Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 16
16 19. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Magnús Gunnarsson er kominnaftur af fullum krafti inn í ís- lenskt athafnalíf. Maðurinn sem áður stýrði nýjum fyrirtækjum í harðri samkeppni við rótgróin ís- lensk fyrirtæki er kominn í brúna hjá óskabarni þjóðarinnar, orðinn stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, sem áður þótti mesta valdastaða í viðskiptalífinu. Hann segir að sér hafi ekki dottið það í hug þegar þeir Björgólfur Guðmundsson voru ungir menn að stýra Hafskipi að þeir myndu síðar meir stjórna Eimskipafélaginu. „Þá vorum við með hugann við annað, við vorum að keppa við það,“ segir hann. Í millitíðinni hefur Magnús tekist á við margvísleg viðfangs- efni. Hann var framkvæmdastjóri og síðar stjórnarformaður Vinnu- veitendasambandsins, formaður Útflutningsráðs og framkvæmda- stjóri SÍF en síðasta stóra verk- efni Magnúsar á Íslandi var þegar hann tók við stjórnarformennsku í Búnaðarbankanum og undirbjó einkavæðingu hans. Síðustu árin hefur hann mest fengist við flugvélaviðskipti. „Ég byrjaði með Arngrími vini mínum í Atlanta en það samstarf þróaðist síðan í að fjárfestar báðu mig um að höndla með ákveðna pakka af flugvélum eða flugvélahlutum. Ég hef verið með flugvélar sem menn hafa ekki getað leigt og fundið verkefni fyrir þær og í langflestum tilvikum hafa þá ís- lensku flugfélögin tekið við og rekið þær.“ Feikilegar breytingar í ís- lensku viðskiptalífi Hann segir að feikilega margt hafi breyst í umhverfi íslensks at- vinnulífs, Evrópska efnahags- svæðið og aukið frelsi skipti þar mestu. „Einkavæðing ríkisfyrir- tækjanna, einkum bankanna, hef- ur augljóslega haft miklar breyt- ingar í för með sér en ég lít þannig á að þetta sé bara byrjunin á frekari breytingum sem eiga eftir að verða.“ Magnús segir að jákvæðar breytingar séu fram undan, efna- hagsumhverfið sé jákvætt og stöðugleiki. Hann hrósar Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir að hafa stuðlað að því að pólitísk afskipti af viðskiptalífinu hafi minnkað. „Menn eru líka farnir að gera sér grein fyrir því að við lifum ekki allir á því að selja hver öðr- um eitthvað heldur ef við viljum þróa íslenskt viðskiptalíf þá verð- um við að vera djarfir í því að sækja út í hinn stóra heim og sjá hvort við getum ekki bætt við okkar efnahagsstarfsemi með því að vera þátttakendur í fyrirtækj- um erlendis,“ segir Magnús. „Nú eru mörg íslensk fyrirtæki að skapa bæði verðmæti og störf fyr- ir Íslendinga með umsvifum er- lendis.“ Telur hann að Eimskip eigi að stefna að frekari umsvifum í út- löndum? „Ég held að Eimskipafélagið hafi hugsað út á við. Flutningafyr- irtækið hefur mikla starfsemi er- lendis og það er mjög mikil gróska í slíkri hugsun hjá Brimi. Það er nýbúið að kaupa útgerðarfyrirtæki í Bretlandi og það standa yfir mjög alvarlegar viðræður við Marokkó- menn um stórt verkefni. Ég held að þessir hlutir allir séu mjög já- kvæðir þótt það þurfi náttúrlega að fara mjög varlega.“ Spurning um hugmynda- fræði Magnús tekur við stjórnarfor- mennsku eftir gríðarlegar sveifl- ur í eignarhaldi Eimskipafélags- ins. Það var augljóst á hluthafa- fundi að fráfarandi stjórnarfor- maður var ekki alls kostar ánægð- ur með þá þróun. Hvernig túlkaði Magnús yfirlýsingar forvera síns? „Ég í sjálfu sér legg ekki mikið í þá ræðu. Ég held að hann hafi fyrst og fremst verið að skýra þessa hluti frá sínum bæjarhóli og hann hefur fullan rétt til þess. Það er auðvitað mál sem allir þurfa að velta vöngum yfir, hvað er það sem hentar best, hvað gefur mesta arðsemi, og ég er sann- færður um að forverar mínir hjá Eimskipafélaginu hafa verið að gera það sem þeir töldu rétt. Og mér sýnist margt af því hafa ver- ið réttar ákvarðanir.“ Og annað þá ekki? “Ég er í sjálfu sér ekki að segja það, þetta er kannski meira spurn- ing um hugmyndafræði, hvort að það sé hagkvæmt að reka í einum pakka flutningafyrirtæki, sjávar- útvegsfyrirtæki og almenna fjár- festingarstarfsemi. Þetta er um- hugsunarefni og þetta er ekkert nýtt, þessi umræða hefur átt sér stað erlendis þar sem menn hafa séð stór og mikil fyrirtæki með mjög víðfeðman rekstur allt í einu kúvenda og menn kalla það „back to basics“, að fara þá aftur í kjarnastarfsemi sína og losa sig úr hinu.“ Það er sú hugmyndafræði sem þið komið með inn? “Ja, það er sú hugmyndafræði sem við viljum skoða. Við viljum skoða hvort það sé arðbærara að fara út í einhverja slíka uppstokk- un. Það er ekki eitthvað sem við erum búnir að ákveða en við höf- um náttúrlega hlustað á þessa um- ræðu og það er eitt af því sem við viljum skoða.“ Nýir eigendur hefðu væntan- lega ekki ráðist í þann slag um hlutabréfin nema sjá þessi tæki- færi í spilunum? “Það má vera en það er stjórn- in sem ber ábyrgðina og verður að taka þessar ákvarðanir og það eru ekki bara stórir hluthafar í Eim- skipafélaginu heldur fjöldi smærri hluthafa og þeir hafa að sjálfsögðu alveg sama rétt og hin- ir stærri. Þannig að það sem gert er verða menn að trúa að sé gott fyrir hluthafahópinn í heild.“ Óttinn skiljanlegur Hann segir að ef einhverjar ákvarðanir verði teknar sem hreyfa við eignarhaldi á sjávarút- vegsfyrirtækjunum sem samein- uðust í Brimi verði vitaskuld tek- ið tillit til allra sjónarmiða. Hon- um þykir ótti fólks í sjávarbyggð- unum um að kvótinn fari, verði fyrirtækið selt í hlutum, fullkom- lega eðlilegur. „Ég skil mætavel að fólk í þessum bæjarfélögum og sveitarfélögum sem þetta snýst um sé áhyggjufullt en þetta er nú einu sinni lífið og við þurfum að taka á því. Við munum taka tillit til allra sjónarmiða eftir því sem við best getum en auðvitað þurf- um við fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni hluthafa Eimskipa- félagsins.“ Snýst þetta um krónur og aura? “Ég hef einmitt frekar sagt það að menn þurfi að taka tillit til um- hverfisins og það sé ekki alveg sjálfgefið að það sem gefur flest- ar krónur og aura á einhverju vissu augnabliki sé það sem sé best fyrir fyrirtæki eins og Eim- skip til lengri tíma litið. Menn þurfa að taka tillit til þess hvað er arðbærast og hvað er skynsam- legast að gera, það segir sig sjálft fyrir stórt fyrirtæki eins og Eim- skip, það er í flutningaviðskipt- um, í sjávarútvegi og það er í fjár- festingu, það hlýtur að vera mjög mikilvægt að það sé ekki að kveikja ófriðarbál úti um allt þjóðfélagið.“ Eigendur lögðu áherslu á að leysa upp flókin eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi. Finnst þér þú vera þátttakandi í því að leysa upp gamlar valdablokkir og breyta atvinnulífinu í þá átt að það sé frekar hugsað um arðsemi en völd og áhrif? “Ég held bara að þær breyting- ar sem hafa átt sér stað í þjóðfé- laginu leiði af sér að menn verði fyrst og fremst að hugsa um arð- semina. Ég held að Eimskipafé- lagið geti átt mjög stóran þátt í að reyna að flýta aðlögun að nýju umhverfi og vonandi getum við hjálpað til að efla hlutabréfa- markaðinn, sem hefur átt undir högg að sækja. Þó að þetta sé lítill markaður held ég að það sé af- skaplega nauðsynlegt fyrir okkur að hlúa að honum. Spurning um framhald fjár- festingarstarfsemi Magnús segir að ný stjórn tjaldi ekki til einnar nætur. Hann á von á því að hið 90 ára gamla Eimskipafélag eigi eftir að sigla um áratugaskeið inn í framtíðina og verði áfram sterkur og öflugur flutningsaðili fyrir íslenskt við- skiptalíf. En verður Eimskipafélagið þá ekki endilega kjölfestuaðili í sjáv- arútvegi áfram? “Menn hafa verið að spyrja að því hvort þetta fari saman og hvort það sé ástæða til að aðskilja fjárfestingarstarfsemina frá fyr- irtækinu og ég held að það séu sjónarmið sem rétt sé að skoða mjög vandlega. Það er spurning fyrir öfluga fjárfestingarsjóði eins og Burðarás hvort það sé áhugavert að vera svona stór aðili í ákveðinni grein eða ákveðnu fyr- irtæki, en það er auðvitað fram- tíðarsjónarmið að dreifa megin- áhættunni.“ Og að Burðarás verði þá ein- hvers konar umbreytingarfélag? “Já, með hlutabréfamarkaðn- um opnast margir möguleikar og menn geta fengið fjármagn inn í fyrirtækin til að bæta reksturinn og fjárfesta í nýrri tækni. Nú eru augljóslega að myndast sterkar heildir, ýmsir fjárfestingarsjóðir sem hafa áhuga á að koma inn í fyrirtæki og jafnvel til skamms tíma, stokka þau upp, og einmitt tilkoma þessara aðila samhliða líf- eyrissjóðum ætti að geta sett mik- ið líf í markaðinn og í leiðinni gert þá kröfu að þetta sé rekið á hag- kvæmasta hátt, með sem mestri arðsemi og um það snýst þetta,“ segir Magnús Gunnarsson. kgb@frettabladid.is Nýr stjórnarformaður Eimskipafélagsins segir að það þurfi að skoða vandlega hvort ástæða sé til að aðskilja fjárfestingarstarfsemina frá fyr- irtækinu eða hvort Burðarás eigi að treysta svo mjög á eignir í sjávarútvegi. Ekki verði þó hlaupið að neinum ákvörðunum og þær verði teknar með langtímahagsmuni í huga. Hugsum fyrst og fremst um hagsmuni hluthafa STJÓRNARFORMAÐURINN Þetta er spurning um hugmyndafræði, hvort að það sé hagkvæmt að reka í einum pakka flutningafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og almenna fjárfestingarstarfsemi. Menn þurfa að taka tillit til þess hvað er arðbær- ast og hvað er skynsamleg- ast að gera. ,, MAGNÚS GUNNARSSON Einkavæðing ríkisfyrirtækjanna, einkum bankanna, hefur augljóslega haft miklar breytingar í för með sér en ég lít þannig á að þetta sé bara byrjunin á frekari breytingum sem eiga eftir að verða. Við viljum skoða hvort það sé arðbærara að fara út í einhverja slíka upp- stokkun. ,,FRÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.