Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 34
um afmælistónleikum á Café Aroma í Verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafna- firði. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Tveir menn og kassi eftir Torkild Lindebjerg verður frumsýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren í Borgarleikhúsinu.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi leika laus- um hala á stóra sviði Þjóðleikhússins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Með fulla vasa af grjóti á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara á kostum.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht á Stóra sviði Borgarleikhússins.  21.00 Björk Jakobsdóttir flytur einleik sinn, Sellófon, í Iðnó. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ.  21.00 Hudson Wayne spilar á Sirkus á Airwaves-hátíðinni.  21.00 Dj Ewok og Dj Panik sjá um tónlistina á Vídalín á Airwaves hátíðinni.  21.30 Tenderfoot, Moody Company, Lights on the Highway, Rúnar og Ingó spila á Bar 11.  21.30 Tenderfoot, Moody Company, Lights on the Highway, Rúnar og Ingó spila á Bar 11.  22.00 Andrea Gylfa og Eðvarð Lárusson leika af fingrum fram „bland í poka“ þetta kvöld á Central café bar.  22.00 Gaukurinn: Sunnudagur 19. okt Í kvöld eru sunnudagstónleikar með Stebba og Eyfa sem eru með Simon og Garfunkel-prógramm. Tónleikar byrja kl. 22.  Hörður Torfa syngur og spilar í Mið- garði, Grenivík á sínu árlega haust- ferðalagi um landið. Á ferðalaginu kynn- ir hann nýútkomna plötu sína Eldssaga.  Margrét Jónsdóttir listmálari opnaði í gær einkasýningu í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39 og kallast sýningin Mis- skilningur er svo áhugaverður! ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferð um Reykjanesskaga. Gengin verður gamla alfaraleiðin milli Voga og Grindavíkur, Skógfellaleið. Áætlaður göngutími eru 4 klukkutímar. Verð kr. 2.200 fyrir félagsmenn og 2.500 fyrir aðra. Brottför frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. 34 19. október 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 OKTÓBER Sunnudagur Ég var að klára óperudeildina íGuildhall-skólanum í London í júlí og er með debut-tónleika núna í Gerðubergi með rosalega góðum píanóleikara,“ segir Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó- sópran. Píanóleikarinn heitir Inese Klotina og hefur unnið til ýmissa verðlauna. Sjálf hlaut Guðrún Jó- hanna Kathleen Ferrier-verð- launin í Wigmore Hall í apríl á þessu ári. Saman ættu þær því að fara létt með að töfra áheyrend- ur upp úr skónum með tónlist- inni. Guðrún Jóhanna kynntist henni í London í Guildhall School for Music and Drama og þær hafa starfað mikið saman, verið með tónleika bæði í skólanum og víða í Bretlandi. „Við ætlum að flytja fyrst nokkur íslensk lög, síðan flytjum við okkur yfir í þýsk lög eftir Wolf og Alban Berg.“ Eftir hlé flytja þær síðan sönglagaflokk eftir Nordal Grieg sem heitir upp á norsku Haug- tussa. Guðrún Jóhanna segir ekki neitt dónalegt vera þarna á feðinni þótt nafnið hljómi frekar vafasamt á norskunni. „Nafnið þýðir bara Stúlkan á heiðinni. Þetta er mjög fallegur ljóðaflokkur. Hann fjallar um unga stúlku sem býr uppi á fjalli. Hún verður ástfangin af ungum manni en lendir svo í ástarsorg,“ segir Guðrún Jóhanna. Guðrún segir að sér finnist þetta besti sönglagaflokkur fyrir kvenrödd sem hún hefur haft kynni af. „Hann gerist allur uppi á fjöll- um og það eru bæði sterkar nátt- úrulýsingar og sterkar lýsingar á stúlkunni, sem er mikið náttúru- barn.“ Hún segir píanóleikarann sinn ekki síður vera hrifinn af þess- um sönglagaflokki Griegs. „Það er svo mikið að gerast í píanóinu, miklu meira en oft ger- ist í ljóðasöngvum.“ Píanóleikarinn kemur hingað til lands sérstaklega fyrir þessa tónleika. Fyrr í vikunni hélt Guðrún Jó- hanna tónleika á Akureyri fyrr í vikunni ásamt eiginmanni sín- um, spænska gítarleikaranum, Francisco Javier Jauregui. „Við vinnum mikið saman og giftum okkur í sumar í miðalda- kastala á Norður-Spáni. Hann út- setti öll lögin fyrir söngrödd og klassískan gítar. Nú er hann á fullu að útsetja íslensk sönglög.“ ■ Komin til að syngjaJólahlaðborð Okkar vinsæla og hátíðlega jólahlaðborð á Hótel Geysi verður á eftirfarandi kvöldstundum nú í nóvember og desember: 29. nóvember: Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson munu koma fram og skemmta gestum yfir kvöldverði. 5. desember: Regína Ósk, söngkona mætir ásamt undirleik- ara og syngur falleg lög, m.a. „Don’t try to fool me“ 6. desember: Grétar & Co mæta á svæðið og spila undir borð- haldi ásamt því sem við sláum upp balli síðar um kvöldið. 12. desember: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson munu syngja saman sín fallegustu lög í tilefni jólanna. 13. desember: Hljómsveitin Karma ætlar að eiga með okkur góða kvöldstund. Eftir ljúfa tóna og borðhald tökum við fram dansskóna og dönsum fram á rauða nótt. 14. desember: Fjölskylduhlaðborð. Eftir að fjölskyldan hefur farið saman í Haukadalsskóg og valið sér jóla- tré, þá kemur hún á Hótel Geysi og borðar sam- an í friði og ró. Jólasveinninn hefur boðað komu sína og mun hann gleðja börn og foreldra. Jólahlaðborð kr. 4.900 fyrir manninn. Jólahlaðborð og gisting, kr. 8.900 fyrir manninn Geysir Center, Haukadal, 801 Bláskógabyggð, s. 486 8915, fax 486 8715, e-mail: geysir@geysircenter.is, www.geysircenter.is ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 „Nokkrir dagar í lífi Oblomovs“ nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Moskvu 1979 og byggð á frægri skáldsögu eftir rússneska rithöfundinn Ivan A. Gontsjarov (1812- 91). Leikstjóri er Nikita Mikhalkov. Enskur texti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfa- bakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 5532075 Regn- boginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borg- arbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Íslenska óperan sýnir tvær óperur, Madama Butterfly og Ítölsku stúlkuna í Alsír, í stuttformi.  17.00 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Inese Klotiña píanó- leikari flytja íslensk einsöngslög og verk eftir E. Grieg, H. Wolf og Alban Berg á ljóðatónleikum í Gerðubergi.  17.00 Söngkvartettinn Út í vorið heldur tónleika í Langholtskirkju. Á efn- isskránni eru vinsæl kvartettlög fyrri ára og nýrri útsetningar fyrir kvartettinn, meðal annars á lögum Jóns Múla Árna- sonar.  20.00 Liene Circene píanóleikari frá Lettlandi flytur verk eftir Schubert, Beethoven, Vasks og Liszt á tónleikum í Salnum í Kópavogi.  20.30 Tómas R. Einarsson bassa- leikari og félagar hans verða með út- gáfutónleika í Nasa við Austurvöll í til- efni þess að fyrir skemmstu kom út með þeim geisladiskurinn Havana, sem inniheldur íslensk/kúbanskan latíndjass.  20.30 Jasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir flytur lög Ellu Fitzgerald, Söru Vaughan og Nancy Wilson ásamt þeim Agnari Má Magnússyni píanóleik- ara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Erik Qvick trommuleikara á sérstök- ■ TÓNLEIKAR GUÐRÚN JÓHANNA OG INES KLOTINA Þær flytja meðal annars sönglagabálkinn Haugtussa eftir Grieg á ljóðatónleikum í Gerðubergi í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.