Fréttablaðið - 17.11.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 17.11.2003, Síða 24
FÓTBOLTI Argentínumenn unnu Bólivíumenn 3-0 á laugardag í und- ankeppni fyrir Heimsmeistara- keppnina 2006. Andrés D’Al- essandro, leikmaður Wolfsburg, skoraði beint úr aukaspyrnu snemma í seinni hálfleik en Hernán Crespo og Pablo Aimar settu hin mörkin. Varamaðurinn Marcelo Romero tryggði Úrúgvæ 2-1 sigur á Chile í Montevideo með skallamarki snemma í seinni hálfleik. Rodrigo Melendez kom gestunum yfir snemma leiks en Javier Chevanton jafnaði fyrir Úrúgvæa með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Kólumbíumenn réðu gangi leiks- ins gegn Venesúela í Baranquilla en töpuðu samt. Heimamenn áttu fimmtán markskot en Venesúelar aðeins eitt og það dugði til að krækja í öll stigin þrjú. Juan Arango skoraði eina markið en maður leiksins var markmaður gestanna, Gilberto Angelucci. Paragvæar unnu Ekvadora 2-1 í Asunción. Roque Santa Cruz, leik- maður Bayern München, og José Saturnino Cardozo skoruðu fyrir Paragvæa en Edison Méndez etti mark gestanna. Fjórða umferð keppninnar verð- ur leikin á morgun og miðvikudag. Hæst ber viðureign Brasilíumanna og Úrúgvæa í Curitiba en Argent- ínumenn keppa við Kólumbíumenn í Baranquilla. ■ FÓTBOLTI Spánverjar báru sigur- orð, 2-1, af Norðmönnum á Mest- alla-leikvanginum í Valencia á Spáni á laugardagskvöldið í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM í Portúgal á næsta ár. Spán- verjar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en Espen Johnsen, markvörður Norðmanna, reynd- ist þeim erfiður ljár í þúfu og kom í veg fyrir að sigur spænska liðsins yrði stærri. Liðin mætast í seinni leiknum í Osló á miðviku- daginn og nægir Norðmönnum að vinna þann leik 1-0 til að komast áfram þar sem mörk á útivelli skera úr ef jafnt er eftir leikina. Norðmenn komust yfir í leiknum strax á 14. mínútu þeg- ar Steffen Iversen, framherji Wolves, skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Roar Strand. Spán- verjar jöfnuðu metin sjö mínút- um síðar og var þar að verki „gulldrengurinn“ Raúl eftir góð- an undirbúning frá Jose Antonio Reyes en sá drengur er efstur á óskalista Gerards Houlliers, knattspyrnustjóra Liverpool, nú um stundir. Spánverjar sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en hittu fyr- ir Espen Johnsen í banastuði í norska markinu. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir sigur- mark Spánverja þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði fyrirliði Norðmanna, Henning Berg, sjálfsmark en skot Rubens Barajas fór í Berg og í netið. Sigur Spánverja stað- reynd en þeir hefðu þó sennilega viljað fara með betri forystu í seinni leikinn í Osló á miðviku- daginn. Espen Johnsen, hetja Norð- manna, vildi lítið gera úr eigin frammistöðu í samtali við norska netmiðilinn Nettavisen eftir leikinn. „Mér líður ótrúlega vel eftir þennan leik þrátt fyrir tapið. Ég held þó ekki að þetta hafi verið besta frammistaða mín á ferlin- um en það gekk vel hjá mér í leiknum,“ sagði Johnsen. Inaki Saez, þjálfari Spán- verja, var daufur í dálkinn eftir leikinn og sagði sína menn hafa verðskuldað mun stærri sigur. „Ég skil ekki hvernig við fór- um að því að vinna ekki þennan leik með í það minnsta þremur mörkum. Við vorum mun betri allan leikinn en norski mark- vörðurinn var í banastuði. Við verðum bara að vona að þessi nauma forysta nægi okkur í seinni leiknum á miðvikudag- inn,“ sagði Saez. ■ 24 17. nóvember 2003 MÁNUDAGURÍshokkí Ragnar fór á kostum: Skoraði tíu mörk HANDBOLTI Ragnar Óskarsson fór mikinn þegar lið hans, Dunkerque frá Frakklandi, bar sigurorð af Dudelange frá Lúx- emborg, 38-17, í seinni leik lið- anna í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik á laugardaginn. Ragnar var besti maður Dunkerque í leiknum og skoraði tíu mörk. Dunkerque vann fyrri leikinn, 28-16, og kemst því áfram í næstu umferð. Það er gleðilegt að Ragnar skuli vera í fínu formi þessa dagana enda næg verkefni fram undan hjá íslenska handboltalandsliðinu á næstu mánuðum. ■ Erfiður ljár í þúfu Hetjuleg frammistaða norska markvarðarins Espens Johnsens var nálægt því að skila Norð- mönnum jafntefli í Valencia. FÓTBOLTI Lettneska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram að koma á óvart. Það tryggði sér, flestum að óvörum, sæti í umspil- inu og á laugardaginn bar liðið sigurorð af Tyrkjum, 1-0, í Riga í fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti á EM í Portúgal. Fyrir leikinn var einnar mín- útu þögn til að minnast fórnar- lambanna í hryðjuverkaáras í Ist- anbúl fyrr um daginn. Flestir bjuggust við auðveldum sigri Tyrkja í leiknum en annað kom á daginn. Lettar voru mjög frískir og það var framherjinn Maris Varpakovskis sem skoraði sigur- markið þegar hálftími var liðinn af leiknum. Tyrkir pressuðu stíft undir lokin þrátt fyrir að vera ein- um manni færri síðustu tíu mínút- ur leiksins en Lettar héldu út og tryggðu sér ágætt veganesti fyrir seinni leikinn í Istanbúl á mið- vikudaginn. Það verður þó senni- lega erfiðari leikur fyrir Lettana því Tyrkir eru gífurlega sterkir á heimavelli. ■ 1-0 sigur gegn Tyrkjum í Riga: Óvænt hjá Lettum SLEGIST Á SVELLINU Markvörður Vancouver Canucks, Dan Cloutier, slæst hér í hóp félaga sinna, slagsmálahundanna Brendan Morrison og Bryan Allen, þar sem þeir lumbra á Travis Green, leikmanni Boston Bruins, í leik lið- anna í NHL-deildinni aðfaranótt sunnu- dagsins. MIKILVÆGU MARKI FAGNAÐ Norsku framherjarnir Steffen Iversen og Tore Andre Flo fagna hér marki þess fyrrnefnda í leiknum gegn Spánverjum á laugardagskvöldið en það getur reynst dýrmætt í seinni leiknum í Osló á miðvikudaginn. ARGENTÍNA Andres D’Alessandro fagnar marki sínu gegn Bólivíu á laugardag. Heimsmeistarakeppnin 2006: Argentína á sigurbraut hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 NÓVEMBER Mánudagur  15.00 Ameríski fótboltinn á Sýn. Tampa Bay og Green Bay.  16.40 Helgarsport á RÚV.  17.30 Meistaradeild Evrópu í handbolta á Sýn. Útsending frá leik Hauka og Magdeburg  19.00 NFL-tilþrif á Sýn.  19.30 Jimmy White á Islandi á Sýn. Bein útsending frá snóker- keppni.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Forsetabikarinn á Sýn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.