Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 2
2 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR „Ekki enn en það gæti komið til þess.“ Davíð Gunnarsson er formaður Stúdentaráðs Há- skóla Íslands. Námsmenn í Berlín hafa mótmælt lágum fjárframlögum til háskóla með því að ganga um naktir. Spurningdagsins Davíð, þú hefur ekki hugleitt að fara úr brókunum fyrir málstaðinn? Ný mál hrannast inn hjá Geðhjálp Ný mál hrannast inn hjá Geðhjálp. Þar er um að ræða geðsjúkt fólk, sem lent hefur í vanda við að leita sér aðstoðar, og aðstandendur þess. Starfs- fólk samtakanna hefur ekki undan og er að bugast undan álaginu. HEILBRIGÐISMÁL „Samantekt sem ég hef undir höndum sýnir að á þrem- ur vikum í nóvember komu samtals 67 ný mál, jafn margra einstak- linga,“ sagði Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Það segði sína sögu um ástandið í geðheilbrigðis- málum hér. Sá samdráttur sem orðið hefði af s p a r n a ð a r - aðgerðum á sviði geðheilbrigðis- mála væri með öllu óviðunandi. Sveinn sagði enn fremur að í l a n g f l e s t u m þeirra mála sem kæmu inn til Geð- hjálpar væru félagsmálin undir- liggjandi, en svo gerði það útslagið að menn væru komnir í klemmu. Þeir vissu ekki hvert þeir ættu að leita sér aðstoðar, eða hefðu þegar lent á vegg í kerfinu. „Þetta eru fyrst og fremst heil- br igðismál . En ég undir- strika að félagsmála- y f i r v ö l d verða einnig að koma að því. Viðkom- andi þarf að komast í ein- hvers konar meðferð, en síðan verður húsnæði og áfram- haldandi heilbrigðismeðferð að fyl- gja í kjölfarið. Með því móti einu, meðferð og eftirfylgni, er hægt að aðstoða viðkomandi einstaklinga til þess að lifa í þjóðfélaginu.“ Sem dæmi um þá slæmu stöðu sem ríkti í þessum málaflokki nefndi Sveinn tvö nýleg dæmi. Ann- að varðaði einstakling sem þrisvar hefði verið lagður inn á geðdeild í sama mánuðinum, október. Hann hafði verið útskrifaður tvisvar sinn- um. Sama dag og hann var útskrif- aður í seinna skiptið var hann svo veikur að hann gleypti kross til að reka út illa anda. Krossinn festist í vélindanu á honum svo skera varð hann upp. Þá var hann lagður inn í þriðja sinn. Hann er nú á sambýli, eftir að hafa verið á götunni um margra mánaða skeið. Sveinn sagði að í hinu málinu hefði stúlka tvisvar komið með aðstandanda á bráðavakt geð- deildar. Hún fékk ekki innlögn, á þeirri forsendu að hún væri ekki nægilega veik. Það var ekki fyrr en komið var að henni í Laugar- dalnum, þar sem hún var að reyna að fyrirfara sér, að hún fékk inn- lögn. Geðhjálp hafði milligöngu í því máli. jss@frettabladid.is Tillögur um stórfelldan niðurskurð Landspítalans kynntar ráðherra í dag: Skortir 800 milljónir króna HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmda- stjórn Landspítalans kynnti í gær fyrir stjórnarnefnd spítalans til- lögur að rekstrarniðurskurði fyrir næstu ár. Samþykkt var að kynna heilbrigðisráðherra tillögurnar eftir að tekið hefði verið tillit til nokkurra breytinga sem stjórnar- nefndin lagði til. Stefnt er að því að þetta verði gert á fundi í dag. Í tillögunum er að finna hug- myndir um niðurskurð sem sér- staklega munu taka til stoðþjón- ustu sjúkrahússins. „Við ætlum að verja bráðaþjónustuna þannig að það verður frekar stoðþjónustan sem verður fyrir barðinu á þessu,“ segir Guðný Sverrisdóttir, formað- ur stjórnarnefndar Landspítalans. Ef tillögurnar verða að veru- leika er ljóst að töluverðum fjölda starfsfólks verður sagt upp störf- um. Guðný staðfestir að þetta verði nokkrir tugir en vill ekki nefna nákvæmari tölur. Guðný segir að sparnaðartillög- urnar feli í sér niðurskurð upp á um átta hundruð milljónir króna. Hún segir að tillögur um rekstur á næsta ári, sem samþykktar voru á fundinum í gær, feli ekki í sér eiginlega starfsáætlun heldur hafi verið ákveðið að vísa þeim til ráð- herra til ákvörðunar. Hún gerir ráð fyrir að í kjölfarið verði tillög- urnar einnig kynntar fyrir fjár- málaráðherra. ■ Fær greiddar tvær milljónir: Rekin fyrir dónaskap DÓMUR Ríkislögreglustjóri var dæmdur til að greiða fertugri konu tvær milljónir króna í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir ólögmæta uppsögn. Konunni hafði verið fært upp- sagnarbréf án fyrirvara í fyrra- haust og hún beðin að láta af störfum samstundis. Þegar hún leitaði svara um ástæður upp- sagnarinnar var henni sagt að hún hefði verið dónaleg í garð aðila sem hafði samband við embættið í gegnum síma. Þótti dómnum framganga konunnar í starfi, sem ríkislögreglustjóri lagði til, ósönnuð. ■ Undirskriftasöfnun sjó- manna gegn línuívilnun: Afhentar ráð- herra í dag MÓTMÆLI „Viðbrögðin hafa verið gríðarleg. Það eru komnar undir- skriftir frá áhöfnum 80 skipa en það er ekki allt komið til skila,“ sagði Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands. Sjómannasambandið, Vél- stjórafélagið og Farmanna- og fiskimannasambandið efndu til undirskriftasöfnunar meðal sjó- manna þar sem áformum um línuívilnun til handa dagróðrabát- um sem beita í landi er mótmælt. Þess er jafnframt krafist að áformin verði dregin til baka. Ætl- unin er að afhenda Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra undirskriftirnar í dag. ■ Lögreglan í Reykjavík: Vantar í 35 stöður LÖGREGLAN 35 lögreglumenn í fullu starfi vantar upp á svo ósk lög- reglustjóra sé uppfyllt, að því er fram kemur í svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks, um starfsemi lögreglunnar í Reykjavík. 266 lögreglumenn eru í fullu starfi í Reykjavík. Í svarinu kem- ur fram að lögreglustjórinn í Reykjavík óski eftir að hafa 301 lögreglumann í fullu starfi. ■ Amfetamínverksmiðjan: Lausir úr varðhaldi GÆSLUVARÐHALD Tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðan 24. nóvember var sleppt í gær. Mennirnir, sem eru á fimm- tugsaldri, voru handteknir eftir að upp komst að þeir framleiddu amfetamín í íbúð á horni Hafnar- brautar og Vesturvarar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík var ekki talin ástæða til að halda mönnunum lengur. ■ SVEINN MAGNÚSSON „Þetta ástand er með öllu óviðunandi.“ „Starfsfólk bráðamóttök- unnar á geð- deildarsviði er ekki öfundsvert af sínu starfi. HÚS GEÐHJÁLPAR Á TÚNGÖTU Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að sá samdráttur sem orðið hafi af spar- naðaraðgerðum á sviði geðheilbrigðismála sé með öllu óviðunandi. Öryrki hlunnfarinn af Strætó bs.: Neita að endur- greiða þúsundkall STRÆTÓ Bráðabirgðaörorku- skírteini dugir ekki til þess að fá afslátt af strætómiðum eða kort- um hjá Strætó bs. Valur Höskuldsson, sem ný- lega greindist með alvarlegan sjúkdóm, fékk bráðabirgða- skírteini hjá Tryggingastofnun, sem er án myndar af honum. Þeg- ar hann hugðist nota skírteinið til þess að kaupa strætókort fékk hann þau svör frá afgreiðslu- manni Strætó að hann mætti ekki veita afslátt út á skírteini án myndar. Valur keypti því kort sem var 1.000 krónum dýrara en sam- bærilegt öryrkjakort. Í kjölfarið sendi Valur, sem er mjög heyrnarskertur, tölvupóst til umsjónarmanns ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó og spurði hverju þetta sætti. Svarið sem hann fékk var að vegna mikillar misnotkunar örorkukorta hefðu verið settar reglur um að fram- vísa þyrfti örorkuskírteini með mynd. Valur sætti sig við þetta, en sendi aftur tölvupóst þar sem hann fór fram á að fá 1.000 krón- urnar sem hann greiddi aukalega fyrir venjulegt kort endurgreidd- ar, þegar hann væri kominn með skírteini með mynd. Svarið sem hann fékk var að það gæti fyrir- tækið Strætó bs. ekki sætt sig við. Valur segist furða sig á þessum viðbrögðum. Hann telji sig sann- anlega eiga rétt á endurgreiðslu en málið sýni kannski helst hversu miklum fjárhagsvandræð- um Strætó sé í. ■ VALUR HÖSKULDSSON Valur telur sig sannanlega eiga rétt á endurgreiðslu en málið sýni kannski helst hversu miklum fjárhagsvandræðum Strætó sé í. Keflavíkurflugvöllur: Tveir í varðhaldi GÆSLUVARÐHALD Lögreglan á Kefla- víkurflugvelli fékk í gær tvo erlenda menn úrskurðaða í gæslu- varðhald til 22. desember í Héraðsdómi Reykjaness. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli segir að grunur leiki á að mennirnir séu viðriðnir stórfelld auðgunarbrot. Hann varðist allra frekari frétta af málinu og sagði það vera á mjög viðkvæmu stigi. ■ LANDSPÍTALINN Formaður stjórnar Landspítalans segir að sparnaðartillögurnar feli í sér niðurskurð upp á um átta hundruð milljónir króna. HAFNAÐI INNI Í GARÐI Bifreið, sem hafði verið lagt fyrir framan Steinprent á Ólafsvík, rann um eitt hundrað metra aftur á bak. Hún fór í gegnum grindverk inn í garð og stöðvaðist á steinstétt. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur. LENTI UTAN VEGAR Ökumaður á norðurleið missti stjórn á bíl sín- um í hálku og lenti utan vegar norðan við Fornahvamm í Norður- árdal í gær. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki. Bifreiðin er talsvert skemmd. ■ Lögreglufréttir ■ Írak TVEIR FÉLLU Í MOSUL Tveir bandarískir hermenn féllu í tveim- ur aðskildum árásum í borginni Mosul í gær. Í fyrri árásinni hófu skæruliðar skothríð á hóp her- manna við bensínstöð og féll einn hermannanna auk kúrdísks embættismanns. Í þeirri seinni sprakk sprengja undir herbíl með þeim afleiðingum að einn her- maður lést og þrír slösuðust.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.