Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 19. október 2003 Veggjakrotsl istamaðurinnBanksy smyglaði sér inn á Tate-safnið (þetta sem Ólafur Elí- asson er að sýna á þessa dagana) á dögunum og hengdi upp eigið verk. Banksy þessi er best þekkt- ur fyrir að hafa hannað umslagið utan um síðustu plötu Blur en Damon Albarn á víst að vera mik- ill aðdáandi. En á korti við hlið verksins sem Banksy hengdi upp stóð: „Banksy 1975. Crimewatch UK Has Ruined The Countryside For All Of Us. Oil On Canvas.“ Hið skemmtilega við söguna er hinsvegar að enginn fattaði að óboðið málverk hékk uppi á Tate- safninu fyrr en það datt niður því Banksy kallinn er ekki liðlegur með hamarinn. Af málverkinu er það hins vegar að frétta að búið er að koma því fyrir í óskiladeild Tate-safnsins og bíður það eiganda síns en hann ætlar alls ekki að sækja það. Enda flippað- ur náungi því í útskýringu á kortinu sem merkti honum mál- verkið stóð að Banksy væri undir áhrifum frá kannabis og sápuóp- erum. ■ EDITH PIAF-SÝNING Í PARÍS Þessi kona virðir fyrir sér kjól sem franski söngfuglinn Edith Piaf notaði einhvern tímann á tónleikum. Fjörutíu ár eru frá því Piaf lést. Sýning helguð minningu hennar dregur engu að síður að sér ógrynnin öll af fólki í París þessa dagana. Þar getur að líta ljósmyndir, myndbönd, plötuumslög og ýmsa persónulega muni söngkonunnar. KOKKASTJÖRNULEIT Kokkurinn Nathan Lyon fagnar ákaft eftir að hafa lokið við bökunarhlutann í kokkastjörnu- leit í Las Vegas. Keppnin er haldin af fyrirtækjum sem eru að leita að næsta stjörnu- kokkinum sem þau geta notað til að auglýsa vörur sínar í sjónvarpsþáttum. Skrýtnafréttin TATE-SAFNIÐ ■ Gæinn sem hannaði síðasta plötu- umslag Blur hengdi eigið verk upp á Tate-safninu, óumbeðinn. Listamaður smyglar verki á Tate VERK BANKSY Eitt af verkum Banksy er þetta götulistaverk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.