Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Spá mín fyrir árið 2004 Sko. Ég held að þetta verði alveghreint ágætt ár að mörgu leyti, þó svo að einhverjar hörmungar muni vissulega eiga sér stað og margir munu eiga bágt. En þótt margir muni jafnvel hafa það mun verr en þeir höfðu áður þá munu þrátt fyrir allt margir líka hafa það betra en fyrr. Og til verða þeir sem munu rísa úr öskustónni, til frægðar og auðæfa, á meðan fall annarra verður hátt og böl verður hlutskipti þeirra um skeið. EINNIG held ég því fram að árið í pólitíkinni verði markað þónokkrum deilum, eins og gerist og gengur, þó svo vissulega verði líka sátt. Mikil sátt. Einhver uppþot verða en þau munu gleymast og skipta litlu máli. Stjórnmálamenn verða þó almennt nokkuð pirraðir, enda fara völd þeirra þverrandi og færri sjá ástæðu til að hlusta á þá. Þeim verður þar af leið- andi strítt í meira mæli en áður. Upp mun rísa ný stétt manna í þjóðfélags- umræðunni: þeir sem gera það að gamni sínu, sér til dægrastyttingar, að stríða íslenskum stjórnmálamönn- um. Ég held að það geti orðið spenn- andi að fylgjast með því. TÆKNIFRAMFARIR verða litlar enda erum við ennþá að spá í af hver- ju í ósköpunum við erum komin með myndavélar í símana okkar. Við þurf- um að finna svar við þeirri spurningu áður en við getum haldið áfram í átt til enn meiri tækniframfara. NÚ, MENNINGIN. Ekki má gleyma henni. Einhverjir munu skrifa bækur, aðrir gefa út tónlist og halda tónleika. Sumir mála. Einhverjir verða í fígúratívu málverki, aðrir meira abstrakt. Margir munu gera alls kyns tilraunir og sumir verða mjög sniðugir. Einhverjir detta úr tísku, á meðan aðrir munu komast í tísku. ÞANNIG AÐ ég held að þetta verði sæmilegt ár. Enn eitt ár á Jörð. Enn einir 365 dagar á norðurhjara verald- ar með gleði og sorg, skammdegi, sól, slabbi, frosti, rigningu, logni, milk- shake á Ingólfstorgi og fólki með barnavagna við Tjörnina. Nema auð- vitað loftsteinn lendi í Atlantshafi og okkur skoli burt í risastórri flóð- bylgju. En ég vona ekki. Gleðilegt nýtt ár. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.