Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 17
Nú þegar nýárs blessuð sólin errisin og með henni fögur fyr- irheit um hófsemi á öllum sviðum, þá finnst mér alveg rosalega gott að kunna að elda Njálspönnu. Sá réttur er einn mesti hófsemdar- réttur sem hægt er að hugsa sér. Rétturinn kostar nánast ekki neitt og er stútfullur af öllum þeim próteinum, bæti- og snefilefnum sem við þurfum á að halda. Sem slíkur er hann hin fullkomna fæða. Ég smakkaði réttinn fyrst á Friðheimum í Grímsnesi hjá Njáli Þorsteinssyni, frömuði í lífrænni ræktun. Þar var Njálspanna í öll mál. einn og hálfur bolli hrísgrjón (hvít í lagi en brún betri) einn bolli grænar linsubaunir (ótrúlega prótínríkar) 5–6 kartöflur, vel þvegnar og sneiddar í 5 mm sneiðar 5 gulrætur, sneiddar 1/4 hvítkálshöfuð, skorið gróft Skolið hrísgrjón og linsu- baunir vel og setjið í pott. Græn- metið er allt sett með í pottinn og vatn yfir þannig að fljóti um 2 cm yfir. Sjóðið í 15 mínútur (25 ef hrísgrjónin eru brún) og slökkvið því næst á hellunni, setjið lok á pottinn og látið hann standa á hellunni þar til allt vatn er gufað upp. Hægt er að bera fram með þessu hverskyns sósur allt frá tómat- eða sojasósum upp í chili eða súrsætar sósur. Mér finnst best að skvetta nokkrum drop- um af chilisósu yfir og bera fram með þessu tortillur með osti. Kostnaður: Með sósu og tortill- um aldrei meira en 600 kr. ■ FÖSTUDAGUR 2. janúar 2004 Njálspanna Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Undanfarin ár hafa áfengar gos-blöndur náð miklum vinsæld- um. Ógrynnin öll af slíkum drykkj- um má sjá í hillum vínbúða og oft er mjög erfitt að átta sig á því hvað þessir drykkir innihalda. Einn nýjasti drykkurinn er Caribbean Twist en þar fer ekkert á milli mála hvert innihaldið er því merkingarn- ar eru skýrar og flöskurnar afger- andi í útliti. Þær minna svo-lítið á gömlu kókflöskurnar, eggjandi og kynþokkafullar, gamla góða Mari- lyn Monroe vaxtarlagið! Caribbean Twist fæst í þremur bragðtegundum: appelsínu, melónu og pina colada og eru tvær síðarnefndu blöndurnar nýj- ungar á markaðnum. Þetta eru hentugir drykkir ef fólk kýs að sleppa við að hafa glas við hönd- ina og vill hvíla sig á eilífri bjór- drykkju. Caribbean Twist er fyrir þá sem vilja drykki í sætari kant- inum og er mælt með að þeirra sé neytt vel kældra. Gosblöndurnar fást í Heiðrúnu og Kringlunni og kosta 279 kr. stykkið. ■ Red Square: Partí á Rauða torginu! Red Square er ein vinsælastadrykkjartegundin í Bretlandi um þessar mundir meðal stuð- bolta. Red Square gosblöndurnar fást í átta bragðtegundum og eru miklir partídrykkir. Vefsetur fyr- irtækisins, www.redsquare- world.com, hefur fengið verðlaun sem skemmtilegasta vefsvæðið í Bretlandi en þar er hægt að taka þátt í ýmsum leikjum auk þess sem stutt er í hinn víðfræga bres- ka húmor. Hér á landi fást þrjár tegundir, Red Square White Ice, Red Square Green Ice og Red Square Cranberry. Drykkirnir fást í Heiðrúnu og Kringlunni og kosta 279 kr. flaskan. ■ F í t o n F I 0 0 8 5 1 8 Sérkennilegasti maturinn: Grænkryddað pakis- tanskt lambakjöt Ég man eftir að einu sinni hef égbókstaflega þurft að leifa mat, svo undarlegur var hann,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður. „Þetta var á pakistönsku veitingahúsi þar sem ég pantaði mér að sjálfsögðu lambakjöt, því ég er alltaf að gera samanburð- arrannsóknir á lambakjöti,“ segir hann hlæjandi. „En þarna pantaði ég mér pakistanskan lambakjöts- rétt og rak upp stór augu þegar rétturinn kom á borð- ið. Kjötið var kryddað með sterku, grænu kryddi sem litaði kjötið, og svo voru einhverjar hnetur og dót með sem var allt í lagi þó það væri ekkert sér- stakt. En kjöt- ið með kryddinu var ótrúlegt, log- andi sterkt og beinlínis vont. Þetta er einhver undarlegasti matur sem ég hef smakkað um dagana.“ Steingrími finnst að tvö lönd standi upp úr þegar kem- ur að lambakjöts- f r a m l e i ð s l u , nefnilega Ís- land og Græn- land. „Enda um sama s a u ð f j á r - kynið að ræða, sem þar að auki gengur á vill- tu landi þar sem gróður er sv ipaður. E f eitthvað ógnar íslenska lambakjöt- inu er það þetta grænlenska.“ Steingrímur segist vera nokkuð djarfur í útlöndum og óhræddur við að prófa framandi rétti. „Mér finnst afskaplega gaman að prófa eitthvað nýtt og þegar ég var að flakka um heiminn sem skiptinemi vorum við auðvitað að elda ýmislegt, hvert frá sínu landi. Þar kynntist ég mjög vel indónesískri matseld, svo og jap- anskri, kóreanskri og mexíkóskri. Þeir voru flinkir að elda Indónes- arnir þó þeir krydduðu heiftarlega með sembali sem er óhemju sterkt krydd. En ég hef gaman af þessu. Og þó það sé ekki ráðlegt á flakki á Austurlöndum að kaupa sér mat á götum úti, freistast ég oft til þess og hefur aldrei orðið meint af. Maður verður þó að forðast hráan mat og grænmeti á þessum slóðum, annað er ávísun á vesen.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Freistast gjarnan til að kaupa sér mat í götueldhúsum í útlöndum. Caribbean Twist: Fyrir þá sem vilja hvíla sig á bjórnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.