Fréttablaðið - 11.12.2003, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 11. desember 2003 37
Lítil en ótrúlega falleg öðruvísijólatré fást víða í verslunum
fyrir jólin. Í Blómavali í Sigtúni
fást til að mynda mjög skemmti-
leg tré úr járni sem eru með
glærum eða marglituðum perum
sem passa á borð eða út í glugga.
Trén, sem eru sérlega upplífg-
andi þrátt fyrir að vera úr stáli,
geta til dæmis komið í stað hefð-
bundinna aðventuljósa og geta
sömuleiðis leyst hefðbundin lítil
gervitré af hólmi. Í Soldis á
Laugaveginum fást hins vegar
mjög fáguð glerkristalstré sem
eru mjög hentug sem borðskraut,
enda eru þau bæði stílhrein og
glæsileg. ■
Öðruvísi jólatré:
Stílhrein og glæsileg
Bakað til jóla:
Mjúkar
piparkökur
2 dl síróp
1 1/2 dl púðursykur
75 g smjör
1 egg
1/2 dl súr (sýrður) rjómi,
(má nota súrmjólk)
1 tsk. hjartarsalt
1 msk. vatn
1 tsk. natrón
2 tsk. kanill
1 tsk. engifer
1 tsk. negull
425 g hveiti
B r æ ð i ð
s í r ó p i ð ,
smjörið og
púðursyk-
urinn saman í
potti. Látið kólna. Þeytið saman
egg og rjóma og hellið út í syk-
urblönduna. Leysið hjartarsaltið
upp í vatninu. Blandið natróninu
og kryddinu saman við hveitið.
Hnoðið deigið saman og látið
standa í 4-6 tíma (má nota
hrærivélina við hnoðunina).
Skiptið deiginu í ca 25 stk. og
mótið í bollur, ca 6 cm í þver-
mál. Bakið þær í miðjum ofni
við 200˚ í ca 8 mínútur. ■
Sörurnar
hennar Veru
Botnar:
3 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
200 g möndlur (fínhakkaðar)
Eggjahvíturnar eru stífþeytt-
ar og flórsykrinum og möndlun-
um blandað létt við. Sett í litla
toppa á plötu og bakað um átta
mínútur við 180 gráður.
Krem:
4 msk. kakó
3 msk. síróp
3 eggjarauður (stífþeyttar)
100 g smjör (lint)
Brætt suðusúkkulaði (ca 100 gr)
Eggjarauðurnar stífþeyttar.
Blanda restinni varlega saman
við. Kremið sett á kaldar kök-
urnar og þeim stungið smástund
í frysti (eða kæli). Að lokum
hjúpaðar með bræddu suðu-
súkkulaði og látnar þorna á
grind. ■
Jólasöngvar:
Adam átti
syni sjö
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.
JÓLATRÉ ÚR JÁRNI
Þetta tré getur
hæglega komið í
stað hefðbundins
gervitrés. Fæst í
Blómavali.
FALLEGT
JÓLATRÉ
Fæst í Soldis á
Laugaveginum.
JÓL AÐ NÝJU
Frændurnir Franklin og Ruben spjalla saman meðan þeir selja jólavarning í síðdegisösinni
í Caracas. Jólahaldið í landinu í ár er með öðru sniði en í fyrra þegar mótmæli og verkföll
urðu til þess að lítið varð úr jólahaldi. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA