Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 13

Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 13
13MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 ÓK Á BRÚARHANDRIÐ Bíll fór utan í brúarhandrið á Borgar- fjarðarbrúnni um áttaleytið í fyrrakvöld. Ökumaður slapp ómeiddur en bíllinn er mikið skemmdur. Lögreglan í Borgar- nesi segir að rekja megi slysið til þess að bíllinn var á sumardekkj- um en mikil hálka var á vegum þegar slysið varð. EINN Á SJÚKRAHÚS Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Stekks á þriðja tímanum í gær. Sá var ekki talinn mikið meiddur en fékk aðhlynningu. Slysið vildi þannig til að ökumaður beygði í veg fyrir annan þegar hann hugð- ist beygja af Reykjanesbraut inn á Stekk. ISTANBÚL, AP Ísraelskir og tyrknesk- ir sérfræðingar telja að sprengju- árásirnar tvær sem voru gerðar í Istanbúl á laugardagsmorgun hafi verið vel skipulagðar sjálfs- morðsárásir og líklega verk Al Kaída eða annarra hryðjuverka- samtaka. Að minnsta kosti 23 manneskj- ur fórust í sprengingunum og 303 særðust. Þar af eru um 70 manns enn á sjúkrahúsi. Silvar Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, flaug til Istanbúl í gær og vottaði fjölskyldum fórnar- lambanna samúð sína. „Þessar árás- ir voru heigulsverk sem voru fram- kvæmd af öfgamönnum sem vilja ekki að þjóðir sameinist um lýð- ræði, frelsi og lög,“ sagði Shalom. Að minnsta kosti sex gyðingar fórust í árásunum en hinir sem fórust voru múslimar sem áttu leið hjá bænahúsum gyðinga. Alls búa um 25.000 gyðingar í Tyrklandi. Talið er að um 400 kílógrömm af sprengiefni hafi verið í hvorum bílanna sem sprungu í Istanbúl. Að öllum líkindum sprengdu sjálfs- morðsárásarmenn sjálfa sig upp í leiðinni. Reynt verður að bera leif- ar sprengiefnisins saman við önn- ur efni til að skera úr um hverjir voru þarna að verki. ■ GRÁTUR Ayfer Bostanoglu, eiginkona tyrknesks lögregluþjóns sem fórst í annarri sprengjuárásinni, grét mikið þegar kista hans var borin til grafar í gær. Sprengjuárásirnar í Istanbúl: Al Kaída grunuð um aðild AP /M YN D ■ Lögreglufréttir isástandið ekki eins slæmt og á svæði Bandaríkjamanna í mið- hluta landsins. Hersveitir annarra þjóða sem eru undir stjórn Breta í suðurhluta landsins eru meðal annars frá Ítalíu, Portúgal, Hollandi, Rúmeníu, Tékklandi og Nýja-Sjálandi. Í herliði Ítala eru að minnsta kosti 2.400 hermenn en þeir misstu 16 hermenn í sprengju- árásinni í Nasiriya í síðustu viku. Portúgalar sendu fyrstu her- mennina til Íraks í síðustu viku og var þar um að ræða 128 herlög- reglumenn sem í upphafi var ætl- að að dvelja í Nasiriya, en vegna árásarinnar voru þeir sendir til Basra þar sem þeir starfa tíma- bundið undir stjórn Breta. Pólverjar með yfirstjórn Meira en 2.000 pólskir her- menn eru nú í Írak og fara þeir með yfirstjórn 9.000 manna al- þjóðlegs herliðs frá 21 landi í mið- suðurhluta landsins á svæði sem nær frá yfirráðasvæði Breta norður að yfirráðasvæði Banda- ríkjamanna suður af Bagdad. Pólverjar hafa frá upphafi stutt aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak en eru eina Mið-Evrópuþjóð- in sem sendi herlið til landsins til þátttöku í átökum á meðan á stríðinu stóð. Undir stjórn Pól- verja eru meðal annars hersveit- ir frá Spáni, Úkraínu og Filipps- eyjum og eru um þúsund her- menn í liði Spánverja sem dyggi- lega hafa stutt við hernaðar- stefnu Bandaríkamanna frá upp- hafi. Í liði Úkraínumanna eru einnig þúsund hermenn en aðeins 178 í liði Filippseyinga sem aðal- lega starfa við löggæslu, almenn hjálparstörf og heilbrigðisþjón- ustu. ■ ÁÆTLAÐUR HERAFLI Í ÍRAK NÓVEMBER 2003 Herlið innrásarþjóðanna: Bandaríkin 132.000 Bretland 10.000 Herlið annarra þjóða sem aðallega kemur að hjálpar- og uppbyggingarstarfi í Írak: (Tölur óstaðfestar) Albanía 100 Ástralía 1.000 Búlgaría 470 Danmörk 410 Dóminíska lýðv. 300 Eistland 50 El Salvador 360 Filippseyjar 178 Holland 1.100 Hondúras 370 Ítalía 2.400 Japan 41 Kasakstan 25 Lettland 36 Litháen 193 Makedónía 28 Mongólía 180 Nýja-Sjáland * Nikaragúa 230 Noregur 104 Portúgal 128 Pólland 2.000 Rúmenía 400 Singapúr 192 Slóvakía 69 Spánn 1.250 Suður-Kórea 400 Taíland 400 Tékkland 706 Ungverjaland * Úkraína 1.000 (* EKKI VITAÐ UM FJÖLDA)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.