Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 30
Sjónvarp 36
SUNNUDAGUR
RÓMANTÍK Í TURNINUM Kristjana
Stefánsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson
verða á rómantísku nótunum á tónleik-
um á veitingastaðnum Turninum á sjöttu
hæð í verslunarmiðstöðinni Firðinum í
Hafnarfirði. Agnar Már Magnússon sér
um undirspil.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
FLOTT Á HÖFUÐBORGARSVÆÐ-
INU Það er að sjá vaxandi éljabakka við
norðurströndina þegar líður á daginn. Það
hvessir á ný á Vestfjörðum. Einna besta
veðrið er í borginni. Sjá síðu 6
11. janúar 2004 – 10. tölublað – 4. árgangur
BEÐIÐ EFTIR STAÐFESTINGU Hönn-
un Þorbjörns Á. Friðrikssonar á tveimur björg-
unartækjum fyrir sjómenn bíður staðfestingar.
Framkvæmdastjóri Landssambands smábáta-
eigenda segir mikilvægt að koma tækjunum í
notkun sem fyrst. Sjá síðu 8
SKER UPP HERÖR Ríkislögreglustjóri
hefur skorið upp herör gegn glæpaklíkum
sem reyna að fóta sig á Íslandi. Hann segir
þetta kostnaðarsamt en telur það langtíma-
fjárfestingu gegn glæpum. Sjá síðu 4
FRESTUR Á FJÁRHAGSÁÆTLUN
Nær 20 sveitarfélög hafa fengið frest til að
skila inn fjárhagsáætlunum sínum. Eftirlits-
nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins skoð-
ar fjármál nokkurra sveitarfélaga. Sjá síðu 6
ALVEG Á MÖRKUNUM Guðjón Frið-
riksson sagnfræðingur segist ekki vilja fella
dóm um bók Hannesar Hólmsteins Gissur-
arsonar en segir að í fljótu bragði virtist hon-
um Hannes alveg á mörkunum. Sjá síðu 4
BANASLYS Á SUÐURLANDSVEGI Maður á þrítugsaldri lést í hörðum árekstri, rétt austan við Hólmsá á Suðurlandsvegi, í gærmorgun.
Maðurinn var í fólksbíl sem lenti í árekstri við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Kona sem var í jeppanum liggur alvarlega slösuð á gjör-
gæsludeild. Suðurlandsvegur lokaðist fyrir umferð í rúmar tvær klukkustundir. Fólk sem kom í rútu að austan var látið skipta um rútu og
fara í rútu sem kom á móti. Fólkið sést hér ganga framhjá slysstaðnum. Sjá síðu 2
Fundu sinnepsgas í Írak
Tveir íslenskir sprengjusérfræðingar fundu sprengjur með vökva sem talið er að innihaldi
sinnepsgas. Kona annars þeirra segir furðulegt að fylgjast með fréttum af sprengjufundinum en
segir að störf eiginmanns hér heima hafi heldur ekki verið hættulaus.
ÍRAK Tveir sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar, Adrian
King og Jónas Þorvaldsson, sem
eru við störf í Írak, fundu
sprengjur sem talið er að inni-
haldi efnavopn.
Fyrsta greining breskra sér-
fræðinga bendir til þess að kúl-
urnar innihaldi sinnepsgas, en
líklegt er talið að þetta séu
sprengjur frá stríði Íraka og
Írana. Ríkisstjórn Saddams
Hussein beitti efnavopnum gegn
Írönum og drap á þessum tíma
þúsundir Kúrda í efnavopnaárás,
en stjórnvöld í Írak hafa aldrei
gert grein fyrir því hvað gert var
við vopnin.
Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir,
eiginkona Jónasar Þorvaldssonar,
annars sprengjusérfræðinganna,
segir það skrýtna tilfinningu að
fylgjast með fréttum af sprengju-
fundinum. Hún segist ekki hugsa
of mikið um störf Jónasar í Írak,
sem eru alls ekki hættulaus. Það
hafi störf hans hér heima heldur
ekki verið.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir fund íslensku
sprengjusérfræðinganna mjög
merkilegan og geta vakið heims-
athygli.
Magnús Þorkell Bernharðsson,
lektor í sögu Mið-Austurlanda,
segir óljóst hvort þetta séu vopna-
birgðir sem vopnaeftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna hafi haft vit-
neskju um eða hvort þetta séu ný
vopn sem Írakar hafi ætlað að
nota í hernaði. Það eigi eftir að
koma í ljós.
audur@frettabladid.is
bryndis@frettabladid.is
sjá síðu 2
Skráning Pharmaco:
Mikill
áhugi úti
VIÐSKIPTI Mikill áhugi var meðal
erlendra fjármálafyrirtækja að
taka að sér skráningarferli
Pharmaco í Kauphöllinni í
London. „Við teljum þetta til
marks um áhuga á félaginu,“ seg-
ir Róbert Wessman, forstjóri
Pharmaco. Hann segir erlenda
fjárfesta horfa til þess að félagið
hafi náð athyglisverðum árangri
miðað við sambærileg félög.
Pharmaco flutti út lyf fyrir 2,6
milljarða um helgina þegar nýtt
hjartalyf fór á markað.
Nánar á síðu 16.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson:
Lét of mikið
á sér bera
VIÐTAL „Ég hafði ekki gaman af að
sitja undir ásökunum um að ég væri
óheiðarlegur. Það getur verið að ég
sé stundum full harðskeyttur en ég
er ekki óheiðarlegur,“ segir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófessor.
„Ég tek þessu með jafnaðargeði en
þegar ég horfi um öxl saka ég sjálf-
an mig um að hafa látið aðeins of
mikið á mér bera í sambandi við
kynningu á bókinni. Að sumu leyti
get ég sjálfum mér um kennt hvað
viðbrögðin voru heiftarleg.“
Sjá nánar á síðum 18 og 19.
Viltu vinna skrilljón trilljónir?
Happdrættin í landinu auglýsa grimmt um þessar mundir, enda eru margir landsmenn ginnkeyptir
fyrir skjótfengnum gróða eftir jólavertíðina. Átta hundruð manns hafa fengið meira en milljón í
Lottóinu á síðustu sautján árum. Fréttablaðið kannaði markaðinn og tók viðtal við vinningshafa.
Fólkið á bak við
sjónvarpsstefin
Tónlist er allt í kringum okkur. Ein hlið
tónlistar er fyrirferðarmikil í umhverfinu,
án þess að mikið sé um hana rætt. Þetta
eru stefin í sjónvarpsþáttunum og í
útvarpinu. Fréttablaðið kannaði hver er
höfundur hvaða stefs.
Sautján ára gömul draumsýn Björns
Leifssonar um heilsuparadís í Laugardal
er orðin að veruleika. Björn lagði af stað
með bjartsýnina, góða rekstrarsögu og
viljann að vopni. Útkoman er
glæsileg og fjárfestingin er upp
á einn og hálfan milljarð.
SÍÐA 20
▲
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SÍÐUR 14-15
▲
Draumurinn
rætist
SÍÐUR 22
▲