Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 33
33SUNNUDAGUR 19. október 2003
3.34 milljón dílar, 3X linsuaðdráttur (38-114mm), kvikmyndir
320x240 dílar 15 rammar á sek. Hreyfanlegur skjár aftan á sem
hægt er að snúa í 180 gráður lóðrétt og 180 gráður lárétt.
ACDSee og Magix hugbúnaður fylgir. Notar
Compact Flash minniskort. 11MB innbyggð.
TILBOÐ
meðan birgðir endast
Pentax Optio S,
ótrúlega lítil með ekta aðdráttarlinsu
3.34 milljón dílar, 3X linsuaðdráttur (35-105mm), kvikmyndir
320x240 dílar 12 rammar á sek. Ótrúlega lítil og nett (kemst
inn í sígarettupakka!). 98gr. Lithium Ion hleðslurafhlaða fylgir.
ACDSee og Magix hugbúnaður fylgir. Notar SD minniskort.
11MB innbyggð.
Tilboð kr. 39.900
Verð áður kr. 49.900
Pentax Optio 33L,
með hreyfanlegum skjá
Tilboð kr. 29.900
Verð áður kr. 39.900
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850
HANDBOLTI HK vann rússneska fé-
lagið Stephan 20-18 í seinni leik
liðanna í 1. umferð Evrópukeppni
bikarhafa í gær. Rússarnir unnu
fyrri leikinn 23-22 og komust
Kópavogsbúarnir því áfram í
keppninni á einu marki.
„Við byrjuðum vel og náðum
ágætri forystu,“ sagði Árni Stef-
ánsson, þjálfari HK. „Svo kom lé-
legur kafli hjá okkur en við sýnd-
um rosalegan karakter í lokin.“
HK leiddi 19-18 og hefði það dug-
að liðinu til að komast áfram í
keppninni. Elías Már Halldórs-
son tók af skarið og skoraði
markið sem gulltryggði HK sigur
í viðureiginni samanlagt. „Þeir
hleyptu Elíasi í gegn og vonuðu
að hann myndi klikka og þeir
komast upp í hraðaupphlaup og
jafna,“ sagði Árni, sem var mjög
ánægður með aðsóknina og
stuðninginn sem HK fékk í
Digranesi í gær.
Árni var ekki farinn að spá í
hugsanlega mótherja HK í næstu
umferð. Hann segir að þar séu
margir spennandi möguleikar,
bæði sterk lið eins og TUSEM
Essen sem Guðjón Valur Sigurðs-
son leikur með og svo önnur sem
gæfu HK betri möguleika á að
komast áfram í keppninni. ■
FÓTBOLTI Bayer Leverkusen treysti
stöðu sína á toppi þýsku
Búndeslígunnar með 4-1 sigri á
Herthu Berlin á útivelli í gær.
Stuttgart vann Werder Bremen og
komst í annað sætið og stórsigur á
Hannover kom Dormund í þriðja
sæti.
Bayer Leverkusen hefur eins
stigs forskot á Stuttgart eftir leiki
dagsins. Brasilíumaðurinn Franca
– Francoaldo Sena de Souza – skor-
aði snemma leiks fyrir Lever-
kusen en Fredi Bobic jafnaði fyrir
Herthu snemma í seinni hálfleik.
Mörk frá Dimitar Berbatov, Bernd
Schneider og Marko Babic
tryggðu gestunum sannfærandi
sigur. Denis Lapaczinski (Herthu)
og Diego Placente (Bayer) voru
reknir af velli í seinni hálfleik.
Hertha tapaði fyrir pólska félag-
inu Groclin Grodzisk á miðvikudag
og þykir Huub Stevens, þjálfari
Herthu, orðinn valtur í sessi eftir
útreiðina gegn Leverkusen.
Stuttgart komst upp í annað
sætið eftir öruggan sigur gegn
Werder Bremen á útivelli. Imre
Szabics og Kevin Kuranyi skoruðu
með þriggja mínútna millibili seint
í fyrri hálfleik og Christian Tiffert
bætti þriðja markinu við á
lokamínútinni. Gestina munaði
ekki um að Andreas Reinke varði
vítaspyrnu Aliaksandr Hleb á
lokamínútu fyrri hálfleiks.
Markið sem Grikkinn Angelos
Charisteas skoraði fyrir Werder
Bremen á 60. mínútu fékk þó
mesta athyglina. Þetta var fyrsta
markið sem Timo Hildebrand fær
á sig í 884 mínútur og bætti hann
met Oliver Kahn frá því í fyrra um
82 mínútur.
Borussia Dortmund burstaði
Hannover 6-2 á Westfalenstadion.
Ewerthon, Lars Ricken og Sebasti-
an Kehl komu Dortmund í 3-0 áður
en Bergantin Vinicius kom gestun-
um á blað. Ewerthon og Jan Koller
(2) svöruðu fyrir heimaliðið en
Denis Wolf rétti hlut Hannover lít-
illega undir lokinn.
Bayern München náði aðeins
markalausu jafntefli gegn Bor-
ussia Mönchengladbach og situr í
fimmta sæti. Oliver Kahn lék í
marki Bayern og hélt hreinu í
fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði. ■
Evrópukeppni bikarhafa:
HK áfram með
einu marki
HK
Elías Már Halldórsson og Árni Stefánsson fagna sigri HK á rússneska félaginu Stephan
í Evrópukeppni bikarhafa.
Hildebrand hélt
út í 884 mínútur
Grikkinn Angelos Charisteas varð fyrstur til að skora hjá Timo
Hildebrand á leiktíðinni. Bayer Leverkusen er efst eftir stóran sigur
á Herthu í Berlín.
LEIKIR LAUGARDAGSINS
Werder Bremen - Stuttgart 1-3
Angelos Charisteas - Imre Szabics, Kevin
Kuranyi, Christian Tiffert
1860 München - Frankfurt 1-0
Benjamin Lauth
Köln - Freiburg 1-0
Mustafa Dogan
Mönchengladbach - Bayern München0-0
Dortmund - Hannover 6-2
Ewerthon 2, Lars Ricken, Sebastian Kehl,
Jan Koller 2 - Bergantin Vinicius, Denis
Wolf
Wolfsburg - Hansa Rostock 3-1
Diego Klimowicz, Fernando Baiano 2 -
Rene Rydlewicz
Hertha Berlin - Bayer Leverkusen 1-4
Fredi Bobic - Franca, Dimitar Berbatov,
Bernd Schneider, Marko Babic
STAÐAN
Leverkusen 9 7 1 1 22:7 22
Stuttgart 9 6 3 0 12:1 21
Dortmund 9 6 1 2 19:8 19
Werder Bremen 9 6 1 2 22:12 19
Bayern München 9 5 3 1 21:12 18
Wolfsburg 9 5 0 4 20:19 15
1860 München 9 4 1 4 8:11 13
Bochum 8 3 3 2 14:10 12
Freiburg 8 3 3 2 12:11 12
Hannover 9 3 2 4 17:21 11
Schalke 8 2 4 2 10:12 10
Hamborg 8 2 2 4 7:15 8
Kaiserslautern 8 3 1 4 8:12 7
Mönchengladb. 9 1 3 5 6:14 6
Hansa Rostock 9 1 2 6 11:19 5
Frankfurt 9 1 2 6 6:14 5
Hertha Berlin 9 0 5 4 7:17 5
Köln 8 1 1 6 7:14 4
LEIKIR Í DAG
Kaiserslautern - Hamburg
Schalke - Bochum
BORUSSIA DORTMUND
Sebastian Kehl fagnar marki sínu gegn Hannover ásamt Tékkanum Jan Koller, Norðmann-
inum André Bergdölmo og Dananum Niclas Jensen.
Enska knattspyrnan:
Tranmere
vill fá Julian
FÓTBOLTI Enska 2. deildarfélagið
Tranmere Rovers hefur lýst yfir
áhuga sínum að fá Færeyinginn
Julian Johnsson í sínar raðir. Julian
gekk í sumar í raðir ÍA og er samn-
ingsbundinn Skagamönnum út leik-
tíðina 2005.
Brian Little tók við þjálfun Tran-
mere í síðustu viku en Julian lék
undir hans stjórn hjá Hull City leik-
tíðina 2001-2002. Umboðsmaður
Julians hefur haft samband við
Skagamenn og sagt þeim frá áhuga
Tranmere og sagði Gunnar Sigurðs-
son, formaður rekstrarfélags ÍA, að
Skagamenn myndu skoða málið á
mánudag. ■
FÓTBOLTI Aston Villa og Birming-
ham City mætast í 79. sinn í ensku
deildakeppninni í dag. Villa hefur
fimm sigra forskot á nágranna
sína en Birmingham vann hins
vegar báða leiki félaganna í fyrra,
3-0 heima og 2-0 á Villa Park.
Leikur félaganna á Villa Park fékk
langan eftirmála vegna framkomu
leikmanna. Dion Dublin var rekinn
af velli snemma í seinni hálfleik
fyrir að skalla mótherja og Jó-
hannes Karl Guðjónsson fékk
rautt spjald seint í leiknum eftir
glannalega tæklingu.
Maik Taylor, markvörður
Birmingham, tekur út leikbann í
dag og leikur Ian Bennett í hans
stað. Aston Villa endurheimtir
hins vegar aðalmarkvörð sinn,
Danann Thomas Sörensen. Miðju-
maðurinn Robbie Savage leikur
með Birmingham að nýju en Tyrk-
inn Alpay Özalan, sem var í sviðs-
ljósinu í síðustu viku, fær frí.
Birmingham er í sjötta sæti og
getur með sigri stokkið upp í það
fjórða. Villa er hins vegar í fjórt-
ánda sæti, aðeins þremur stigum
á undan botnliði Leicester. ■
Enska knattspyrnan:
Nágrannaerjur í Birmingham