Fréttablaðið - 11.12.2003, Qupperneq 22
22 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Mitt álit á hnefaleikum
Ungur hnefaleikakeppandi slas-aðist í keppni sem haldin var í
Vestmannaeyjum 29. nóvember sl.
Ljóst er að áverkinn varð til við
högg frá andstæðingi. Hnefaleika-
keppni er af öðru tagi en flestar
íþróttagreinar sem stundaðar eru
hér á landi. Stóri munurinn er að
ná höggi á andstæðinginn, meiða
eða rota. Því fleiri högg, því meiri
sigurlíkur. Margir hafa komið að
þessari umræðu og haft uppi áróð-
ur gegn íþróttinni. Andstæðing-
arnir benda á hætturnar og fylgis-
menn valfrelsið og mannréttindin
ásamt því að benda á hætturnar
sem fylgja ástundun margra ann-
arra löglegra íþróttagreina. Helsti
munurinn á áverkum í hnefaleik-
um liggur í ásetningnum. Ef ég
meiðist er það vegna þess að and-
stæðingurinn olli því, hann kýldi
mig. Boltamenn misstíga sig,
hestamenn detta og kappaksturs-
menn aka útaf.
Uppbygging og agi
Hnefaleikar og karate eru
skyldar íþróttir. Keppni er haldin í
þessum greinum og fylgir þátttaka
nokkur áhætta. Hún er oftast fólg-
in í að meiðast á þann hátt að
mótherjinn á þátt í að valda áverk-
unum. Karatemenn kýla og
sparka, Tae kwon-do menn sparka,
boxarar kýla og júdómenn kasta.
Ég er á þeirri skoðun að ástund-
un og þátttaka í þessum íþrótta-
greinum skapi þátttakendum
ákveðinn karakter. Keppni af
þessu tagi er uppbyggjandi fyrir
aga og sjálfstraust. Þegar iðkandi
tekur ákvörðun að taka þátt í
keppni þarf hann að reiða á sjálfan
sig. Hann þarf einbeitingu til að
sigra andstæðinginn. Tilfinningin
verður því sterkari hvort sem
menn sigra eða tapa. Það þarf
sterkari taugar til þátttöku í þess-
um greinum en öðrum íþróttum.
Íslenskt þjóðfélag þarf á þess-
um íþróttum að halda. Hnefaleikar
eru engin undantekning. Einstak-
lingurinn hefur gott af þeim aga og
uppbyggingu sem þessar greinar
veita. Til staðar er stórt heilsufars-
legt vandamál sem einkennist af
lélegu mataræði og of lítilli hreyf-
ingu. Þar sem þessar greinar veita
aga, þroska og útrás ganga börn
sem kynnast þessum íþróttagrein-
um oft í gegnum miklar breyting-
ar, meiri vellíðan og jafnvægi. Ég
geri mér grein fyrir að slys geta
orðið en jákvæðu þættirnir vega
þyngra.
Ég hef töluvert starfað í þágu
forvarna og veit af hörmungum
sem tengjast neyslu svokallaðra
löglegra fíkniefna. Hins vegar hef
ég ekki vitað til þess að nokkur
þingmaður hafi sýnt vilja eða þor
til að stuðla að banni á neyslu
áfengis og tóbaki. ■
Að undanförnu hafa átt sér staðumræður um hvort heilbrigðis-
ráðherra hafi gefið loforð um að
leggja til 1,5 milljarð vegna tekju-
breytinga hjá yngri öryrkjum eins
og það hefur verið kallað. Garðar
Sverrisson og Helgi Hjörvar hafa
gengið fram fyrir skjöldu og kallað
gerðir ráðherrans ýmsum nöfnum.
Heilbrigðisráðherrann fer með rétt
mál sé litið til sameiginlegrar yfir-
lýsingar þeirra félaga eftir gerð
samkomulagsins sem birtist þá í
fjölmiðlum. Spurning er hvers
vegna ekki er lagður 1,5 milljarður í
málið þegar nýsamþykkt fjárlög
gera ráð fyrir 6,5 milljarði í afgang.
Þáttur Garðars Sverrissonar
Garðar hefur sérlega greiðan að-
gang að fjölmiðlum enda starfað
sem blaðamaður. Garðar hefur hins
vegar að mínu mati einkar ógeð-
felldan stíl sem birtist núna sem
fyrr að hann kemur með stórar yfir-
lýsingar sem vekja upp enn ein von-
brigðin hjá öryrkjum.
Málflutningur Garðars byggist
nefnilega á því að fólk HEFÐI átt að
fá meira nú en Garðar taldi í vor. Í
tímariti Öryrkjabandalagsins birt-
ist yfirlit formannsins í tilefni Evr-
ópuárs fatlaðra en þar segir: „Ekki
væri um það að ræða að af okkar
hálfu að taka þátt í veislu- og ræðu-
höldum, sitjandi fyrir á ljósmynd-
um með ráðamönnum, ef ekki væri
að fullu tryggt að um áþreifanlegar
kjarabætur yrði
að ræða - kjara-
bætur sem okkar
fólk gæti vegið
og metið í krón-
um og aurum.“
Er það til marks
um góð kjör ör-
yrkja þegar for-
maðurinn sést á
myndum með
r á ð a m ö n n u m ?
Batna kjör ör-
yrkja við mynda-
tökur formanns-
ins? Hver eru
laun Garðars?
Þáttur Helga Hjörvar
Sennilega mundi það æra
óstöðugan að fjalla um málflutning
Helga Hjörvar í gegnum tíðina.
Helgi hefur þann kost sem „prýðir“
flesta stjórnmálamenn að leika
tveimur skjöldum. Helgi er í borg-
arstjórn á ágætum launum. Líklega
fimmföld laun öryrkja eins og þau
eru eftir allar myndatökur með
ráðamönnum. Helgi er á þingi og
hefur þar líklega um áttföld laun ör-
yrkja. Helgi er formaður stjórnar
hússjóðs ÖBÍ og þar hefur hann sín
laun. Helgi hefur verið viðloðandi
starf Blindrafélagsins. Einhver
laun þar? En Helgi kemur í fjöl-
miðla og ræðir þar sem öryrki þeg-
ar henta þykir.
Samkvæmt mínum skilningi á
örorku og að ég tel Tryggingastofn-
unar er sá öryrki sem getur ekki
aflað sér tekna eða mjög takmark-
aðra tekna. Samkvæmt þeim skiln-
ingi er Helgi sennilega hæstlaunað-
asti öryrkinn á Íslandi og líklega þó
víðar væri leitað. Helgi hefur fram-
mi svipaða tilburði og formaðurinn
Garðar Sverrisson og fullyrðir að
heilbrigðisráðherrann hafi skrifað
undir 1,5 milljarð. Handsalað! Helgi
fór létt með fyrir síðustu þingkosn-
ingar að draga eilítið úr biti sjálf-
stæðismanna sem fullyrtu að úti-
gangsmenn væru orðnir hálfgerð
plága í miðborg Reykjavíkur. Þetta
gerði Helgi með því að nýta lausar
íbúðir á vegum bandalagsins fyrir
útigangsmenn og nýtti sér stöðu
sína sem formaður hússtjórnar Ör-
yrkjabandalagsins og formaður fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar.
Makalaust hvað biðlistar skipta litlu
þegar á reynir.
Stjórn ÖBÍ segi
af sér hið fyrsta
Það getur ekki verið helsta rétt-
indamál öryrkja að forysta Öryrkja-
bandalagsins sitji pen og sæt við
hlið ráðamanna við myndatökur.
Leiksýningar eiga heima í leik-
húsum. Alvara í málum öryrkja er
nauðsynleg og sá sem er farinn að
berjast fyrir því að sitja fyrir sem
fyrirsæta á ekki heima í réttinda-
baráttu öryrkja. Þess vegna tel ég
að stjórn Öryrkjabandalagsins eigi
að segja af sér. Það er ljóst að mál-
efni er lúta að öryrkjum brenna
ekki á þeim sem eru í forystusveit-
inni og því verða þeir að víkja. ■
Maðurinn
INGÓLFUR SNORRASON
■ margfaldur Íslands- og bikarmeistari í
karate skrifar um hnefaleika .
Það vekur athygli að baráttaLandssambands smábátaeig-enda fyrir línuívilnun hefur
sameinað önnur hagsmunasamtök í
sjávarútvegi. LÍÚ, Sjómannasam-
bandið, Farmanna- og fiskimanna-
sambandið og Vélstjórafélag Ís-
lands hafa sent frá sér sameigin-
lega ályktun, þar sem Alþingi er
hvatt til að fella frumvarpið um
línuívilnun.
það er með ólíkindum hversu lít-
ið þarf til að sameina þessa aðila
þegar trillukarlar eiga hlut að máli.
Gera má ráð fyrir að sáttasemjari
kynni sér þetta og vonandi ná þess-
ir aðilar að gera með sér kjara-
samning, en stóli ekki einn ganginn
enn á að stjórnvöld taki af þeim
ómakið, stilli upp samningi þar sem
samtökunum er nauðugur einn kost-
ur, að skrifa undir.
„Þeir stela af okkur ýsunni“
1995 var lögfest á Alþingi
þorskaflahámarkskerfi krókabáta
sem takmarkaði þorskveiðar þeirra
verulega. Þorskkvótinn sem þeir
fengu var frá því að vera helmingur
þess sem þeir höfðu veitt árin á
undan og upp í 70%. Við þessar að-
stæður hófu menn að koma sér fyr-
ir í þorskaflahámarkinu og sáu
fljótt að þar var ekki lífvænlegt
öðru vísi en að drýgja þorskkvótann
með veiðum á öðrum tegundum.
Fram að því
höfðu þeir veitt
fátt annað en
þorsk. Nokkurn
tíma tók að ná ár-
angri við þessar
veiðar, en það
tókst og 4 árum
síðar var LÍÚ far-
ið að væla yfir
því að þorskafla-
h á m a r k s b á t a r
væru að „stela
frá þeim ýsunni“.
Það vafðist ekki
fyrir þeim, frek-
ar en fyrri dag-
inn, hver ætti
fiskinn í sjónum.
En er ekki þjóð-
inni hagstæðara
að ýsan sé veidd
á línu, henni landað samdægurs til
vinnslu sem gefur allt að helmingi
hærra útflutningsverðmæti en sjó-
frystingin?
3. desember 1999 kvað Hæsti-
réttur upp dóm sem kallaður hefur
verið Valdimarsdómur. Stjórnvöld
túlkuðu dóminn á þá leið að ekki
væri hægt að verja veiðikerfi
þorskaflahámarksbáta á annan hátt
en með því að kvótasetja aukateg-
undir. Túlkun þessari var kröftug-
lega mótmælt sem leiddi m.a. til
þess að kvótasetningin kom ekki til
framkvæmda fyrr en 1. september
2001. Ekki verður það tíundað hér
hversu mikið áfall þetta varð fyrir
þennan bátaflokk.
Það er ekki til í orðabók trillu-
karla að leggja árar í bát. Lög kváðu
á um að þeir mættu ekki nota önnur
veiðarfæri en þau sem hvað
minnstri röskun valda á lífríkinu,
línu og handfæri. Þá máttu ekki
stærri bátar en 6 brl. vera innan
kerfisins en því var breytt nokkru
síðar og mörkin sett við 15 brt. Þeir
hófu því baráttu fyrir að ívilnað
yrði umhverfisvænum veiðum.
Línuívilnun til dagróðrabáta þar
sem beitt væri eða stokkað upp í
landi varð niðurstaðan. Auk þess að
veiðarnar eru umhverfisvænar,
skapa þær mikla atvinnu í landi og
yrði þannig mikil lyftistöng fyrir
hinar dreifðu byggðir.
Þeir sem lofuðu unnu kosn-
ingarnar
Réttindabaráttan var rekin
áfram og sífellt fjölgaði í þeim
hópi sem tók undir með kröfum
trillukarla um línuívilnun. Línu-
ívilnun dagróðrabáta var sam-
þykkt á landsfundi og flokksþingi
stjórnarflokkana. Málinu fylgt eft-
ir til loka kosningabaráttunnar
sem lauk með stjórnarmyndun þar
sem línuívilnun dagróðrabáta var
sett í stjórnarsáttmálann. Stórút-
gerðin lét málið kyrrt liggja í kosn-
ingabaráttunni, hún kaus að lemja
á Samfylkingunni um að ef hún
kæmist til valda gætu Íslendingar
gleymt sinni eigin stóriðju – sjáv-
arútveginum.
Stórútgerðin náði sínu
markmiði og ríkisstjórnin
hélt velli
Í kjölfar þeirrar staðreyndar
hafa trillukarlar knúið á um inn-
lausn kosningaloforðanna. Samtök-
in fjögur sem fallist hafa í faðmlög
orga hins vegar á stjórnvöld um að
þau svíki gefin loforð sem m.a.
urðu þess valdandi að núverandi
stjórnarflokkar héldu völdum.
þessi krafa endurspeglast m.a. í
ummælum forstjóra Samherja
handhafa Útflutningsverðlauna
forseta Íslands 2003, er hann lét
falla 8. þessa mánaðar:
„Spurningin í dag er, eigum við
að halda áfram með verkið eða eig-
um við að segja að þeir verði verð-
launaðir sem fara aftur á bak í þró-
uninni; að handbeiting, handflökun
og svo framvegis verði lykilorðið
hjá stjórnmálamönnum framtíðar-
innar.“
Hráefnið sem smábátaeigendur
hafa fært að landi hefur m.a. lagt
grunn að dýrustu ferskflakamörk-
uðum Íslendinga. Það væri því
stórt skref aftur á bak að þrengja
að þessari útgerð.
Trillukarlar horfa stoltir inn í
framtíðina staðráðnir í að halda
áfram að nýta sameiginlega auð-
lind okkar Íslendinga, þjóðinni til
hagsældar. ■
Atlaskort
á geisladiski
Örn H. Bjarnason skrifar :
Fyrir skömmu skrifaði égstuttan pistil og sagði þar
m.a. frá nýjungum á heimasíðu
Landmælinga Íslands. Einnig
minntist ég á gömlu herfor-
ingjaráðskortin í mælikvarðan-
um 1-100000, en þau voru upp-
haflega gefin út á fyrstu áratug-
um 20. aldar og síðan endur-
útgefin. Hestamenn hafa lengi
þekkt þessi kort og haft þau í
farteski sínu á ferðalögum. Víða
á þessum endurútgefnu kortum
má sjá reiðgötur eins og þær
voru í kringum 1900. Þetta eru
sömu götur og farnar hafa verið
frá því í fornöld og þær eru enn
í dag þræddar af hestamönnum.
Þessi kort eru því á margan hátt
fullgild reiðvegakort fyrir þá
sem vilja ferðast um landið á
hestum.
Nú hafa Landmælingar Ís-
lands sent frá sér þessi endur-
útgefnu herforingjaráðskort (1-
100.000) á geisladiski. Á diskin-
um er líka Íslandskort í mæli-
kvarðanum 1-750.000.
Ég var að fá þennan disk upp
í hendurnar og skoða hann í
tölvu. Þetta er mikill munur frá
því að vera að velkjast með
gömlu kortin í mörgum hlutum
á hnjám sér. Á geisladiskinum
eru 87 Atlaskort ásamt skoðun-
arbúnaði. Á honum er nafna-
skrá með yfir 3000 örnefnum,
sem auðveldar manni að leita
uppi ákveðna staði á korti.
Kortin á diskinum eru auk þess
birt samhangandi þannig að eitt
tekur við af öðru. Það er veru-
legur kostur. Vandasamt hlýtur
að hafa verið að skeyta kortin
saman, en mér sýnist það hafa
tekist með ágætum.
Með skoðunarbúnaðinum má
mæla fjarlægðir, leita að ör-
nefnum og prenta út kort. Auk
þessa má leita að hnitum í mörg-
um hnitakerfum, bæta inn eigin
texta og tengja við GPS-stað-
setningartæki. Eitt með því
þægilegra er, að með músinni er
hægt að hagræða kortinu að eig-
in vild. Það er því vart hægt að
hugsa sér betra hjálpartæki
þegar undirbúa skal hestaferð.
Þessi kort auðvelda hestafólki
að rata gömlu reiðleiðirnar, en
þær voru ekki valdar af handa-
hófi, heldur farnar vegna þess
að um þær lágu bestu hesta-
göturnar.
Það er óhætt að fullyrða að
þær séu tuttugu í dúsíninu nýj-
ungarnar hjá Landmælingum
Íslands þessa dagana. Ég var
ekki fyrr búinn að undrast yfir
ágæti heimasíðu þeirra, en að ég
eignaðist nýjan og endurbættan
flugdisk frá þeim. Svo koma
þessi gersemi.
Þessi stefna Landmælinga Ís-
lands að gera gögn sín sem að-
gengilegust fyrir almenning
bæði á vefnum og með útgáfu
geisladiska er mjög lofsverð.
Ekki spillir að verðið á þessum
diski er viðráðanlegt, en hann
kostar kr. 3.980. ■
■ Bréf til blaðsins
Leiksýningar
Öryrkjabandalagsins
„En er ekki
þjóðinni hag-
stæðara að
ýsan sé veidd
á línu, henni
landað sam-
dægurs til
vinnslu sem
gefur allt að
helmingi
hærra útflutn-
ingsverðmæti
en sjófrysting-
in?„Það getur
ekki verið hel-
sta réttinda-
mál öryrkja
að forysta Ör-
yrkjabanda-
lagsins sitji
pen og sæt
við hlið ráða-
manna við
myndatökur.
Um daginnog veginn
ÖRN PÁLSSON
■
framkvæmdastjóri
Landssambands smá-
bátaeigenda skrifar
um línuívilnun.
Um daginnog veginn
HAFÞÓR
BALDVINS-
SON
■
rithöfundur skrifar
um Öryrkjabanda-
lagið.
Stórútgerðin og sjómanna-
samtökin hvetja ríkisstjórn
til að svíkja kosningaloforð