Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTI Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, segist ekki gera ágrein- ing við forvera sína hjá félaginu en nýja stjórnin nálgist málin með annars konar hugmyndafræði en fyrri eigendur. Það sé spurning hvort hagkvæmt sé að reka í ein- um pakka flutningafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og al- menna fjárfestingarstarfsemi. „Það er sú hugmyndafræði sem við viljum skoða. Við viljum skoða hvort það sé arðbærara að fara út í einhverja slíka uppstokkun,“ segir Magnús í viðtali við Frétta- blaðið. Honum þykir ótti fólks í sjáv- arbyggðunum um að kvótinn fari, verði Brim selt í hlutum, fullkom- lega eðlilegur. „Ég skil mætavel að fólk í þessum bæjarfélögum sem þetta snýst um sé áhyggju- fullt en þetta er nú einu sinni lífið og við þurfum að taka á því. Við munum taka tillit til allra sjónar- miða eftir því sem við best getum en auðvitað þurfum við fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni hluthafa Eimskipafélagsins.“ Hann segir að það sé ekki sjálf- gefið að það sem gefi flestar krón- ur og aura á einhverju vissu augnabliki sé það sem sé best fyr- ir fyrirtæki eins og Eimskip til lengri tíma litið. Það segi sig sjálft fyrir stórt fyrirtæki eins og Eim- skip að vilja ekki kveikja ófriðar- bál úti um allt þjóðfélagið. Sjá nánar bls. 16 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 19. október 2003 – 256. tölublað – 3. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SEX HANDBOLTALEIKIR Tveir leikir verða í Remax-deild karla í handbolta. Breiðablik mætir Stjörnunni klukkan 15 og Grótta KR tekur á móti KA. Í kvennadeild- inni eru fjórir leikir klukkan 17: Stjarnan- Valur, Fylkir ÍR - Víkingur, FH - Fram og KA/Þór - Grótta KR. DAGURINN Í DAG Vill ekki kveikja ófriðarbál FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A TÓNLISTIN Í BOTNI Um 120 hljómsveitir og 30 plötusnúðar blésu lífi í miðborgina um helgina. Airwaves-tónlistarhátíðin hefur stimpl- að sig rækilega inn í menningarlífið. Tónlistarsenan stendur í blóma og dagskráin einkenndist af breidd og fjölbreytni. Sindri Eldon lét ekki sitt eftir liggja á Nasa á föstudagskvöld með hljómsveitinni Dáðadrengjum. Sjá nánar á síðu 19. Með kveðju frá Markúsi Biskup Íslands: Draugar eru mest í höfð- inu á fólki VIÐTAL „Ég trúi á tilvist hins illa. En margt af því sem hefur verið skýrt sem draugagangur er vafa- laust mestmegnis inni í höfðinu á þeim sem þykist upplifa hann,“ segir Karl Sigur- björnsson um drauga og drauga- gang, en ummæli hans um drauga- safnið á Stokks- eyri nýverið hafa vakið athygli. „Það er líka alls kyns múgæsing í kringum þessa hluti,“ segir Karl. „Mér hefur fund- ist mikil lágkúra vaða uppi kringum margt af þessu. Til dæmis draugagöngur sem hafa verið auglýstar á sjálf- um Hólastað, þvílíkt og annað eins! Og galdrasetrið á Ströndum sem gerir galdrabrennur og kukl að skemmtiefni fyrir ferðamenn. En þetta er ekkert grín, það er ógnvænleg og skelfilega saga á bak við þessa hluti. Hin myrku öfl eru raunveruleg. Þau ber að um- gangast með varúð.“ Sjá nánar á síðum 22 og 23. RAKT ER LOFTIÐ Það verður áfram hæglætisveður. Birtir yfir á landinu um miðja vikuna. Flott göngu- og leikjaveður. Sjá síðu 6. ▲ SÍÐUR 24 og 25 Stjórnarformaður Eimskipafélagsins segir að félagið hugsi fyrst og fremst um hagsmuni hlut- hafa. Hann skilur ótta margra við að missa störf úr byggð ef Brim verði hlutað í sundur. Lang- tímahagsmunir verði hafðir í heiðri. KARL SIGUR- BJÖRNSSON Segir mikilvægt að umgangast hin myrku öfl með varúð. SÍÐUR 20 og 21 ▲Tölvupóstur Markúsar Arnar Antonssonar til lykilstarfsmanna á Ríkisútvarpinu hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið birtir nú tölvupóstinn í heild sinni og leitar viðbragðra þekktra fjölmiðlamanna við honum. Allir eiga sína uppáhaldsbarnabók. Grímur grallari, Frank og Jói, Nancy Drew, Beverly Gray, Stubbur, Bob Mor- an og Tarzan eru á meðal þeirra sem margir dýrkuðu og dáðu. En hvar er allt þetta fólk nú? Hetjur bernskunnar Sýnir sólina í London Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson er að slá í gegn með sýningu sinni í Tate-safninu í London. Hann á íslenska foreldra, er fæddur í Danmörku og býr í Þýskalandi. ▲ SÍÐA 18 NEYÐARFUNDUR NATO Bandaríkja- stjórn hefur farið fram á neyðarfund í Atl- antshafsbandalaginu, NATO, vegna ótta við að áætlanir um eflingu Evrópuhers Evrópu- sambandslandanna veiki varnarsamvinn- una í NATO. Sjá síðu 2. TELUR STÖÐU ÚTVARPSSTJÓRA ÓÞARFA Mörður Árnason alþingismaður vill sjá breytingar á yfirstjórn Ríkisútvarps- ins. Telur hann starf útvarpsstjóra tíma- skekkju og vill láta leggja stöðuna niður. Sjá síðu 2. PRESTUR Í DRAUGAMYND Sóknar- presturinn við Hraungerðisprestakall leikur í stuttmynd fyrir Draugasetrið á Stokkseyri sem biskup Íslands fordæmdi nýlega fyrir menningarlega lágkúru. Sjá síðu 4. UPPSAGNIR HJÁ SAMHERJA Um fimmtíu sjómönnum hjá Samherja hef- ur verið sagt upp. Þeir eru nánast allir af Eyjafjarðarsvæðinu. Forstjórinn segir að einhverjir muni fá vinnu á öðrum skipum fyrirtækisins. Sjá síðu 4.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.