Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 48

Fréttablaðið - 11.12.2003, Page 48
hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 DESEMBER Fimmtudagur 48 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR LEIKUR GEGN FÁTÆKT Ronaldo leiðir stjörnulið sitt gegn stjörnu- liði Zinedine Zidane í Basel á mánudag. Ágóðinn af leiknum rennur til baráttu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt í heiminum. Fótbolti KÖRFUBOLTI Það gengur mikið á í herbúðum nýliðanna í Intersport- deildinni, Þórs frá Þorlákshöfn, þessa dagana. Þjálfarinn Billy Dreher hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að hætta störfum og Raymond Lee Robins er einnig hættur og er á leið heim. „Billy óskaði eftir því við okk- ur að fá að láta af störfum,“ sagði Kristinn Guðjón Kristinsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við DV Sport í gær. „Hann gaf nokkrar skýringar fyr- ir því af hverju hann vildi hætta. Í fyrsta lagi var hann mjög ósáttur við árangur liðsins í vetur og hann telur það vera liðinu fyrir bestu að hann hætti að þjálfa það. Robins er einnig hættur hjá okkur og hann fer væntanlega af landi brott fljótlega,“ sagði Kristinn en þess utan hefur Dreher ekki getað leikið mikið með félaginu í vetur en hann hefur verið meiddur und- anfarinn mánuð. „Hann mun þrátt fyrir það stýra liðinu fram til 19. desember. Þá stóð alltaf til að hann fengi að fara heim í jólafrí en nú er ljóst að það jólafrí verður lengra en í fyrstu var talið. Þetta er náttúrlega nýtilkomið en það er ljóst að við munum leita okkur að erlendum þjálfara sem einnig get- ur spilað en hvenær við finnum þann mann er erfitt að segja til um á þessari stundu. Einnig mun- um við fylla skarð Rays og næstu dagar verða vel nýttir til þess að skoða þá möguleika sem við eig- um í stöðunni. Það er vissulega á brattann að sækja en við erum hvergi nærri búnir að gefast upp og þjöppum okkur bara saman,“ sagði Kristinn. Billy Dreher lék 7 leiki fyrir Þór og skoraði í þeim 16,7 stig að meðaltali í leik. Tók 4,3 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Robins lék 10 leiki fyrir nýlið- ana í vetur og var með 20,6 stig að meðaltali í leik. Hann gaf 2,7 stoðsendingar en var sterkur undir körfunni þar sem hann var að rífa niður 9,5 fráköst að meðaltali. ■ NBA-deildin í körfuknattleik: Tíu sigrar Lakers í röð Breiðablik og Stjarnan mætast í lokaumferð Landsbankadeildar kvenna: Fastir liðir eins og venjulega FÓTBOLTI Í gær var dregið í töflu- röð fyrir landsdeildir knatt- spyrnusumarið 2004 en þegar dregið er í töfluröð ákvarðast hvaða félög mætast í einstökum umferðum mótsins. Það vakti at- hygli að kvennalið Breiðabliks og Stjörnunnar mætast í 14. og síð- ustu umferð kvennadeildarinnar fimmta árið í röð og alls í tíunda sinn á síðustu ellefu árum. Það er ótrúleg tilviljun að þessir ná- grannar dragist svo oft saman í lokaumferð mótsins en þetta hef- ur meðal annars orsakað það að Stjörnuliðið hefur horft upp á Blikana lyfta Íslandsmeistarabik- arnum í fimm skipti frá árinu 1994. Leikurinn í Landsbanka- deild kvenna næsta sumar fer fram á Kópavogsvelli en af þess- um tíu leikjum hafa átta þeirra farið fram í Smáranum en aðeins tveir í Garðabæ. Breiðabliksliðið hefur yfirhöndina í þessum níu leikjum, hefur unnið sjö gegn að- eins einum sigri Stjörnunnar. Markatalan er góð hjá Blikum, sem hafa skorað 37 mörk gegn að- eins ellefu frá Stjörnunni. ■ Útsölustaðir á höfuðborgarsvæðinu: Hagkaup,snyrtivörudeildir, Lyfja snyrtivörudeildir, Lyfjaval Mjódd, Apótek Iðufell, Apótek Grafarvogi, Rós snyrtistofa Kópavogi, Andorra Hafnarfirði, Sigurboginn, Clara snyrtistofa Kópavogi. Útsölustaðir um landið: Björg Akranesi, Jara Akureyri, Húsavíkurapótek, Sigga Þrastar Ísafirði, Apótek Blönduóss, Stykkishólms apótek, Stykkishólms apótek Patreksfirði, Lyfja Keflavík, Lyfja Grindavík, Lyfja Egilsstöðum, Lyfja Eskifirði, Hársn. Jónu Sigurbjartsd. Kirkjubæjarklaustri, Borgarnes apótek, Borgarnes apótek Grundarfirði, Ísafjarðar apótek, Nes apótek Norðfirði. Enska knattspyrnan: Chelsea vill Nedved FÓTBOLTI „Luciano Moggi sagði mér að Juventus hefði fengið tilboð frá Chelsea í Pavel Nedved,“ sagði Zdenek Nehoda, umboðsmaður Nedveds, í viðtali við ítalska dag- blaðið Il Giornale. „Það mun hafa verið Sven Göran Eriksson, sem verður bráðum þjálfari félagsins, sem stakk upp á því við enska félag- ið að það gerði þetta tilboð.“ „Ég held að umræðan um hver verði þjálfari skipti Pavel ekki máli,“ sagði Nehoda. „Hann hefur aldrei átt í útistöðum við þjálfara sína svo það hver verður á bekknum hefur engin áhrif á ákvörðun hans.“ Pavel Nedved er samningsbund- inn Juventus til ársins 2006 og hef- ur félagið boðið honum að fram- lengja samninginn. ■ ALLTAF Í SÍÐUSTU UMFERÐ Breiðablik og Stjarnan mætast í síðustu umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu næsta sumar fimmta árið í röð. LEIKIR BREIÐABLIKS OG STJÖRNUNNAR Í LOKAUMFERÐ 2004 Breiðablik-Stjarnan ?-? 2003 Stjarnan-Breiðablik 1-1 2002 Breiðablik-Stjarnan 8-2 2001 Breiðablik-Stjarnan 0-4 2000 Stjarnan-Breiðablik 0-1 1999 Mættust ekki 1998 Breiðablik-Stjarnan 3-1 1997 Breiðablik-Stjarnan 5-2 1996 Breiðablik-Stjarnan 11-0 1995 Breiðablik-Stjarnan 2-0 1994 Breiðablik-Stjarnan 6-1 2. umferð UEFA- bikarkeppninnar: Lokaleikur í kvöld FÓTBOLTI Maccabi Haifa og Valencia leika í kvöld lokaleikinn í 2. umferð UEFA-bikarkeppninnar. Leikurinn verður á Eneco Stadion, heimavelli Sparta Rotterdam, en ekki Al- sancak-vellinum í Izmir í Tyrklandi eins og upphaflega stóð til. Maccabi fékk ekki leyfi UEFA til leika heimaleiki sína í Ísrael vegna skálmaldarinnar þar og lék félagið því gegn Cwmbran frá Wales og Publikum frá Slóveníu í Izmir. Eftir mannskæðar sprengjuárasir í Istanbúl í síðasta mánuði þótti ekki lengur óhætt að leika í Tyrklandi og var leikurinn því færður til Hollands. Maccabi og Valencia gerðu markalaust jafntefli í fyrri leikn- um á Spáni fyrir fimm vikum. ■ ■ ■ LEIKIR  19.00 Björninn og SR keppa í Egilshöll á Íslandsmóti karla í íshokkí.  19.15 Haukar og Snæfell leika á Ásvöllum í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 KFÍ mætir Njarðvík á Ísafirði í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 KR leikur við Hamar í DHL- Höllinni í INTERSPORT-deildinni í körfu- bolta.  19.15 Tindastóll og Breiðablik keppa á Sauðárkróki í INTERSPORT- deildinni í körfubolta. RAYMOND ROBINS Bandaríkjamaðurinn Raymond Robins er hættur hjá Þór Þorlákshöfn. Intersport-deildin í körfuknattleik: Flótti frá Þórsurum KÖRFUBOLTI Los Angeles Lakers vann í fyrrinótt sinn tíunda sigur í röð í NBA-deildinni og 27. heima- sigurinn í röð þegar liðið bar sig- urorð af New York Knicks, 98-90, í Staples Center í Los Angeles. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers með 21 stig og gaf níu stoðsendingar, Karl Malone skoraði 20 stig, Shaquille O’Neal skoraði 18 stig og tók 15 fráköst og Gary Payton skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers er með besta árangur allra liða í deildinni en liðið hefur unn- ið 18 leiki af 21 leik sínum á tíma- bilinu. Fyrir tímabilið spáðu margir að liðið yrði ósigrandi eft- ir að Karl Malone og Gary Payton gengu til liðs við félagið og það virðist vera að koma á daginn. Það skiptir engu máli þótt Kobe Bryant og Shaquille O’Neal lyndi ekki við hvorn annan utan vallar því að innan vallar er það gleymt og liðið spilar eins og ein heild. ■ O’NEAL OG BRYANT Vinir innan vallar en ekki utan vallar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.