Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 10
10 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Stjórnvöld Davíð Oddsson forsætisráðherra: Frelsið er fjöldans, ekki fárra ÁRAMÓT Davíð Oddsson forsætis- ráðherra varð, í seinasta ára- mótaávarpi sínu, tíðrætt um frelsi og forsætisráðherra í nú- tíð og fortíð. Frelsið sem fyrir 100 árum færði Íslendingum farsæld er nú að mati Davíðs helsta ógnin sem samfélagið stendur andspænis ef það er aðeins fárra en ekki fjöldans. „Þá mætti ætla að þetta land væri ein allsherjar ræfildóms ruslakista. Óþarft er að láta þess háttar rödd ná til sín svo fráleitt sem það er,“ sagði Davíð og vísaði til Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, sem fyrir 100 árum leit yfir land þar sem eiginlega allt var ógert. Davíð sagði baráttunni um frelsið ekki lokið. Nú væri ekki við óbilgjarnan erlendan and- stæðing að eiga sem sameinaði þjóðina til átaka heldur þyrfti þjóðin að vara sig á eigin frelsi. „Frelsið er gagnslítið ef það er aðeins fárra en ekki fjöld- ans,“ sagði Davíð og lagði áher- slu á að ef þjóðin kynni ekki með það að fara þá skipti ekki máli hvort rót þess væri í Kvosinni eða í Kaupmannahöfn. Undir lok áramótaávarpsins kom Davíð að væntanlegum starfslokum sínum sem forsæt- isráðherra í haust. Hann gaf ekkert út um það hvort hann hygðist sitja áfram í ríkisstjórn þegar Halldór Ásgrímsson tek- ur við sem forsætisráðherra. „Ég hef í þrettánda sinn feng- ið að tala til ykkar í árslok. Á því verður nú breyting. Í því felast meiri tímamót fyrir mig en ykk- ur,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra. ■ Varar við að flæma fyrirtæki úr landi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti í nýársávarpi sínu óþrjótandi tækifærum Íslend- inga í alþjóðasamfélaginu. Forsetinn segir að hert tök gætu flæmt íslensk athafnaskáld úr landi. ÁRAMÓT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði út af bjart- sýninni í nýársávarpi sínu og taldi að Íslendingar ættu nær óþrjót- andi möguleika til að verða leið- andi þjóð á sviði nýsköpunar og framfara í heim- inum. Rétt eins og Davíð Odds- son forsætisráð- herra þá minnt- ist forsetinn á 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi en taldi að þar hefði almenningur skipt sköp- um. „Í annan stað kalla breyttir tímar á öflugt og vakandi frum- kvæði okkar í alþjóðlegu sam- starfi. Sífellt verður brýnna að framlag þjóða sé sérstakt,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann lagði áherslu á að Íslend- ingar legðu rækt við nokkra þætti. „Hafið, auðlindir sjávar, skyn- samleg nýting þeirra, samstarf þjóða um uppbyggingu fiski- stofna, rannsóknir á hafstraum- um og vegvísum um loftslags- breytingar sem hafið geymir. Samspil heilbrigðis og fiskneyslu. Baráttunnar gegn illvígum sjúk- dómum og aðgengis að lykilefnum sem sjórinn skapar. Allt þetta eru viðfangsefni sem alþjóðasam- félagið telur nú einkar brýnt,“ sagði Ólafur Ragnar. Færa þjóðinni sóknarfæri Forsetinn nefndi næst jarðhita og vetnisvæðingu. „Ákaft er nú leitað að orkugjöfum sem ekki ógna lífríki jarðar, skapa grund- völl framfara og hagsældar án mengunar sem skaða heilsu og heill milljónanna,“ sagði Ólafur Ragnar og nefndi að áhrifaríkasta ríki heims hefði nýverið boðið Ís- lendingum samstarf um það hvernig best verði að vetnisvæða borgir og samfélög í framtíðinni. Hann sagði íslenska vísindamenn standa í fremstu röð á þessum sviðum. „Árangur þeirra er að færa þjóðinni fjölmörg sóknarfæri. Það er merkileg þversögn en líka táknræn fyrir nýja tíma að ein smæsta þjóð heims skuli vera leiðandi afl á sviði þar sem heims- veldin voru áður ráðandi,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að þriðji stóri möguleiki Íslendinga lægi í legu landsins á norðurslóðum í þeim heimshluta sem hafi verið hel- frosinn á tímum kalda stríðsins vegna kjarnorkuógnar heimsveld- anna. „Nú hefur þar skapast nýr vett- vangur fyrir samvinnu ríkja og Norðurlönd sitja hér við borðið ásamt Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í málefnum norðurslóða getum við Íslending- ar lagt margt til mála með þeim hætti að eftir sé tekið. Okkur er sýndur trúnaður. Við förum nú með formennsku í Norðurskauts- ráðinu og gegnum veigamiklu hlutverki í háskólakeðju Norður- skautsins,“ sagði hann. Ólafur Ragnar sagði að með þessu gæfist Íslandi færi á að tengjast tveimur áhrifamestu ríkjum heims, Bandaríkjunum og Rússlandi, um þróun samvinnu. Norðurslóðir mikilvægar „Margt bendir til að norður- slóðir verði æ mikilvægari í fram- tíðinni; lykilsvæði í framfarasókn og hagsæld jarðarbúa. Þar er að finna um fjórðung vannýttrar orku í veröldinni. Forðabúr sem verður sífellt verðmætari. Þar kann senn að opnast ný siglinga- leið, norðurleiðin, sem styttir ferðir milli Ameríku og Evrópu annars vegar og Asíu hins vegar á jafn róttækan hátt og Suezskurð- urinn umbylti heimsviðskiptun- um,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann boðaði hugsanlegt for- ystuhlutverk Íslendinga meðal þeirra 50 smáríkja sem ráða fjórðungi atkvæðavægis innan Sameinuðu þjóðanna. Ólafur Ragnar ræddi þá útrás íslensks atvinnulífs sem lýsti sér í því að meira erlent fjármagn hefði komið til landsins en áður þekktust dæmi um. Hann varaði þó við því að frumherjarnir gætu þurft að flýja land ef íslensk stjórnvöld gengju of hart að þeim. „Heimsvæðing viðskiptanna og opnun hins íslenska hagkerfis hafa í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar veitt frumkvöðlum með íslenskar rætur tækifæri til að verða forystuafl á heimsvísu og árangur þeirra getur skapað svo mikinn arð að engin dæmi eru um slíkt í reynsluheimi síðustu aldar,“ sagði hann. Hann vísaði til fyrirtækja í smásöluverslun, matvælafram- leiðslu, lyfjaframleiðslu og bankastarfsemi sem hefðu náð ár- angri í heimsviðskiptum. Ræðum af sanngirni „Við þurfum að ræða á sann- gjarnan og heiðarlegan hátt hvernig við ætlum að gefa at- hafnafólki tækifæri til að njóta sín um leið og við varðveitum eð- alkosti samfélagsins. Hvernig ætlum við að tryggja að arðurinn af heimsvæðingu viðskiptanna skili sér hingað heim og komi öll- um til góða? Hver verður hlutur íslensks almennings í hinum mikla auði sem nýju íslensku at- hafnaskáldin eru að skapa?“ spurði Ólafur Ragnar. Davíð Oddsson fékk ábendingu frá forseta Íslands. „Höfum í huga að fyrirtækin geta einfaldlega flutt heimkynni sín, skattskyldu og þjóðþrifa- framlög til annarra landa ef tökin eru hert um of hér heima,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í nýárs- ávarpi sínu. rt@frettabladid.is Menn ársins: Ómar og Hringskonur VERÐLAUN Hlustendur Rásar 2 völdu Ómar Ragnarsson, sjónvarpsfrétta- mann á Ríkisút- varpinu, mann árs- ins í símakosningu sem lauk á gaml- ársdag. Í öðru sæti varð Hrafn Jökuls- son, forseti Hróks- ins, og þriðji varð Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags Íslands. Fréttastofa Stöðvar 2 útnefndi mann ársins. Fyrir valinu varð þó ekki ákveðinn einstaklingur heldur konurnar í Kvenfélaginu Hringnum sem hafa unnið að uppbyggingu Barnaspítalans Hringsins. ■ Erlend skip: Minni afli en ári áður SJÁVARÚTVEGUR Erlend fiskiskip veiddu talsvert minni fisk í íslenskri landhelgi á síðasta árið en árið þar á undan samkvæmt tilkynningum þeirra til Landhelgisgæslunnar. Á síðasta ári tilkynntu 149 erlend skip um afla upp á samtals 169.757 tonn. Þar er nær 40.000 tonnum minna en árið áður en tilkynntur afli erlendra skipa var 206.330 tonn. Mestu munaði þar um að minna veiddist af loðnu en árið áður. Loðnuafli Norðmanna féll úr 56.000 tonnum 2002 í 865 tonn í fyrra. ■ Ísraelskir þingmenn: Svindluðu í sjónvarpi JERÚSALEM, AP Nokkrir ísraelskir þingmenn svindluðu þegar þeir tóku þátt í greindarprófi í sjón- varpsþætti á dögunum. Þrátt fyrir svindlið voru þeir ekki nema í með- allagi greindir af fulltrúum þeirra starfsstétta sem tóku þátt í leiknum. Lögfræðingar mældust með hæsta greindarvísitölu en fyrirsæt- ur og líkamsræktarmenn með þá lægstu. Á milli þeirra voru þing- mennirnir en einn þeirra, Haim Katz, viðurkenndi þó í útvarpsvið- tali að þeir hefðu svindlað. „Líkt og börn vildum við ná árangri vegna þess að þjóðin fylgdist með.“ ■ AFLI ERLENDRA SKIPA Í LAND- HELGINNI Færeysk skip 135.468 tonn Grænlensk skip 30.230 tonn Norsk skip 1.472 tonn Þýsk skip 1.307 tonn Bresk skip 1.279 tonn ÓMAR Fjallaði mikið um virkjunarmál. DAVÍÐ ODDSSON Sagði ekkert um hvað hann hyggst fyrir þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra síðar á árinu. FORSETI ÍSLANDS Sagði ekkert um hvort hann hyggst gefa kost á sér á ný og þá þriðja sinni, en kjörtímabil forseta endar á þessu ári. „Í málefn- um norður- slóða getum við Íslending- ar lagt margt til mála með þeim hætti að eftir sé tekið. SÓKNARFÆRI Í VETNI Forsetinn sagði sóknarfæri fyrir Íslendinga í vetni enda væri ákaft leitað að orkugjöfum sem ekki ógna lífríki jarðar. Íslenskir vísindamenn séu þar í fremstu röð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI NÝR FORSTJÓRI Tryggvi Axelsson var skipaður forstjóri Löggilding- arstofu til fimm ára frá gærdeg- inum að telja. Tryggvi hefur starfað í viðskiptaráðuneytinu og hjá lagadeild EFTA í Genf og Brussel. Hann hefur verið settur forstjóri frá í apríl. Svonaerum við ÍBÚAFJÖLDI Í HELSTU SVEITAR- FÉLÖGUM Reykjavík 113.387 Kópavogur 25.291 Hafnarfjörður 21.190 Akureyri 16.048 Reykjanesbær 10.907 Heimild: Hagstofan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.