Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 20
„Sæl verið þið. Einhver umræða virðist vera í gangi um „vinstrislagsíðu“ á Speglinum. Eins liberal og ég er í hugsunum og verkum kemst ég ekkert sérstaklega í uppnám við að hlusta á þá pistla en geri mér grein fyrir að þeir eru afskaplega eins-litir, að ekki sé talað um erlendu umfjöllunina, sem einken- nist fyrst og fremst af krónískum pirringi út í bandarísk stjórnvöld eða antipati á Bandaríkjunum og því sem amerískt er, almennt talað. Það getur verið huggulega nostalgískt að heyra Gunnar Gunnarsson mæra „El comman- dante“, en það er annað mál hvort fréttaskýrandi sé á réttu spori eða með réttu ráði þegar farið er að leggja að jöfnu aftökur Castros á pólitískum andstæðingum sínum og dauðarefsingar í sumum ríkjum Bandaríkjanna eins og mér heyrist Gunnar gera fyrir nokkru í Speglinum. Mér vitanlega hefur síðarnefnda fyrirbærinu verið kröftuglega mótmælt í Evrópu ekki síður en hinu fyrra, þó að annað hefði mátt skilja á Gunnari, sem mér finnst hins vegar skemmtilegur fréttaskýrandi og stílisti. Eins var með Hjálmar Sveinsson í umfjöllun um heim- komu Laxness sem Nóbelsskálds 1955, þar sem hann lýsti því er alþýða Íslands fagnaði skáldi sínu á hafnarbakkanum, en hann tók sérstaklega fram að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks (eins og sú sem nú situr) hefði ekki látið sjá sig. Á göngu- ferð minni í Nauthólsvíkinni hugsaði ég undir þessum orðum: „So what? Mátti ekki alþýðan fá að fagna skáldi sínu í friði án þess að stjórnarherrarnir væru eitthvað að abbast upp á hana og koma sér í sviðsljósið?“ Í ljósi þess hvernig pólitík var háttað í landinu á þes- sum tíma, og liðsinnis Laxness sem pólitísks aktivista við þau öfl sem beittu sér mest gegn stjórnvöldum þá og á árunum á undan, þóttu það hins vegar nokkur tíðindi og marka viss tímamót er menntamála- ráðherra þessarar ríkisstjórnar flutti Laxness sérstakar heillaóskir á persónulegum fundi við annað tækifæri sama dag eða daginn eftir. En það þarf líklega Val Ingimundarson til að kynna þá sögu og aðra fyrir fólki sem ekki var fætt á þessum tíma en situr nú við hljóðnemann og flytur frétta- skýringar við liðna tíð. Fleiri dæmi úr Speglinum hafa vakið athygli mína og umhugsun út frá hinum almennu viðmiðunum og reglum, sem hér á að halda í heiðri. Ég kalla Spegilinn gjarnan „Hljóðviljann“ í samtölum við kunningja mína og nána samstarfsmenn. Og nú er Jón Ásgeir sennilega kominn með hel- garútgáfu af „Hljóðviljanum“ með Svan Kristjánsson sem „contribut- ing“! En öllu gamni fylgir nokkur alvara, og þó að mér sé ekki tiltakanlega misboðið persónulega er öðrum í hópi hlustenda ef til vill ekki skemmt og fara þá að grúska í lögum um RÚV, reglugerð, fréttareglum o.s.frv. Þetta vekur nefnilega upp spurninguna, hvort þeir sem ritstjórnarlega ábyrgð bera telji Spegilinn þróast rétt og eðlilega, vera á þeirri braut sem honum var ákvörðuð, og geri ekki athugasemdir við innihald hans og efnistök út frá þeim almennu starfsreglum sem hér á að fara eftir, og eru vitaskuld nokkuð aðrar en væru í gildi á pólitískum dagblöðum eða tímaritum. Eru slík atriði yfirleitt nokkuð rædd hjá dagskrárstjórninni? Fáir fjölmiðlamenn hafa jafnmikið frelsi til sjálfstæðra og eftirlit- slausra vinnubragða og frétta- menn og dagskrárstarfsmenn Ríkisútvarpsins. Hér gilda hins vegar skýrar starfsreglur, sem virða ber. Það er með ólíkindum að fylgj- ast með umræðunum um Dan- marks Radio, þar sem sú fleyta er sögð hafa gjörsamlega lagzt á vinstri hliðina og nái ekki að rétta sig við. Blöðin rifja upp ummæli starfsmanna, sem höfðu sagt það berum orðum að þeir ætluðu að hengja pólitíska andstæðinga sína í hæsta ljósastaur (m.a. núverandi utanríkisráðherra) þegar byltingin hæfist. Annar hver toppmaðurinn í stjórnkerfi (D)DR á að hafa verið handbendi austur-þýsku stjórnar- innar o.s.frv. Christian Nissen útvarpsstjóri vísar því gjörsam- lega á bug að DR sé vinstriorí- enterað núna, en það hafi einu sinni verið það!! Ja, hvenær hefði það verið viðurkennt áður og forðum? Yfirleitt er stutt í upphrópanirnar: „Ritskoðun, ritskoðun“, ef stjórn- endur fjölmiðla í almannaþágu ætla að beita verkstjórn eða hafa taumhald á óstýrilátum prédik- urum, sem þurfa að koma einka- skoðunum sínum og kreddum á framfæri undir hinum margvís- legu dagskrárformerkjum, hvað sem tautar. Það er gamalkunn aðferð úti í hinum stóra heimi. Ég vona að slíkt gerist ekki í Spegl- inum né annars staðar í dagskrá okkar. Allir viðkomandi aðilar í RÚV verða að hafa góða sann- færingu fyrir að svo sé ekki. Er það svo? Ef hér á að þróast hljóðræn útgáfa á íslenzkum „New Statesman“ legg ég til að við höfum hér líka til mótvægis íslenzka út- gáfu af „Spectator“. En í því tilfelli verðum við reyndar að leita út fyrir stofnunina eftir umsjónar- mönnum. Kveðja, Markús.“ 20 19. október 2003 SUNNUDAGUR fiar sem allar fer›ir til Dublin í haust eru a› seljast upp fljúgum vi› á B-747 júmbóflotu helgina 13. - 16. nóvember. Ekta kráarstemmning, frey›andi Guinness og frábærar verslanir. Dublin Skemmtilegasta borgin - ekki spurning! Örfá sæti laus í a›rar helgarfer›ir 32.020 kr. Flugsæti me› sköttum 47.720 kr.* Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is *Innifali›: Flug, skattar, gisting m/morgunv. og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Akstur til og frá flugvelli erlendis. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 51 10 /2 00 3 sta›greitt á mann í tvíb‡li í 3 nætur. Tölvupóstur sem Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sendi nokkrum lykilstarfsmönnum á Ríkisútvarpinu í liðinni viku hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið birtir nú tölvupóstinn í heild sinni og leitar viðbragða þriggja valinkunnra fjölmiðlaspekinga við hugleiðingum útvarpsstjórans um vinstrislagsíðu á RÚV og fleira sem athygli hefur vakið. Með kveðju frá Markúsi Ef hér á að þróast hljóðræn útgáfa á íslenzkum „New Statesman“ legg ég til að við höfum hér líka til mótvægis íslenzka útgáfu af „Spectator“. ,, Nei, það er engin vinstri slagsíðaá RÚV,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður. Hann segir einstaka fréttamann hafa vilja og kjark til að taka fyrir mál og kryfja þau með krítískum hætti. „Ástand mála er þannig að þegar horft er á samfélagsmálin með krítískum augum og staðreyndir dregnar upp á yfirborðið er það rík- jandi stjórnvöldum yfirleitt and- snúið. Þá er það kallað vinstri slagsíða! Ef fjallað er um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu telst það hjá sumum vinstri slagsíða. Ef fjallað er um skerðingu á félagslegum bótum er það afgreitt sem vinstri áróður. Ef sagt er að eitthvað í einkavæðingunni hafi misfarist er það kommarugl. Ef ein- hver dregur fram í sviðsljósið að forstjórar og athafnamenn svíkja og pretta og auðgast á því, þá er það vinstri slagsíða.“ Friðriki Þór finnst þetta öfug- snúið og hann gengur lengra: „En það er engin vinstri slagsíða þegar það gerist af og til að fréttamenn kryfja einhver mál á krítískan hátt til mergjar. Það er einmitt og öllu fremur yfirgnæfandi „hægri“ slagsíða í gangi, hjá RÚV og í fjölmiðlum á Íslandi almennt og yfirleitt. „Hægri“-sinnuð frét- tastjórnun felst í því að láta frét- tastofurnar fyrst og fremst fjalla um „meinlaus“ dægurmál. Nær allir rit- og fréttastjórar landsins vilja enga valdhafa styggja. Hinir sem óttast ekki valdhafana eru gjar- nan undir oki eigenda sinna og aug- lýsenda. Þetta ástand er ekki bara hægri slagsíða, heldur það eina sem er sýnilegt af skipinu!“ Friðrik Þór telur kúrsinn sem Markús Örn hefur tekið kolrangan. „Uppnefni hans um „Hljóðviljann“ sýnir kaldastríðshugsunina vel. Ef Markús rökstyður mál sitt með dæmum skal ég hlusta á með athygli. En fyrir hvert dæmi sem hann dregur upp af meintri vinstri slagsíðu má finna tíu dæmi af hægri slagsíðu.“ Og Friðriki Þór þykir einkenni- legt af útvarpsstjóra að fetta fingur út í að Jón Ásgeir Sigurðsson hafi fengið stjórnmálafræðinginn Svan Kristjánsson til liðs við sig við dagskrárgerð. „Markús Örn virðist afskrifa Svan sem vinstrimann. Það er Svanur sjálfsagt persónulega, en hann kann að tjá sig faglega sem stjórnmálafræðingur. Útvarps- stjóra til upplýsingar er það Hannes H. Gissurarson sem á afar bágt með að greina í sundur hugsjónir sínar og faglega stjórnmálafræði.“ Friðrik segir til viðmiðunar hið ríkisrekna BBC í Bretlandi virtustu og bestu fréttauppsprettu heimsins. „Og hún hættir umsvi- falaust að vera það ef til einkavæðin- gar verður grip- ið. “ ■ Friðrik Þór Guðmundsson: Öll gagnrýni kommarugl MARKÚS ÖRN ANTONSSON „Fáir fjölmiðlamenn hafa jafnmikið frelsi til stjálfstæðra og eftirlitslausra vinnubragða og fréttamenn og dagskrárstarfsmenn Ríkisútvarpsins. Hér gilda hins vegar skýrar starfs- reglur, sem virða ber.“ FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Segir mönnum yfirsjást hið augljósa, að öll gagnrýni á ástand mála beinist með ein- hverjum hætti að valdhöfum. Þá sé hrópað: Vinstri villa. Nær sé hins vegar að tala um hægri slagsíðu í allri umfjöllun hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.