Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 23
þætti, svo sem trú, trúfesti, heil-
indi.“
En verður kirkjan ekki að taka
afstöðu til samkynhneigðra? Um
þessi mál eru deilur víða erlendis.
„Við fylgjumst auðvitað náið
með því hvað er að gerast innan
systurkirkna okkar. Þar valda þessi
mál titringi og sársauka. Spurn-
ingin um vígslu samkynhneigðs
prests hefur aldrei vaknað hér á
landi en ég sé ekki að það væri neitt
sem mælti á móti því að vígja
samkynhneigðan prest.“
Þú sæir ekkert athugavert við
það?
„Ég sé það ekki.“
Ekki hægt að kyngera Guð
Víkjum aðeins að konum í
prestastétt. Mér er sagt að 70
prósent nemenda í guðfræðideild
séu konur en það er ekki sama
hlutfall innan prestastéttarinnar.
„Það er ekki óeðlilegt út af
fyrir sig. Það er innan við þrjátíu
ár síðan fyrst var vígð kona til
prestsembættis. Kirkjan heldur
fram jafnrétti og hefur samþykkt
jafnréttisáætlun. En ætli árang-
urinn sé ekki bara spegill af því
sem er annars staðar í þjóðfélag-
inu þar sem konur í stjórn-
unarstörfum eiga undir högg að
sækja? Konur eru reyndar sí-
stækkandi hluti prestastéttarinn-
ar. Frá því ég tók við biskups-
embætti árið 1998 hafa 28
prestar vígst til prestþjónustu og
þar af 15 konur. Þannig að
konurnar eru að sækja fram, og
það er vel.“
Truflar það þig ekkert þegar
þú heyrir fullyrðingar eins og að
Guð sé kona?
„Jú, jú, það truflar mig alveg á
sama hátt og þegar menn segja að
Guð sé karlmaður. Guðsmyndin er
miklu blæbrigðaríkari en svo að
hægt sé að kyngera hana. Orðið
Guð er karlkyns í íslensku máli,
en í Biblíunni og í okkar trúarhefð
eru notaðar ótal myndir af Guði
og þær eru margar hverjar mjög
andstæðar, Guð birtist sem
konungur, sem Drottinn hersveit-
anna, sem hirðir, sem faðir og sem
móðir. Kannski eru allar þessar
ólíku myndir notaðar um Guð til
þess að minna okkur á að engin
þeirra er tæmandi. Það er mikil-
vægt að muna að Guð er alltaf svo
miklu meira en allar okkar
hugmyndir um hann. Um leið og
við teljum okkur vera komin með
tæmandi hugmynd um Guð þá er
það um leið ekki hinn lifandi Guð
heldur skurðgoð.“
Á fundi í Hallgrímskirkju fyrir
síðustu alþingiskosningar sagði
Jónína Bjartmarz að margt í
öðrum trúarbrögðum stangaðist á
við gott siðferði. Ertu sammála
þessu?
„Eru þessi orð ekki tekin úr
samhengi? Grandvart og gott fólk
er að finna alls staðar og Guð
hefur ritað lögmál sitt í brjóst
allra manna. Allar góðar mann-
eskjur vita muninn á réttu og
röngu en ég fer ekki ofan af því að
bestu og heillavænlegustu leiðina
í siðferðilegum efnum er að finna
í kristinni trú. Jesús Kristur er
uppfylling lögmálsins. Ekkert er
fegurra, göfugra, sannara en orð
hans og leiðsögn. Ég veit ekki
hvaða orð þú ert að vitna í en það
er vissulega margt í siðum fram-
andi menningarheima sem við
teljum ekki samrýmast siðferðis-
hugmyndum okkar, eins og til
dæmis umskurður kvenna og
annað þvílíkt sem er haldið fram í
nafni trúarbragða.“
Prestar eiga að vera
þjóðfélagsgagnrýnendur
Oft er talað um neysluna í sam-
bandi við fermingar og jól, jafnvel
talað um neyslubrjálæði. Hver er
afstaða þín til þessa?
„Ég er á móti neyslubrjálæði!
Auðvitað. Kaupmaður í mið-
bænum gaf sig á tal við mig um
daginn. Hann sagði: „Er ekki hægt
að stoppa þá vitleysu sem þessi
sunnudagsopnun er fyrir jólin?
Þetta er vinnuþrælkun sem við
græðum ekki á en það eru þeir
stóru sem ráða ferðinni og við
höfum ekki bolmagn til að hamla
gegn því.“ Það er kapphlaup um
að ná í viðskiptavinina, álagið á
fjölskyldur verður mikið og fólk
kiknar undan því. Sennilega erum
við komin of langt í neyslukapp-
hlaupinu. En það er samt snúið að
ræða um þessi mál því sem neyt-
andi er maður hluti af þessu. Ég
hef gaman af því að fara í búðir
um jólin og vil gjarnan halda
hátíðir á tyllidögum með fjöl-
skyldunni og gera það með glæsi-
brag. En það gildir í þessu eins og
öðru að hófið er best.“
Nú hafa ummæli þín um ein-
stök mál oft vakið athygli. Finnst
þér að kirkjunnar menn eigi að
vera þjóðfélagsgagnrýnendur,
benda á meinsemdir og vera
óhræddir?
„Já, það finnst mér. Þetta hafa
prestar alltaf gert og vonandi
halda þeir því áfram. Það er hluti
af þeirra starfi.“
Hvað með þína stöðu? Stendur
kirkjan sameinuð á bak við þig
eða eru þar enn flokkadrættir?
„Flokkadrættir eru óhjá-
kvæmilegir og sitt sýnist hverjum
um menn og málefni. Ég er ekkert
upptekinn af vangaveltum um
það. Maður reynir bara að gera
sitt besta. Stundum tekst manni
vel upp og stundum illa. Það
verður bara að hafa það. Ég veit
það líka að enginn gerir svo öllum
líki.“
kolla@frettabladid.is
SUNNUDAGUR 19. október 2003
UM AÐSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU
„Spurningunni: „Ertu hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju?“ er svarað með já-i eða nei-i, –
einu litlu orði. Spurningin er svo miklu flóknari en svo að henni sé hægt að svara með
þessum hætti. Ég gef mér það að meirihlutinn sem svarar játandi geri það af umhyggju
fyrir þjóðkirkjunni og gefi sér að kirkjan sé með einhverjum hætti undir hæl ríkisvaldsins.
En ég veit líka að einhver hluti fólks svarar svo vegna þess að það vill öll kristin áhrif út úr
þjóðlífi og okkar opinbera sviði. Ég held samt ekki að meirihluti þjóðarinnar vilji það.“
Mér hefur fundist
mikil lágkúra vaða
uppi kringum margt af
þessu. Til dæmis drauga-
göngur sem hafa verið
auglýstar á sjálfum Hóla-
stað, þvílíkt og annað eins!
Og galdrasetrið á Ströndum
sem gerir galdrabrennur og
kukl að skemmtiefni fyrir
ferðamenn. En þetta er ekk-
ert grín, það er ógnvænleg
og skelfilega saga á bak við
þessa hluti. Hin myrku öfl
eru raunveruleg. Þau ber að
umgangast með varúð.
,,
ER GUÐ KONA?
„Guðsmyndin er miklu blæbrigðaríkari en svo að hægt sé að kyngera hana. Orðið Guð er karlkyns í íslensku máli, en í Biblíunni og í
okkar trúarhefð eru notaðar ótal myndir af Guði og þær eru margar hverjar mjög andstæðar, Guð birtist sem konungur, sem Drottinn
hersveitanna, sem hirðir, sem faðir og sem móðir.“
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/IR
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M