Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.01.2004, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 2. janúar 2004 27 Þetta er í tólfta sinn sem viðkomum saman á Hótel Íslandi til að fagna 25 ára afmæli hljóm- sveitarinnar. Þá byrjuðum við og höfum ekkert hætt. Við höfum alltaf tekið tvær helgar í byrjun janúar en núna ætlum við bara að taka eina,“ segir Óttar Felix Hauksson, meðlimur unglinga- hljómsveitarinnar Pops, sem spilar lög sjöunda áratugarins á Kringlukránni nú á föstudags- og laugardagskvöld. „Það verður mikið stuð því það er alltaf gam- an að spila þessi lög. Sjöundi ára- tugurinn var svo frjór tími í dægurlagasögunni. Það fer hreinlega straumur um mann þegar maður er að taka sum þessara laga, eins og Like a roll- ing stone eftir Bob Dylan. Það var lag sem ég heyrði fyrst þeg- ar ég var fimmtán ára. Maður er svo móttækilegur fyrir straum- um þegar maður er unglingur og finnst lög þess tíma vera flott- ust.“ Það er enginn bilbugur að finna á Pops þrátt fyrir aldurinn sem færist yfir. „Pops er eins og gott rauðvín, við gerumst betri með hverju árinu sem líður.“ Þrátt fyrir það er ekki á dag- skránni hjá hljómsveitinni að fara að taka upp plötu. „En það er aldrei að vita ef við náum á Óttar Felix útgefenda á góðum degi,“ segir Óttar Felix, söngvari Pops. ■ Unglingahljómsveit á besta aldri HLJÓMSVEITIN POPS Kemur saman á ný og heillar blómabörn á öllum aldri. ■ ■ SKEMMTANIR  Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skítamóral halda uppi stemningunni á Glaumbar í kvöld. Horft verður á Idol á risaskjá en milli þáttanna tveggja syngja Gunnar og Einar og skemmta fólki. Með þeim syngur ný rísandi stjarna að nafni Guðfinna. Eftir seinni Idol-þáttinn halda strákarnir áfram fram á kvöld þegar plötusnúður tekur við og heldur djamminu lifandi fram á morgun.  Unglingahljómsveitin Pops sem hef- ur heillað blómabörn á öllum aldri á áramótadansleikjum ‘68 kynslóðarinnar verða á Kringlukránni í kvöld. Pops leika meðal annars eigin útsetningar af lögum Bítlanna, Stones, Dylans, Kinks, Spencers Davis, Small Faces og Troggs. Sannkölluð sixties sveifla á Kringlu- kránni.  Spilafíklarnir spila á Celtic Cross.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri í kvöld  Hljómsveitin Spútnik spilar á Players í Kópavogi.  Hljómsveitinn Smack rokkar fram eftir öllu á Gauknum í kvöld. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.