Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 25

Fréttablaðið - 17.11.2003, Side 25
25MÁNUDAGUR 17. nóvember 2003 FÓTBOLTI Mark varamannsins Jon Dahl Tomasson færði Dönum 3-2 sigur yfir Englendingum á Old Trafford í gær. Þetta var fyrsti sigur Dana á Englending- um í tvo áratugi en þeir unnu 1-0 á Wembley í september 1983. Englendingar náðu tvisvar forystu á fyrstu níu mínútum leiksins. Wayne Rooney skoraði á fimmtu mínútu með skoti af vítateigslínu en Martin Jørgen- sen jafnaði þremur mínútum síðar með skoti úr miðjum teig eftir góða sókn Dana upp hægri kantinn. Englendingar komust yfir að nýju aðeins mínútu síðar þegar Rooney lagði upp mark fyrir Joe Cole. Martin Jørgensen jafnaði öðru sinni fyrir Dani eftir hálf- tíma leik. Matthew Upson braut á Jørgensen við markteiginn og skoraði Daninn af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Bæði lið fengu góð færi til að komast yfir í seinni hálfleik. Varamaðurinn Kenneth Perez fékk tvö dauðafæri en hitti ekki markið í fyrra skiptið og Paul Robinson varði frá honum í seinna skiptið. Wayne Rooney skaut í stöng á tíundu mínútu hálfleiksins og Danny Murphy skaut framhjá níu mínútum fyr- ir leikslok. Mínútu síðar náðu Danir góðri sókn. Peter Løvenkrands skaut að marki en Robinson varði. Boltinn barst út úr teign- um til Martin Jørgensen sem skaut hörkuskoti að marki. Aftur varði Robinson en missti boltann frá sér til Jon Dahl Tomasson sem setti boltann í netið. ■ England - Danmörk: Tomasson tryggði Dönum sigur Maraþonhlaupið í Tókíó: Sigur eftir endasprett FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Ég hélt mig við áætlun mína og vann upp forskot hennar jafnt og þétt og þegar ég sá hana bætti ég í hraðann,“ sagði El- fenesh Alemu frá Eþíópíu, sem sigr- aði í maraþonhlaupinu í Tókíó í gær. Alemu bar sigurorð af japanska ólympíumeistaranum Naoko Taka- hashi með góðum endaspretti. El- fenesh Alemu hljóp á tveimur tím- um, 24 mínútum og 47 sekúndum. „Ég var orðin þreytt í fótunum eftir 28 kílómetra. Ég fór hratt í byrjun, eins og ég er vön, en hafði ekki þróttinn í lokin,“ sagði Taka- hashi, sem kom í mark tæpum 3 mínútum á eftir Alemu. ■ MARTIN JØRGENSEN Daninn Martin Jørgensen fagnar öðru marki sínu, sem hann skoraði úr vítaspyrnu, í sigurleiknum gegn Englend- ingum á Old Trafford í gær. FRAKKAR FAGNA Frakkar unnu Þjóðverja 3-0 á útivelli. Franska landsliðið: Þrettán sigrar í röð FÓTBOLTI Þjóðverjar töpuðu 3-0 fyr- ir Evrópumeisturum Frakka í Gelsenkirchen á laugardag. Thierry Henry skoraði fyrsta markið um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Bixente Lizar- azu, leikmanni Bayern München. David Trezeguet bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik, því fyrra eftir sendingu Thierry Henry og því seinna eftir undir- búning Zinedine Zidane. Leikurinn fer í metabækur Frakka þar sem þetta var þrettándi sigurleikur þeirra í röð og þeir hafa aldrei áður unnið Þjóðverja með meira eins marks mun. ■ Evrópukeppni kvenna: Pólverjar burstaðir FÓTBOLTI Frakkar unnu Pólverja 7-1 í 3. riðli undankeppni Evrópu- keppni kvennaliða á laugardag. Eftir sigurinn eru Frakkar í öðru sæti riðilsins, einu stigi á eftir Ís- lendingum. Marinette Pichon skoraði þrennu í leiknum og Elodie Woock, Laëtitia Tonazzi, Corinne Diacre og Hoda Lattaf eitt mark hver. Liliana Gibek skoraði mark Pólverja og minnkaði muninn í 7-1. Marinette Pichon er marka- hæst í riðlinum ásamt Margréti Láru Viðarsdóttur og Natalia Bar- bachina með fimm mörk. Næsti leikur í riðlinum verður viðureign Frakka og Ungverja í lok apríl en næsti leikur Íslendinga verður í Ungverjalandi í lok maí. ■ Bikarkeppnin í sundi: ÍRB vann af öryggi annað árið í röð SUND ÍRB varð bikarmeistari í sundi annað árið í röð í gær. Sigur- inn var mjög öruggur og aðal- spennan var um hvaða lið hreppti annað sæti og skiptust SH og Ægir á að hafa þar forustuna síðustu greinarnar. ÍRB hlaut alls 29.300 stig, 2.529 stigum meira en SH sem varð í öðru sæti með 26.771 stig. Ægir varð síðan í 3. sæti með 26.596, 175 stigum færra en SH. KR varð í fjórða sæti, Breiðablik í því fimmta og í sjötta sæti var Sundfélagið Vestri frá Ísafirði. Í annarri deild sigraði Sundfélag Akraness og tekur það sæti Vestra á næsta ári. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.