sex fallnir og 38 særðir
SJÚKRAFLUTNINGAR
Sjúkrahúsið í Rafah er yfirfullt af alvarlega
særðu fólki sem ekki hlýtur viðeigandi um-
önnum vegna skorts á sjúkragögnum.
AÐALVINNUBÚÐIR IMPREGILO
Til stóð að reka þá Portúgala sem stóðu að verkfalli en málin leystust farsællega.
Mikill hiti í
Portúgölum
Málefni Dvergasteins:
Þreifingar
í gangi
ATVINNUMÁL „Það eru þreifingar í
gangi en ómögulegt að segja til um
hvað þær leiða af sér,“ sagði
Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á
Seyðisfirði, en tveir aðilar hafa
sýnt áhuga á að koma að eða kaupa
frystihúsið Dvergastein. Starfs-
mönnum þess var sagt upp störfum
um mánaðarmótin þar sem eigandi
þess, Útgerðarfélag Akureyringa,
hefur ekki áhuga á að halda starf-
seminni áfram. Tryggvi sagði að
fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á að
koma að rekstrinum. „Þetta er allt á
frumstigi enn sem komið er og
menn velta ýmsum möguleikum
fyrir sér en þetta er byrjun.“ ■
Portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka héldu áfram verkfalli sínu
annan daginn í röð þrátt fyrir að Impregilo hafi fallist á kröfur þeirra.
Fyrir tilstuðlan Íslendinga leystist málið farsællega.
■
Þeir segjast
ætla að reka
okkur alla.