Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 34

Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 34
34 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR Rauðar kúlur eru það allra vin-sælasta á jólatréð í ár, að sögn Kristins Einarssonar í Blómavali. Hann segir að eitt- hvað sé um að gylltar kúlur séu teknar með líka og að minna sé um alls kyns jólafígúrur á tréð en oft áður. En rautt er ekki að- eins áberandi í kúlunum. „Rautt er líka að koma miklu sterkara inn í seríum á jólatréð en áður,“ segir Kristinn og bætir við að í Blómavali sé áherslan lögð á hefðbundin jól. ■ Skraut á jólatréð: Eldrauð jól í Blómavali RAUTT, RAUTT, RAUTT! Rautt er aðalliturinn í Blómavali í ár. Jólakortin koma: Reikningana niður og kortin upp Nú fara jólakortin að streymainn á heimilið og því er ekki úr vegi að huga að geymslustað fyrir þau. Sumir hafa þann hátt á að geyma jólapóstinn allan óopn- aðan fram til jóla og skoða svo kortin öll í einu við hátíðlega at- höfn. Aðrir gægjast í umslögin, rétt til að gá hvort nokkur sé að senda þeim kort sem þeir hafa gleymt að senda í ár. Svo er þriðji hópurinn sem getur ekki á sér set- ið og skoðar öll kort um leið og þau koma og fagnar þannig hverju korti fyrir sig. Geymslan á kortunum getur verið á ýmsan máta. Það má gera spegilinn í for- stofunni jólalegan með því að festa jólakortin upp í kring um hann. Hægt er að ná í stóra nakta trjágrein og klemma kortin upp á hana, eða hengja upp snúru í ganginum eða stofunni og setja jólakortin á hana. Ekki spilla rauðar klemmur. Eins er upplagt að rífa reikningana niður af korktöflunni og næla jólakortin á hana eða hengja upp ljósum skreytta lengju og finna kortun- um stað í henni. ■ Í Garðheimum var gyllt, koparog brúnt skraut mjög áberandi í byrjun aðventunnar en nú þegar nær dregur jólum virðist rautt og gyllt ætla að ráða ferðinni. „Það er mikið um glimmer,“ segir Jó- hanna Hilmarsdóttir, deildarstjóri í blómadeild. „Annars skiptist fólk í tvo hópa, það eru þeir sem vilja eitthvað glitrandi og svo hinir sem vilja gamaldags. Englar eru náttúrlega alltaf mjög vinsælir á jólatréð og við höfum verið með mjög flotta glerfugla með fjöðr- um og svo fugla sem eru gylltir eða silfurlitaðir með glimmeri,“ segir hún. Alls kyns jólasveinar og bangsar eru líka vinsælir. „En mér finnst svolítið áberandi að margir virðist vera að safna sér á tréð. Fólk kaupir flotta hluti eins og glerfuglana og safnar þeim smátt og smátt.“ ■ Kynning í dag á PTP hársnyrtivörum í Lyf og heilsu Domus kl. 15-18 440kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstærð 0,06 m3 (t.d. 30x40x50 sm) 03 -5 11 w w w .d es ig n. is ' 20 03 Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrk blindum Tilvalijólagjö Úrvalið af skrauti á jólatréðhefur sennilega aldrei verið meira en í ár. Alls kyns kúlur, jólasveinar, snjókarlar og englar til að hengja á trén fylla verslan- irnar en sitt sýnist hverjum hvað er fallegast. Eitt er þó víst að all- ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða hefðbundið og gamaldags skraut, nútímalegt eða framúrstefnu- legt. ■ Arna Sigríður Sæmundsdóttir,skreytari í versluninni Soldis á Laugaveginum, segir að rauðar jólakúlur séu alltaf sígildar en að mikið sé hins vegar um silfur í ár. „Rauður er notaður svolítið mikið með silfrinu, fólk virðist vera hrifnast af því ef það vill fara út í liti. Unga fólkið tekur svolítið sjokkerandi liti, blandar til dæmis saman silfri og appelsínugulum eða silfri og fjólubláum,“ segir hún. Margir blanda líka saman silfri og gulli. „Silfur er mikið notað í grunninn og svo eru aðrir litir settir með.“ Arna Sigríður segir að það sé allur gangur á því hvort jólasvein- ar, snjókarlar, englar og aðrar góðar verur sem tengjast jólunum séu settar á trén. „Kúlur og fígúr- ur eru teknar jöfnum höndum. Það er mikið um spaugilega jóla- karla, til dæmis langa jólasveina sem eru á skautum.“ Í Soldis er mikið um gamal- dags skraut í bland við nútíma- legt. „Þetta er svolítið skipt hjá okkur,“ segir Arna Sigríður. „Við erum með mjög gamaldags steyptar kúlur og svo erum við til dæmis líka með nýtískulega hvíta fuglsvængi úr fjöðrum. Það er allt í gangi núna. Þetta er voðalega mikið spurning um smekk, hvern- ig jól fólk heldur og hvað það heldur fast í gamlar hefðir.“ ■ Skraut á jólatréð: Hefðbundið og óhefðbundið í bland Skraut á jólatréð: Silfurjól í Soldis NÝTÍSKULEGT OG GAMALDAGS Silfrað jólaskraut í Soldis er mjög vinælt fyrir þessi jól. Skraut á jólatréð: Glitrandi og gamal- dags í Garðheimum ALLTAF KLASS- ÍSKT Rautt og gyllt get- ur ekki klikkað. FLOTTIR GLERFUGLAR Margir eru að safna fuglunum sem meðal annars fást í Garðheimum. GLIMMERKÚLUR Glitrandi glimmer er vinsælt fyrir jólin. Kúlurnar fást í Garðheimum. KÚLUR OG FÍGÚRUR Eru tekin jöfnum höndum á jólatréið. Á JÓLALENGJU Góð aðferð til að geyma kortin. KORKTAFLAN SKREYTT Kortin gleðja alla ef þau sjást.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.