Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 38
Hugleiðingin 38 19. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Morgunstund Vikan fram undan er annasömhjá Bergvini Oddssyni: „Ég er að skipuleggja styrktartónleika fyrir börn með Goldenhar-sjúk- dóminn, sem verða haldnir á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöldið. Það hefur farið mikil vinna í að hafa samband við þá sem koma fram en næsta vika fer í að setja upp aug- lýsingar og skipuleggja kynningu á tónleikunum.“ Fimm börn eru greind með Goldenhar-sjúkdóminn á Íslandi: „Ég heyrði viðtal við móður sem á barn með þennan sjúkdóm í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og fékk þá þessa hugmynd. Sjúkdóm- urinn lýsir sér þannig að annar helmingurinn af mannslíkaman- um er á einhvern hátt skaddaður. Líkamsþroski er hægari en hjá venjulegum börnum og krakkana skortir jafnvel eða eru með gallað líffæri á annarri hlið líkamans.“ En gengur Bergvini vel að fá tónlistarmenn til liðs við sig? „Ég er að verða búinn að setja saman dagskrána og KK ætlar að koma og spila. Einnig verða hljómsveit- irnar Underwater og Skítamórall og nokkrir uppistandarar þar á meðal Davíð Þór, og svo er ég sjálfur með uppistand. Eftir tónleikana á fimmtudag- inn verður einnig nóg að gera hjá Bergvini: „Strax eftir tónleikana fer ég á Sauðarkrók þar sem ég skemmti með uppistandi alla helgina.“ Hægt er að nálgast miða á styrktartónleikana í forsölu Skíf- unnar. Þar er miðaverð 1.000 krónur en það kostar 1.500 krónur við innganginn. ■ Víkan sem var BERGVIN ODDSSON ■ Skipuleggur tónleika í næstu viku til styrktar börnum sem þurfa að glíma við Goldenhar-sjúkdóminn. Velgengni Ef A er velgengni í lífinu þá er A sama sem x+y+z þar sem x er vinna, y leikur og z listin að halda sér saman. Albert Einstein, 1879 - 1955. Skipuleggur styrktartónleika BÓNUSVÍDEÓ Söluturnakóngar á Akureyri og í Reykjavík rugla saman reytum sínum. Breytingar í Bónusvídeó MYNDBÖND Breytingar hafa orðið á eignarhaldi Bónusvídeós sem rek- ur 29 myndbandaleigur á landinu auk annarra söluturna. Þóroddur Stefánsson, stofnandi fyrirtækis- ins, hefur selt stóran hlut fyrir- tækis síns og starfar nú sem stjórnarformaður þess án viðveru á skrifstofu. Kaupandi er Pétur Bjarnason og fleiri fjárfestar en Pétur rekur Ak - Inn söluturnana á Akureyri auk ísbúða bæði þar og í Reykjavík. Þá er Pétur einn af eigendum Sporthússins í Kópa- vogi sem hann á og rekur ásamt Lindu Pétursdóttur og fjölskyldu hennar. Með samstarfi Þórodds og Pét- urs eru flestar myndbandaleigur á landinu komnar undir einn hatt og reknar sem slíkar. ■ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Árni Johnsen. Karl Steinar Guðnason. Tæp 17%. Verðlaunamyndin NÓI ALBINÓI Sýnd í Háskólabíói kl. 4, 6 og 8. INNSETNING RITHÖFUNDA Penninn Eymundsson og bókabúðir Máls og menningar standa fyrir átaki til að vekja at- hygli á íslenskum rithöfundum og bókum þeirra. Rithöfundar hafa verið fengnir til að vera með innsetningar og voru það Vilborg Davíðsdóttir og Viktor Arnar Ingólfsson sem riðu á vaðið og komu með persónulega muni í búðina. Mér finnst gott að vera laturþegar tækifæri gefst til,“ segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður um morgunstund- ina sína. „Þá sjaldan ég á frí á sunnudagsmorgnum finnst mér gott að dorma og lesa. Og dorma svo aftur. En það er bara allt of sjaldan sem ég kemst upp með það. Það er hins vegar liðin tíð að ég fái mér sætabrauð á slíkum morgnum og þá alls ekki upp í rúm. Nú er það bara fitness – kornfleks. Ekkert annað.“ ■ LÁRÉTT: 1 hetja, 7 hor, 8 prik, 9 reykháfa- hreinsara, 11 fimmtíu og einn, 12 furðu, 15 samtenging, 16 mikil mergð, 17 gerði oddhvassari. LÓÐRÉTT: 1 varningur, 2 frá, 3 lokin, 4 fugl, 5 lengra frá, 6 saumaði lauslega eða hag- ræddi seglum, 10 geðvonska, 13 ganga upp og niður, 14 skjögur, 15 eyja. LAUSN. LÁRÉTT: 1garpur, 7ófeiti,8staf, 9sótara,11li,12undri,15en,16úi,17 yddaði. LÓÐRÉTT: 1góss,2af, 3restin,4rita, 5utar, 6rifaði,10ólund,13dúa,14rið, 15ey. 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 BERGVIN ODDSSON Hefur nóg að gera í vikunni við að skipulegga styrktartónleika sem verða á Gauknum á fimmtudaginn en þar verður Bergvin einnig með uppistand. Ég var einmitt að öfundast út ífólkið í ítölsku myndinni sem var sýnd í sjónvarpinu síðasta sunnudag. Þar var hópur sem hitt- ist alltaf á sunnudögum og borð- aði saman í skínandi sól úti á svöl- um. Þannig væri ég til í að eyða sunnudagseftirmiðdeginu,“ segir Hildur Rúna Hauksdóttir hómó- pati. „Ég er löngu hætt að hafa læri á hverjum sunnudegi, sú venja lagðist af þegar börnin fluttu að heiman. Nú er ég bara með góðan mat á laugardögum eða hvenær sem börnin mín eða vinir eru til staðar.“ Á æskuheimili Hildar var hefð fyrir sunnudagsmatnum: „Þar var alltaf lambalæri með súpu á und- an. Ég byrjaði snemma að aðstoða mömmu við eldamennskuna og þegar ég fór að búa viðhélt ég þessari venju. Ég kaupi lambið við hvert tækifæri sem gefst. Bæði til að styrkja landbúnaðinn og líka af því að mér finnst það svo gott.“ Hildur lumar á góðri uppskrift að lambinu: „Stundum elda ég það á hefðbundinn hátt en mín aðferð er mun vinsælli. Þá steiki ég lambið með kíló af lauk og kílo af sneiddum kartöflum og helli svo kjötsoðinu yfir í restina. Svo bý ég til gott lífrænt ræktað salat og hef enga sósu með því salatið er svo gott á bragðið.“ Sunnudagarnir í seinni tíð eru með ýmsu sniði hjá Hildi: „Nú á sunnudögum eru allir orðir svo þreyttir að það þarf að nota þá til að hvíla sig. Við vinkonurnar för- um oft og fáum okkur súpudisk í Nauthóli á sunnudögum því það nennir engin að hafa fyrir því að elda. Sindri dóttursonur minn var mikið hjá mér þegar hann var yngri og þá eldaði ég oft fyrir hann. Fyrir ekkert ægilega mörg- um sunnudögum síðan vorum við á Bæjarins bestu, svona eru sunnudagarnir nú orðnir.“ ■ HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR Er löngu hætt að hafa læri á hverjum sunnudegi en hefur gaman af að elda fyrir fjölskyldu og vini. Sunnudagssteikin HILDUR RÚNA HAUKSDÓTTIR ■ Lumar á góðri uppskrift að íslenska lambalærinu. Lambið við hvert tækifæri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.