Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 27
27
■ Í búðum
FIMMTUDAGUR 11. desember 2003
T R U E . N AT U R A L . E L E G A N T.
A NEW FRAGRANCE
Nýja ilmvatnið frá Cindy Crawford
fæst í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt
Alpahúfur kr. 990
Hekluð sjöl kr. 1.990
margar gerðir
Grifflur frá kr. 690
Blómaskór - tilboð
1 par 1.290 - 2 pör 2.000
Vinsælar
jólagjafir
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466
TILBOÐ
Neta- og silkisandalar
Eitt par kr. 1.200 -
2 pör kr. 2.000
St. 28-41
Ný sending af
barnasandölum
Vínrauða leðurkápan er skilyrð-islaust uppáhald,“ segir Hulda
Bjarnadóttir, dagskrárgerðarkona
á létt.is. „Ég keypti hana þegar ég
var á leiðinni á MTV í Stokkhólmi
fyrir fjórum árum og hún rokkar.
Það brýst út í mér litli rokkarinn
hið innra þegar ég er í henni og
ofboðslega gaman að djamma í
henni við skemmtileg tækifæri.“
Hulda segir marga kosti við
leðurflíkina, til dæmis að þegar
eitthvað hellist niður sé minnsta
mál í heimi að þrífa það úr. „Svo er
hún sígild og ég ætla pottþétt að
vera í henni á fimmtugs-
afmælinu,“ segir hún hlæjandi.
„Og fyrst við erum að tala um
uppáhald verð ég líka að fá að
nefna nýjasta skartið mitt, sem er
fyrsti stóri skartgripurinn sem ég
eignast. Þetta er hálsmen úr
massívu járni og ofsalega gott
flæði í því. Ég er ekki frá því að
gripurinn jafni orkuflæðið því
mér líður svo ótrúlega vel með
hann.“
Hulda telur að nú hafi orðið
þáttaskil hjá henni hvað skartgripi
varðar. „Ég hef hingað til verið
fyrir fíngerðari skartgripi, en
þessi er engu líkur. Mér finnst ég
svo mikil kona þegar ég set hann
upp.“ ■
Uppáhaldsflík:
Rauða kápan rokkar
HULDA BJARNADÓTTIR
Á rauða uppáhaldsleðurkápu sem kallar fram rokkarann í henni. Hálsmenið massíva er
líka í miklu uppáhaldi
Hendrikka Waage hefur lengihaft áhuga á listum og hönn-
un og í byrjun þessa árs ákvað
hún að stíga skrefið til fulls og
hefja hönnun á skartgripum. „Ég
hef gengið með þessa hugmynd í
tvö ár og í haust komu skartgripir
á markað,“ segir Hendrikka sem
annars vegar hannaði hringi sem
bera heitið esja ring collection og
hins vegar línu sem heitir n-light
collection, sem er armband,
hringur, hálsmen og eyrnalokkar.
Hendrikka sækir innblásturinn
að hönnuninni til íslenskrar nátt-
úru en yfirbragðið er alþjóðlegt,
enda hún sjálf verið mikið í út-
löndum, í Rússlandi, Japan og
Bretlandi meðal annars.
Skartgripirnir hafa þegar vak-
ið athygli í London: „Meðal annars
hafa birst greinar í Daily Mail,
Red magazine, Harpers og það er
grein væntanlega í Vogue,“ segir
Hendrikka sem sjálf er með ann-
an fótinn í London þar sem hún
vinnur við almannatengsl.
Hér á landi fást skartgripirnir í
versluninni Leonard í Kringlunni
og í Fríhöfninni og í London í
versluninni Gailo í Notting Hill og
á St. Albin Street. Frekari upplýs-
ingar eru að finna á síðunni
www.waagejewellery.com ■
Skartgripir:
Íslenskt skart
vekur athygli
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
HRINGAR
Blár tópas, amethyst, peridot og citrine eru
á meðal steina sem Hendrikka notar í
skartgripina.
NORÐURLJÓSIN
Hendrikka kallar þessa línu N-light collect-
ion enda innblásturinn sóttur í litadýrð
norðurljósanna.
HENDRIKKA WAAGE
Viðskiptafræðingur, sem hefur unn-
ið við almannatengsl, hefur nú fært
út kvíarnar og hannar skartgripi.
LENGRI OPNUNARTÍMI Frá og
með deginum í dag er hægt að
fara í búðir langt fram á kvöld,
alla daga vikunnar. Í Smáralind
er opið til tíu á kvöldin til jóla,
fyrir utan
Þorláks-
messu, þá
er opið til
ellefu eins
og venja
er. Sama
er upp á
teningn-
um í
Kringl-
unni, þar verður opið til tíu í
kvöld og ellefu á Þorláksmessu.
Laugavegurinn lengir opnunar-
tímanna á laugardaginn þannig
að nú ættu allir að geta fundið
sér tíma til að kaupa gjafir og
ekki síður jólaföt þannig að eng-
inn fari í jólaköttinn.
RISASTÓR CHANEL-TASKA
Merkjavara selst vel í Tókíó fyrir jólin
eins og annars staðar. Risastór Chanel-
taska hefur verið sett upp í Ginza-versl-
unarhverfinu til að laða kaupendur að
búðinni – með hvaða árangri er óvíst.