Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11
■ Bref til blaðsinns 11SUNNUDAGUR 19. október 2003 Össur Skarphéðinsson, formað-ur Samfylkingarinnar, ræðst af slíku offorsi að undirrituðum í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag að ekki verður orða bundist. Svo virðist sem það hafi farið framhjá formanni Samfylk- ingarinnar að kosningar fóru fram í maí síðastliðnum og á þeim tímapunkti greiddu kjósendur sitt atkvæði um stefnu stjórnmála- flokkanna. Þar sögðu kjósendur meðal annars álit sitt á sjávarút- vegsstefnu Samfylkingarinnar og hollast væri formanninum að sætta sig við þann dóm fremur en ráðast á persónu undirritaðs með þeim hætti sem raun ber vitni. Fyrningarleið veldur kollsteypu Undirritaður hefur alla tíð lagt mikið upp úr góðu sambandi við starfsmenn ÚA og Brims og hald- ið vakandi umræðu meðal starfs- fólks um alla þætti sem snerta starfsemi sjávarútvegsfyrirtækj- anna. Í vikulegum pistlum í innan- hússfréttabréfi ræði ég þau mál sem ég tel að eigi erindi í umræð- una meðal starfsfólks. Fiskveiði- stjórnun er einn af þeim þáttum sem snerta starfsumhverfi okkar sem í fyrirtækjunum störfum og væri ábyrgðarlaust annað en ræða þann þátt, líkt og alla aðra. Stjórnmálaflokkarnir lögðu í vor á borð kjósenda stefnu sína í sjáv- arútvegsmálum og hefði verið óskiljanlegt ef við hefðum ekki rætt í okkar röðum áhrifin fyrir starfsfólk Brims af breyttri fisk- veiðistjórnun sem Samfylkingin og fleiri stjórnmálaflokkar boð- uðu. Undirritaður sagði sína skoð- un á fyrningarleið Samfylkingar- innar og það gerðu eðlilega marg- ir aðrir ábyrgir stjórnendur í sjávarútvegi. Leið Samfylkingar- innar hefði valdið kollsteypu í ís- lenskum sjávarútvegi og sú skoð- un mín stendur óhögguð. Samstarf með heimamönnum Tilburðir Össurar Skarphéðins- sonar til að gera starfsemi Brims úti um landið tortryggilega eru aumkunarverðir. ÚA kom að málum á Hólmavík á sínum tíma þegar mjög þrengdi að þar í rekstri og at- vinnulífi. Á Hólmavík hefur síðan verið haldið uppi öflugum rekstri þrátt fyrir að þrengt hafi að í rækjuiðnaðinum. Í 10 ár hefur ÚA einnig staðið fyrir fiskvinnslu á Grenivík og átt um þá starfsemi í ágætu samstarfi við heimamenn. Á Raufarhöfn hefur Jökull hafið starfsemi á ný í breyttu formi enda ekki markaðslegur grundvöllur lengur fyrir þeirri vinnslu sem þar var áður. ÚA hefur marglýst vilja til að vinna með heimamönnum á Seyðisfirði að því að tryggja þar áframhaldandi starfsemi, finnist aðilar á staðnum sem vilja kaupa eða leigja rekstur Dvergasteins. Hver sá sem fylgist með í sjávarút- vegi sér að ÚA hefur í gegnum árin alltaf unnið að því í samstarfi við heimamenn á hverjum stað að finna ásættanlegar lausnir þegar breyt- ingar á rekstri eru óhjákvæmilegar. Formaður Samfylkingarinnar sakar undirritaðan í niðurlagi greinar sinnar um aðför að starfsfólki fyrir- tækja innan Brims. Slíkar ásakanir eru sem betur fer sjaldséðar í orð- ræðum og skoðanaskiptum hér á landi en segja kannski mest um það plan sem Össur Skarphéðinsson vill draga umræðuna á. Ef formanns- stóll í Samfylkingunni veitir þeim sem hann vermir rétt til að saka stjórnendur einstakra fyrirtækja í samfélaginu um árásir á eigið sam- starfsfólk þá erum við að sjá nýtt birtingarform í stjórnmálum á Ís- landi sem er mér ekki að skapi. ■ Hvaða læti eru þetta Hannes Sigurður Jónsson skrifar: Hannes Gissurarson skilur ekk-ert í þeim látum sem nú eru, vegna ritunar hans á ævisögu Halldórs Laxness. Þó hefur hann sjálfur þyrlað upp moldviðrinu og heldur því við með stórkallalegum yfirlýsingum og hótunum um lög- sókn. Í sjónvarpinu segir hann sögu af því þegar gömul, hæglát hjón leiddust fyrir glugga Hress- ingarskálans og Steinn Steinarr skáld hrópaði upp „Hvaða læti eru þetta“. Þann 20. nóvember 1949 skrif- aði Steinn Steinarr pistil í Þjóðvilj- ann. Þar segir: „Vinur minn Karl Ísfeld, hefur nýlega boðað blaðamenn á sinn fund og lagt fyrir þá nokkurs kon- ar fimm ára áætlun viðvíkjandi væntanlegri þýðingu sinni á finnska þjóðkvæðabálkinum Kalevala. [“] og þýðandinn sjálfur skal „sitja jöfnum höndum“ í Reykjavík, Helsingfors og Uppsöl- um, meðan á verkinu stendur“. „Þetta eru gleðileg tíðindi,“ seg- ir Steinn sem kveðst hafa mætur á Kalevala, hann hafi einu sinni ver- ið trúlofaður finnskri smámey, og síðan haldið að Kalevala væri amma hennar. Svo segir Steinn: „Stúlkan sveik mig að vísu í tryggðum, eins og oft vill verða, en mér hefur alltaf síðan verið ein- kennilega hlítt til þeirrar fjöl- skyldu. Jæja, nú hefur þessi gamla kona, sem ég hugði vera, farið hamförum heldur en ekki betur og er nú orðin að frægum bókmennt- um, goðsagnakvæðum og hetju- ljóðum, og vill láta þýða sig á ís- lensku, hvað sem það kostar. Hvaða læti eru þetta!“ Árið 1940 skrifaði Halldór Lax- ness um útgáfu Jónasar Jónssonar á kvæðum Einars Benediktssonar. Þar stendur: „Það hefur löngum verið trú á Íslandi, að dauðir menn gætu gengið aftur og fylgt lifandi mönn- um, eða jafnvel ættum. Venjulega er þá hinn dauði að ná sér niðri á hinum, sem lifir, eða ætt hans, út af einhverjum gömlum væringum, sem verið höfðu á milli þeirra í lif- anda lífi. Hins munu fá dæmi í þjóðtrú, að lifandi draugur elti dauðan mann, og hafa þó „mörg dæmi gerst í forneskju“. Á ári því, sem nú er að líða, höfum við samt haft fyrir augum einkennilegt dæmi um draugagang af hinni síð- ari tegund,[ „ ]“. Nú þegar Hannes Gissurarson, við bumbuslátt og strákslæti, gum- ar af væntanlegu þrekvirki sínu og gistir jöfnum höndum, Los Angel- es, Clervaux og Gljúfrastein, er ekki úr vegi að fara með niðurlags- orðin í pistli Steins. „Og þegar ég nú þakka honum af heilum huga fyrir þetta tilvon- andi meistaraverk, vil ég nota tækifærið til að mótmæla ein- dregið og opinberlega þeirri kennisetningu gömlu mannanna, að andleg þrekvirki séu ævinlega unnin í kyrrþey, án skrums og skjalls [ „ ].“ ■ Gífuryrði flokksformanns! Andsvar GUÐBRANDUR SIGURÐSSON ■ framkvæmdastjóri Brims svarar Össuri Skarphéðinssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.