Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 16
Ímeira en hálfa öld hefur ástr-alski víngerðarmaðurinn Peter Lehmann þráast við að rækta vín í Barossa-dalnum í Ástralíu í þeirri trú að það væri eitt besta víngerð- arsvæði heims. Seint á áttunda áratugnum þráaðist hann við þeg- ar víngerðarhúsið sem hann starf- aði hjá gekk á bak orða sinna við bændur á svæðinu og neitaði að kaupa þrúgur sem fyrirtækið hafði áður lofað að kaupa. Leh- mann vildi vera maður orða sinna, keypti þrúgurnar samt og hætti hjá fyrirtækinu og stofnaði eigin víngerð. Á árinu sem leið sýndi Lehmann enn einu sinni hvað hann getur verið sauðþrár þegar hann stóð staðfastur gegn óvin- veittri yfirtöku eins stærsta vín- fyrirtækis heims á Peter Leh- mann Wines. Guði sé lof, segja margir vínunnendur, því vín Leh- mann eru einstök og handbragð meistarans leynir sér ekki. Þrjóska Lehmanns hefur sann- arlega skilað sér því nýlega var hann valinn Vín- framleiðandi ársins ( I n t e r n a t i o n a l Winemaker of the Year) á Inter- national Wine and Spirit Competition í London. Þetta er einn mesti heiður sem víngerðarhúsi getur hlotnast en þessi aðalverðlaun vínsýningarinnar hlýtur sá framleiðandi sem vinn- ur flest verðlaun fyrir vín sín. Lehmann hlaut fimm gullverð- laun og fjögur silfurverðlaun. Nefna má að Steingrímur Sigur- geirsson, víngagnrýnandi Morg- unblaðsins, valdi á dögunum rauð- vínið Peter Lehmann’s Clancy’s sem eitt af tíu bestu vínum ársins og telur það afar góð kaup en það kostar 1.670 kr. í Vínbúðum hér- lendis. ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is RÓSAKÁL Rósakál er vítamínríkt grænmeti sem er yfirleitt borið fram með kjöti. Það er einkum ræktað í norðanverðri Evrópu og kennt við Brussel á erlendum tungum. Rósakál á að vera þétt í sér. Það er yfirleitt soðið áður en það er borðað en það má einnig borða hrátt. Hollt í ársbyrjun: Hrásalat með ávaxta- ívafi hálfur hvítkálshaus, lítill, fínt saxaður hálfur rauðkálshaus, lítill, fínt saxaður 200 gr þurrkaðar döðlur, fínt saxaðar eitt rautt epli, gjarnan lífrænt r. tvö græn epli, gjarnan lífrænt r. 4 msk. sítrónusafi 25 gr furuhnetur, ristaðar Dressing 5 msk. ólífuolía 2 msk. cider edik 1 msk. hunang salt og pipar AÐFERÐ Setjið skorna kálið í skál og hnoðið til að mýkja það aðeins. Bætið döðlunum í skálina. Kjarnhreinsið eplin og þvoið þau (ef náðst hefur í lífrænt ræktuð epli er óþarfi að afhýða þau en annars mælum við með því). Skerið eplin í þunnar sneiðar setjið í aðra skál og vætið með sítrónusafanum og veltið því saman svo eplin verði ekki brún. Blandið nú saman kálinu og eplunum. Hristið eða hrærið dressinguna saman og hellið yfir salatið og strá- ið furuhnetunum yfir. Hentar vel með öllum góðum mat. ■ Drykkjarvörukönnun ASÍ: Hægt að spara töluvert Talsverður verðmunur er ádrykkjarvörum milli verslana samkvæmt verðkönnun sem verð- lagseftirlit ASÍ gerði 17. desember síðastliðinn. Yfirleitt var munur á hæsta og lægsta verði innan hvers flokks, gosdrykkir, ávaxtasafar, kaffi og te, á bilinu 20 til 60%. Í 35 tilvikum af 51 var munurinn á hæsta og lægsta verði í könnuninni 30% eða meiri, þar af 50% eða meiri í átta tilvikum. Bónus var oftast með lægst verð í könnuninni, eða í 30 tilvik- um, Krónan var með lægsta verð í 10 tilvikum, Nettó og Fjarðarkaup voru með lægsta verð í sjö tilvik- um. 11–11 var oftast með hæsta verð eða í 33 tilvikum og 10–11 var með hæsta verð í 32 tilvikum. Í 35 tilvikum af 51 var munurinn 30% eða meiri, þar af 50% eða meiri í átta tilvikum. Þegar skoðaðir eru einstakir vöruflokkar sést að yfir- leitt er munur á hæsta og lægsta verðinu innan hvers flokks á bilinu frá rúmlega 20% upp í tæplega 60%. Kannað var verð á 51 drykkjar- vörutegund í 13 verslunum, Hag- kaupi, Skeifunni, Nóatúni, Hring- braut, Fjarðarkaupi, Hólshrauni, 10–11, Glæsibæ, Krónunni, Skeif- unni, Samkaupum, Miðvangi, Bón- us, Smáratorgi, 11–11, Skúlagötu, Nettó, Salavegi, Sparverslun, Bæj- arlind, Strax, Hófgerði, Sparkaup, Stigahlíð og Europris, Lynghálsi. ■ Peter Lehmann: Sauðþrár sigurvegari Nesti: Heitt kakó og samlokur Snjórinn á skíðasvæðum lands-manna er kærkominn skóla- nemendum og öðrum þeim sem enn eru í jólafríi. En skíðaferðum fylgir nestisútgerð því ekki dugar annað en næra sig og fylla á orku- dunkana við slíkar aðstæður. Fátt er betra en heitt kakó og góð sam- loka þegar tekin er pása í fjallinu. Samlokur eru hentugar sem skyndibiti og geta verið fínasta fæði sé vandað til hráefnisins. Brauðið þarf að vera þétt og mat- armikið og áleggið getur verið af ýmsum gerðum, ostur af ein- hverju tagi, fiskur eða kjöt í sneiðum, grænmeti, egg og salöt eða sósur. Fitulítil salöt eiga vax- andi vinsældum að fagna eftir að fólk fór að huga í auknum mæli að hollustu. Yfirleitt er brauðið smurt með eilitlu smjöri, bæði til að halda álegginu betur á og gera matinn mýkri í munni. ■ Eftir reykt og steikt kjöt umliðnar hátíðar þykir flestum kominn tími á léttari mat. Mögu- leikarnir eru margir og við sner- um okkur til Brynjars Bergþórs- sonar, matreiðslumanns á Veit- ingahúsinu Lauga-ási. Sá staður er einkum þekktur að góðum fisk- réttum og Brynjari dettur strax í hug gufusoðin smálúða til að mæla með og gefa okkur upp- skrift að. Hann kann vissulega fleira fyrir sér og snarar líka sam- an pasta annars vegar með græn- meti og hins vegar sjávarfangi sem er mettandi fæði en fitulítið. Byrjum á smálúðunni. Brynjar kveðst ekki hafa magntölur á tak- teinum enda geti hver og einn haft þær eftir sínu höfði. GUFUSOÐIN SMÁLÚÐA Í RÚLL- UM smálúðuflök salt og pipar gulrætur sellerí fiskisoð eða vatn og teningur hvítvín laukur blaðlaukur Við roðdrögum lúðuna og slá- um hana létt þannig að hún fletjist lítið eitt út svo auðvelt sé að rúlla henni upp. Stráum smá salti og pipar yfir. Skerum selleríið og hluta gulrótanna í strimla, leggj- um þá á flökin og rúllum þeim upp. Skerum laukinn, blaðlaukinn og afganginn af gulrótunum í bita. Setjum þá í botn á potti eða pönnu og leggjum rúllurnar ofan á. Soði og hvítvíni hellt út á, þó alls ekki þannig að fljóti yfir fiskinn. Lokið sett á og suðan látin koma upp. Þá er slökkt undir og fiskurinn látinn soðna í gufunni á sirka tíu mínút- um. Með þessu er gott að bera ferskt grænmeti, soðnar kartöflur eða grjón og nýbakað brauð. Upp- lagt er að nota soðið sem sósu og rjómasletta út í hana gerir hana vissulega ljúffengari. KALT SJÁVARRÉTTAPASTA pastaskeljar eða annað pasta rækjur fiskur sem til er, jafnvel túnfiskur úr dós sólþurrkaðir tómatar paprika annað grænmeti sem til er ólífuolía smá chilisósa svartur pipar Pastað er soðið eftir leiðbeining- um á pakkanum. Kælt og sjávar- fanginu blandað saman við það. Ólífuolía og örlítil chilisósa látnar drjúpa yfir og kryddað með svört- um pipar. HEITT PASTASALAT MEÐ GRÆNMETI OG TÓMATSÓSU pasta paprika blaðlaukur laukur annað grænmeti sem til er parmesanostur Pastað er soðið og grænmetið ristað á pönnu. SÓSAN maukaðir niðursoðnir tómatar hvítvín kjúklingakraftur svartur pipar basil estragon Tómatar eru soðnir um stund í hvítvíni. Kryddið sett út í og látið malla. Sósan er sett yfir pastað á diskinum, grænmetið sett þar ofan á og rifnum parmesanosti stráð yfir. ■ BRYNJAR KOKKUR Á LAUGAÁSI Fiskurinn er í fyrsta sæti en pastað og grænmetið fylgir fast á eftir. Að nýloknum hátíðum: Mettandi fæði og fitulítið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.