Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 30

Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 30
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Fleiri ferðir til Búdapest í vor Heimsferðir hafafjölgað ferðum til Budapest í vor vegna mikillar eftirspurnar. Nú hefur tveimur helg- arferðum verið bætt við, 6. maí – 10. maí og um hvítasunnuna, 27. maí – 31. maí. ■ Skólavörðustíg 45 • 101 Reykjavík • S. 562-0800 • Fax 562-0804 www.hotelleifur.is • Netfang info@hotelleifur.is Desembertilboð Desembertilboð Gerið jólainnkaupin í miðbæ Reykjavíkur og gistið á Hótel Leifi Eiríkssyni Desembertilboð á gistingu Gisting með morgunverði á kr 2.790 pr. mann G ild ir til 24. d esem b er Það er náttúrlega Kaupmanna-höfn,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi aðspurð- ur um uppáhaldsborg. „Það er alltaf jafn notalegt að koma þang- að, svona eins og að koma heim. Danirnir eru svo þægilegt og skemmtilegt fólk og borgin fall- eg.“ Vilhjálmur reynir að komast til Kaupmannahafnar tvisvar til þrisvar á ári og nýtur þess þá að rölta á Strikinu og meðfram sund- unum, og að skoða sögufræga staði. „Þarna er allt svo fallegt og ljúft,“ segir Vilhjálmur og kveðst vera slarkfær í dönsku þó enskan sé honum tamari. Hann hefur líka eina meginreglu í Köben sem hann klikkar aldrei á, „Ég fæ mér alltaf pylsu að dönskum hætti,“ segir hann hlæjandi „og kíki svo gjarn- an inn á Hviids Vinstue sem er sögufrægur staður rétt við Kong- ens Nytorv. Þar eru myndir uppi af Sverri Kristjánssyni og Fjölnis- mönnum og alltaf jafn gaman að koma þangað. Svo má ekki gleyma Kastrup, sem er einhver glæsileg- asta flugstöð sem ég hef komið í og hef ég þó víða farið. ■ Kaupmannahöfn þægileg og ljúf: Eins og að koma heim FRÁ NÝHÖFNINNI Kaupmannahöfn er mörgum Íslendingum kær. VIlhjálmur er einn þeirra sem nýtur þess að vera á rölti í Nýhöfninni. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Finnst ómögulegt ann- að en að fá sér pylsu að hætti danskra í Köben.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.