Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. október 2003 15 Opið frá kl. 12–16 laugardaga Komdu og reynsluaktu Mazda6 Kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröld við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mazda6 fæst fernra og fimm dyra, sem skutbíll eða sportbíll, með bensín- eða dísilvél, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn með eða án sóllúgu og eingöngu fáanlegur í fallegum litum. Sá sem er í mestu uppáhaldi hjámér í dag heitir Grigory Aleksandrovich Potemkin. Ég var að lesa ævisögu hans eftir gagn- merkan sagnfræðiprófessor, Simon Sebag-Montefiore, sem einnig hefur skrifað mjög merki- lega bók um Jósep Stalin og er mjög umtöluð núna,“ segir Har- aldur Blöndal hæstaréttarlögmað- ur um mann sem er að hans skapi. Potemkin-tjöld misskilingur „Potemkin var rússneskur fursti, ástmaður Katrínar miklu, og að öllum líkindum eiginmaður hennar. Hann var afburða herfor- ingi sem skóp Svartahafsflota Rússa og lagði undir sig keisara- dæmið Krímskaga og syðstu ríki Rússneska keisaradæmisins. Hann var óhemju mikill athafna- maður og stofnaði hverja borgina á fætur annarri. Dó aðeins 52 ára gamall,“ segir Haraldur sem aldrei hefur til Rússlands komið og ekki lagt lykkju á leið sína sér- staklega til að kynna sér manninn sem nýtur aðdáunar hans nú um stundir. Helst er á honum að heyra að honum þyki vitneskja Vesturlandabúa um þetta mikil- menni af skornum skammti. „Þeir þekkja hann aðeins af hinum svokölluðu Potemkin-tjöld- um. Menn trúðu ekki sögunum um uppbyggingu þá sem Potemkin stóð fyrir og héldu því fram að hann hefði sýnt Katrínu miklu leiktjöld þegar hún heimsótti Krímskagann. Svo var ekki.“ Haraldur heldur áfram að lýsa kostum Potemkins sem hann segir mann umbóta og mannúðar. „Já, þó hann væri Rússi. Hann var óvenju vel lesinn, talaði fjölda tungumála; grísku, latínu, ensku, frönsku og líkast til þýsku einnig. Þau Katrín mikla skrifuðust á nánast á hverjum degi. Ef málefn- in voru prívat skifuðu þau frön- sku. En ef það varðaði ríkismál- efni þá var það rússneskan.“ Vildi leysa veldi Ottómana upp Sem dæmi um fjölhæfni Potemkins og hversu víða hann kom við á tiltölulega stuttri ævi nefnir Haraldur að hann hafi haf- ið silkirækt, vínrækt og kartöflu- rækt á Krímskaga. „Það má segja að þannig sé hann eins konar Björn í Sauðlauksdal þeirra Rússa.“ Og Haraldur heldur áfram og segir bók Sebag-Montefiore stór- kostlega bók um stórkostlegan mann sem Vesturlandabúar viti alltof lítið um. „Hugsjón hans var að leysa Ottómanaheimsveldið upp, stofna kristið heimsveldi með Konstanstínópel sem höfuð- borg. Konstantín, sonarsonur Katrínar miklu, átti að verða keis- ari. Því miður komu skammtíma- sjónarmið Breta, Frakka, Prússa og Svía í veg fyrir að þetta úrsér- gengna heimsveldi múhameðstrú- armanna yrði limað sundur. Hann hafði einnig hugsað sér að Gyð- ingar fengju aftur Jerúsalem. Lík- legast fyrstur til að hugsa eftir þeim leiðum.“ jakob@frettabladid.is ■ Maður að mínu skapi Björn í Sauðlauks- dal þeirra Rússa POTEMKIN (1739-1791) Var talinn best hærður Rússa. Ótrúlegur af- reksmaður að mati Haraldar Blöndal en Vesturlandabúar þekkja því miður lítið til hans, eina sem þeir hugsanlega þekkja eru Potemkin-tjöldin. HARALDUR BLÖNDAL Rússinn Potemkin er sá sem lögmaðurinn hefur helst í hávegum þessa dagana enda afrek þessa skammlífa herforingja margvís- leg. Því miður komst Potemkin ekki til þess að lima sundur hið úrsérgengna heimsveldi múhameðstrúarmanna. Sölustríð með miklum auglýs-ingum er skollið á í Bretlandi milli eggjaframleiðenda annars vegar og kartöflubænda hins veg- ar. Bretar hafa til þessa verið stórtækar kartöfluætur, en nú hafa kartöflubændur áhyggjur af því að Bretar muni fara að dæmi Bandaríkjamanna sem hafa dreg- ið úr jarðeplaneyslu sinni um heil 10% að undanförnu. Þetta er ekki síst vegna áhrifa frá svonefndum Atkins-megrunarkúr, sem hefur hina kolvetnaríku kartöflu á bann- lista, en dásamar egg. Verslana- keðjur eru farnar að miða vöruút- stillingar sínar við þá staðreynd að fjölmargir neytendur leggja nú stund á kúrinn, kartöflufram- leiðendum til mikils ama. ■ Atkins-kúrinn: Kartöflur víkja fyrir eggjum KARTÖFLUR Ein afleiðing þess hvað Atkins-megrunar- kúrinn er vinsæll er að kartöfluneysla dregst saman, en eggjaneysla rýkur upp. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.