Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 14
Í ráðuneyti mennta og menningar Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, veitti Granda hf. og Guðrúnu Halldórsdóttur, for- stöðumanni Námsflokka Reykja- víkur, verðlaun Alþjóðahúss, Vel að verki staðið, fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytj- enda á Íslandi. „Við vildum vekja athygli á því jákvæða sem er að gerast í þessum málaflokki,“ seg- ir Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss. „Það er margt gott að gerast þó að fréttaflutn- ingur geti verið neikvæður á köfl- um eins og í öðrum málaflokk- um.“ Verðlaunahafarnir eru báðir viðurkenndir fyrir frumkvöðla- starf á undanförnum árum í mál- efnum fjölmenningarlegs sam- félags, en eins og segir í frétta- tilkynningu hafa báðir aðilar unn- ið lofsvert starf við íslensku- kennslu fyrir útlendinga, en ís- lenskufærni er ótvírætt lykillinn að jákvæðri aðlögun innflytjenda. Námsflokkar Reykjavíkur, undir stjórn Guðrúnar, hafa veitt þús- undum útlendinga íslensku- kennslu. „Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en áætlað er að þetta verði að árlegum við- burði,“ segir Einar að lokum. ■ 14 2. janúar 2004 FÖSTUDAGUR ■ Afmæli ■ Jarðarfarir Áþessum degi árið 1788 gerðistGeorgía hluti af Bandaríkjun- um og varð þar með fjórða ríkið til að stíga skrefið til fulls. Ríkið er nefnt eftir Georgi II, konungi Englands, og var numið af Evrópubúum árið 1733. Þá gengu breskir skuldunautar upp eftir Savannah-ánni undir stjórn James E. Oglethorpe og eignuðu sér land á svæði sem fékk bæjar- heitið Savannah. Árið 1742 sigraði her undir stjórn Oglethorpe Spánverja á St. Simons Island í Georgíu eftir að deila hafði staðið yfir á milli Breta og Spánverja um landsvæð- ið. Spánverjar voru hraktir á brott og sneru ekki aftur. Georgía var á sínum tíma ein ríkasta nýlenda Breta í Ameríku og var fyrir vikið sein til að mót- mæla kúgunaraðferðurm George annars konungs og ríkisstjórn Bretlands. Eftir bandarísku borg- arastyrjöldina breyttist hugsun- arháttur margra Georgíubúa og gerðust þeir hliðhollari banda- rískri þjóðernishyggju en áður. Árið 1788 varð Georgía fyrsta ríkið í suðurríkjum Bandaríkj- anna sem ákvað að viðurkenna bandarísku stjórnarskrána og skrifa undir ríkjasamninginn. ■ CUBA GOODING JR. Leikarinn snjalli er 35 ára í dag. Jón Gnarr, leikari er 36 ára. Mér líst mjög vel á þessabreytingu. Þetta er spenn- andi starf og það er gaman að fá tækifæri til að reyna eitthvað nýtt,“ segir Steingrímur Sigur- geirsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, sem er nýráð- inn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem tekur nú við embætti mennta- málaráðherra. „Ég hef fylgst með stjórnmálum og stjórnsýslu hinum megin frá sem blaðamað- ur í ansi mörg ár og því verður áhugavert að fá að fylgjast með málum frá þessari hlið. Þetta er líka gott tækifæri til að fá að starfa með Þorgerði Katrínu sem ég hef gífurlega trú á sem stjórn- málamanni.“ Það kom honum nokkuð á óvart þegar Þorgerður Katrín leitaði til hans í haust, eftir góðan umhugsunartíma ákvað hann þó að slá til. „Þetta er dýrmætt tæki- færi fyrir einstakling sem hefur brennandi áhuga á þjóðmálum. Það fylgir þessu ekki sama at- vinnuöryggi og á Morgunblaðinu en ég gat ekki sleppt þessu tæki- færi. Þetta er spennandi ráðu- neyti og þar er mikið að gerast, ekki bara í menntamálum heldur einnig í menningu og vísindum. Menntamálin eru líka lifandi málaflokkur sem hljóta að vera í stöðugri endurskoðun þar sem fjölbreytnin hefur verið að aukast að undanförnu en það er þróun sem þarf að styðja við og efla. Ég þekki það af eigin reynslu og sem foreldri hversu mikilvæg menntamálin eru hver- ju þjóðfélagi.“ Steingrímur hefur haldið sig utan stjórnmálanna undanfarinn áratug en þá var hann virkur í Sjálfstæðisflokknum og var framkvæmdarstjóri SUS á árun- um 1986–’87. Það getur falist áhætta í því að taka að sér póli- tískt ábyrgðarstarf, en Stein- grímur telur sig ekkert vera að spilla fyrir sér hvað varðar fram- tíðaráform. „Ég ætla mér bara að sinna þessu starfi af fullum krafti næstu árin og gera það sem allra best. ■ Tímamót STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON ■ Fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, er nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Viðurkenning GRANDI OG GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ■ fengu viðurkenningu Alþjóðahússins fyrir íslenskukennslu. TIA CARRERE Leikkonan fagra er 36 ára í dag. 2. janúar ■ Þetta gerðist 1492 Síðasti arabaforinginn á Spáni gefst upp eftir harða orrustu. 1872 Brigham Young, hinn 71 árs leiðtogi Mormónakirkjunnar, er handtekinn fyrir fjölkvæni. Hann átti 25 konur. 1879 Thomas Edison byrjar á að bygg- ja fyrsta mótorinn. 1890 Alice Sanger varð fyrsta konan til að hefja störf í Hvíta húsinu. 1929 Bandaríkin og Kanada komust að samkomulagi um að vernda Niagara-fossana. 1942 Manila, höfuðborg Filippseyja, er hertekin af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni. 1983 Söngleikurinn Anne hættir á Broadway eftir alls 2.377 sýningar. 1996 AT&T fyrirtækið tilkynnir að um 40 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu þremur árum. BANDARÍSKI FÁNINN Georgía gerðist hluti af Bandaríkjunum fyrir 216 árum. Georgía verður hluti af Bandaríkjunum ■ Georgía gengur til liðs við Bandaríkin. Á þessum degi fyrir 216 árum viðurkenndi Georgía stjórnarskrá Bandaríkjanna. 2. janúar 1788 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Pálsdóttir frá Höfða Grunnavíkurhreppi húsmóðir Hlíð Eskifirði verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju, laugardaginn 3. janúar kl. 14. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. JÓN KR. SÓLNES Stjórn Sambands íslenskra sparisjóða hefur lýst þungum áhyggjum vegna áformaðrar sölu á SPRON til Kaupþings Búnaðarbanka. ??? Hver? Starfandi lögmaður og formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða. ??? Hvar? í Reykjavík á leið til Akureyrar. ??? Hvaðan? Frá Akureyri. ??? Hvað? Að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er hjá sparisjóðunum í tilefni af vilja- yfirlýsingu SPRON og Kaupþings Búnað- arbanka um að Kaupþing Búnaðarbanki yfirtaki SPRON. ??? Hvernig? Að það verði farið í að endurskoða lög um fjármálafyrirtæki og helst viljum við sjá að lagaheimild sparisjóðanna til hlutafjárvæðingar verði felld úr gildi eða frestað, til að verja sparisjóðina til lengri tíma litið. ??? Hvers vegna? SPRON er stærsti sparisjóðurinn á Ís- landi og það skiptir miklu máli fyrir heildina hvernig þessi mál þróast áfram. ??? Hvenær? Að þetta gerist mjög hratt til að það komi að gagni til að verja hagsmuni sparisjóðanna. ■ Persónan HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Viðurkenning fyrir lofsvert starf við íslenskukennslu fyrir útlendinga hjá Námsflokkum Reykjavíkur Viðurkenningar fyrir íslenskukennslu STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON Þekkir það af eigin reynslu og sem foreldri hversu mikilvæg menntamálin eru fyrir þjóðfélagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A 10.30 Ari Gunnarsson, Skútagili 7, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju. 13.30 Sigríður Ólafsdóttir, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðis- kirkju. 13.30 Sigfinnur Sigurðsson hagfræð- ingur, Álagranda 8, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Sverrir Eðvaldsson, fyrrverandi skipstjóri, Þórunnarstræti 133, Ak- ureyri, verður jarðsunginn frá Ak- ureyrarkirkju. 13.30 Þráinn Finnbogason lyfjafræðing- ur verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 14.00 Þórdís Ólafsdóttir, Núpum í Fljótshverfi, verður jarðsungin frá Kálfafellskirkju. ■ Andlát Axel Wilhelm Einarsson, Rauðalæk 14, Reykjavík, lést 25. desember. Ásdís Klara Enoksdóttir, Búðum, Grindavík, lést 26. desember. Jón Gíslason, frá Hnappavöllum í Öræf- um, lést 28. desember. Guðjón A. Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður, er látinn. Herborg Arndís Sölvadóttir, Seljahlíð, Reykjavík, lést 30. desember. Hrafnhildur Tómasdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík, lést 30. desember. Mínerva Bergsteinsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, lést 23. desember. Ólafur Ketill Frostason er látinn. Stefanía G. Guðmundsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést 29. desember. Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum, Stafholtstungum, lést 29. desember. Þorsteinn Jakobsson, Hrafnistu, Hafnar- firði, lést 29. desember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.