Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 6
6 19. október 2003 SUNNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Veistusvarið? 1Hvaða fyrrverandi þingmaður hefurverið skikkaður til að mæta á AA- fundi? 2Hver er forstjóri Tryggingastofnunarríkisins? 3Hvert er hlutfall karlnemenda í Kenn-araháskóla Íslands? Svörin eru á bls. 38 SJÁVARÚTVEGSMÁL Nýjar mælingar á kjöti af hrefnu sem veidd er við Ísland sýna að kvikasilfur er að- eins um helmingur þess sem fannst í sýnum úr norskveiddri hrefnu. Flest sýnin reyndust inni- halda brot af þeim mörkum sem sett eru í reglum um aðskotaefni. Niðurstöður íslensku rannsókn- anna hafa ekki verið birtar opin- berlega en fréttavefurinn bb.is segist hafa þær undir höndum. bb.is segir frá því að hrefnu- veiðimenn séu ósáttir vegna þess að þessar niðurstöður hafi ekki verið birtar opinberlega eins og gerðist með norsku rannsóknina. Þeir telja norsku rannsóknina vera til þess fallna að koma ómak- lega óorði á afurðir þeirra. „Greinargerð varðandi neyslu á hrefnukjöti og öðru sjávar- fangi fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti“ er að finna á heimasíðu Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Fyrir- sögn fréttar á heimasíðunni þar sem greinargerðin er birt þann 8. október er „Er óhætt að borða hrefnukjöt?“. ■ Tengsl milli fyrir- tækja og ráðuneyta RANNSÓKN „Það eru greinileg tengsl á milli stjórna fyrirtækja og ráðuneytanna,“ segir Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir, sem hefur rannsakað hverjir sitja í stjórnum skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni og nefndum ráðuneyta og stærstu sveitarfélaga. Fjórðungur þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækja í Kauphöllinni sitja einnig í nefnd- um á vegum ráðuneyta. Bryndís segir erfitt að meta hvort þetta séu mikil tengsl eða lítil þar sem engan samanburð sé að hafa. Hennar mat er þó að tengslin séu mikil. Hún segir tvær kenningar uppi um hvernig skuli meta þetta, annars vegar sé kjarn- ræðiskenning sem byggi á skipun í embætti og hins vegar marg- ræðiskenning þar sem áherslan er á að kanna ákvarðanatöku. Í rann- sókn sinni studdist Bryndís við fyrri kenninguna og horfir til þess að menn sitji í nokkrum stjórnum og nefndum. „Þetta býður upp á umboðsvanda, að menn sitji beggja megin borðs. Það er sam- þjöppun valda í stöðunum en ekki þar með sagt að verið sé að mis- nota valdið.“ Í rannsókninni var einnig horft til kynjaskiptingar í stjórnum fyr- irtækja og nefndum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Í stjórnum fyrir- tækja sem skráð eru hjá Kauphöll- inni eru 19 karlmenn fyrir hverja eina konu. Konur eru 26% aðal- manna í nefndum hjá ríkinu en 38% hjá fjórum stærstu sveitarfé- lögunum, Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Hafnarfirði. „Það er augljóst að stjórnvöld hafa ekki náð markmiðum sem þau hafa sett sér um samþættingu kynjasjónarmiða,“ segir Bryndís Ísfold. „Milli áranna 2001 og 2003 fjölgar konum um 1,6% í nefndum ráðuneytanna. Það er fækkun í fjórum ráðuneytum og sérstaklega mikil hjá forsætisráðuneytinu.“ Bryndís segir athyglisvert að hjá sveitarfélögunum, sem séu öll með hærra hlutfall kvenna í nefndum en stjórnvöld, séu jafnréttisfull- trúar í hálfu eða heilu starfi sem hafi jafnréttismál að aðalmáli. Í ráðuneytunum hafi jafnréttismál hins vegar bæst við skyldur ann- arra starfsmanna. Þetta kunni að ráða miklu. Þannig hafi Reykjavík- urborg lagt mjög mikla áherslu á jafnréttismál og þar sé hlutfall kvenna í nefndum hæst, 42,6%. brynjolfur@frettabladid.is Uppbygging Lundar: Hlusta á öll sjónarmið SKIPULAG Nágrannar Lundar í Kópavogi gagnrýndu á kynning- arfundi á fimmtudagskvöld áform um byggingu átta blokka á landinu. Hæst eiga þær að rísa 14 hæðir. Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, segir ekki hægt að segja til hvenær endanleg ákvörðun um uppbygg- inguna í Lundi geti legið fyrir. „Þetta er einfaldlega tillaga sem uppi er. Við leggjum áherslu á að það komi þarna byggð. Við hlustum á þær athugasemdir sem fram koma og tökum ákvörðun í framhaldi af því,“ segir Gunnar. ■ Ólafur Ólafsson: Spyrjum að leikslokum STJÓRNMÁL „Það er sannarlega traustvekjandi að vita til þess að það eru í raun og veru dómstólar í þessu landi,“ segir Ólafur Ólafs- son, fyrrverandi landlæknir og núverandi for- maður félags eldri borgara í Reykja- vík. Nýgenginn dómur Hæstarétt- ar í máli sem Ör- yrkjabandalagið höfðaði gæti einn- ig haft áhrif á út- reikninga tekju- tryggingar eldri borgara. „Það er ekki hægt að segja að við núum saman höndum en við fylgjumst með af áhuga. Félag eldri borgara er með lögfræðinga að vinna í málefnum okkar og þeir munu væntanlega skoða þessa dómsniðurstöðu í máli Öryrkjafélagsins.“ ■ Smásöluvísitalan hækkar: Íslendingar eyða meira VIÐSKIPTI Samkvæmt nýrri smá- vísitölu Samtaka verslunar og þjónustu eyddu Íslendingar 5,5% meiru til kaupa á dagvöru en á síðastliðnu ári. Útgjöld til áfengiskaupa jukust um 1,5% á milli septembermán- aða á þessu ári og því síðasta. Vísitölumælingin sýnir í fyrsta sinn samanburð á veltu lyfja- verslana milli ára. Aukning um 9% varð einnig þar miðað við árið á undan. Smásöluvísitalan er reiknuð af IMG samkvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjun- um. ■ FUNDU TÆKI TIL FÍKNIEFNA- NEYSLU Lögreglan á Húsavík fann tæki og tól til fíkniefna- neyslu við húsleit hjá manni á þrítugsaldri. Málið telst upp- lýst. FJÖGUR INNBROT Fjögur inn- brot í bíla voru tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík á fimmtudag. Enginn hefur verið handtekinn. Málin eru í rann- sókn lögreglu. SEX TEKNIR Sex ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi í fyrradag. Einn mældist á 133 kílómetra hraða. edda.is „Frægasti Íslendingurinn“ Löngum hefur stafa› ljóma af persónu og afrekum Vilhjálms Stefánssonar landkönnu›ar, jafnt hér á landi sem í Vesturheimi. Hann var frægasti Íslendingur síns tíma og fyllti fljó›arsálina stolti. FJÁRMÁLARÁÐHERRA KLIPPTI Á BORÐANN Um 80 manns munu starfa í nýju höfuðstöðvunum. Air Atlanta: Flutt til Reykjavíkur VIÐSKIPTI Air Atlanta hefur tekið nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 9 í Reykjavík formlega í notkun. Geir H. Haarde fjármálaráðherra klippti á borðann síðasta föstudag, að viðstöddu fjölmenni. Þar á með- al voru allir núlifandi samgöngu- ráðherrar þjóðarinnar. Air Atlanta hefur frá stofnun fyrir um sautján árum haft höfuðstöðvar í Mosfellsbæ en langt er síðan félagið sprengdi þau húsakynni utan af sér. Nýju höfuðstöðvarnar eru um 1.800 fermetrar og þar munu um 80 manns starfa. Áfram starfa um 60 manns í húsnæði fyrirtækisins í Mosfellsbæ. ■ Þungmálmar í norskri hrefnu: Íslensk hrefna er snauð af kvikasilfri HREFNUVEIÐAR Íslensk rannsókn sýnir að þungmálmar í hrefnu eru aðeins brot þess sem gerist við Noregsstrendur. Fjórði hver stjórnarmaður í fyrirtæki sem skráð er í Kauphöll situr einnig í nefnd á vegum ráðuneyta. Karlar eru mun fjölmennari í stjórnum fyrirtækja og opinberum nefndum. BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Fjórðungur þeirra sem sitja í stjórnum fyrirtækja í Kauphöllinni sitja í fleiri stjórn en einni. Það eru þó einungis karlmenn. Konur eru fimm prósent stjórnarmanna og situr hver að- eins í einni stjórn. KYNJAHLUTFÖLL Vettvangur Karlar Konur Stjórn fyrirtækis 95% 5% Nefndir ráðuneyta 74% 26% Nefndir sveitarfélaga 62% 38% ÓLAFUR ÓLAFSSON Traustvekjandi að vita að það eru dómstólar í þessu landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.